Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 74

Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 74
Fr óð le ik ur 7 4 Veldur pillan vanlíðan? Um kvenhormón og andlegar aukaverkanir af getnaðarvarnarpillum Sigríður Margrét Þorbergsdóttir Annars árs læknanemi 2019-2020 Yfir 100 milljónir manns um heim allan nota hormónagetnaðarvörn á töfluformi.1 Notkun hennar er svo algeng að lyfið er einfaldlega kallað pillan í daglegu tali. Pillan var tekin í notkun árið 1960 og varð hún því sextug í ár.1 Til eru margar útgáfur af pillunni sem allar innihalda tilbúin sterahormón sem annars eru framleidd í eggjastokkunum; ýmist estrógen og prógesterón eða eingöngu prógesterón. Við töku þessara hormóna truflast hefðbundnar sveiflur í framleiðslu þeirra sem annars stýra tíðahringnum og þar með egglosi. Pillan er talin vera öruggasta getnaðarvörnin á markaðnum í dag en hún veitir meira en 99% öryggi gegn getnaði sé hún tekin samkvæmt leiðbeiningum.2 Estrógen og prógesterón hafa víðtæk áhrif í líkamanum enda eru dæmi um að fólk taki pilluna í öðrum tilgangi en að koma í veg fyrir getnað. Þannig getur pillan til dæmis hjálpað fólki í baráttunni við bólur.2,3 Þá hjálpar pillan einnig við að koma reglu á tíðablæðingar og við að stilla sársaukanum í hóf sem fylgir þeim, glími fólk við tíðaþrautir (dysmenorrhoea).4,5 Pillunni geta þó, líkt og flestum lyfjum, fylgt marg víslegar aukaverkanir. Dæmi um slíkar auka verkanir eru blettablæðingar, ógleði, höfuð verkir og eymsli í brjóstum.2 Þá hefur pillan verið tengd við aukna hættu á bæði blóð töppum og brjósta krabbameini.2 Pillunni geta einnig fylgt auka verkanir sem lúta að geð heilbrigði og líðan. Áhrif pillunnar á líðan hafa lítið verið rann sökuð þrátt fyrir að vera þær auka verkanir sem hvað oftast fá notendur til þess að hætta á pillunni.1 Tíðahringurinn Tíðahringurinn er drifinn áfram af sveiflu- kenndri hormónaframleiðslu og samspili undir stúku, heiladinguls og eggjastokka. Honum má skipta upp í tvo hringi sem fara fram samtímis; eggjastokks hring annars vegar og leg hring hins vegar, með tilliti til breyt- inga sem verða á viðkomandi líff ærum við hormóna sveiflur tíða hringsins. Í heila dingli eru fram leidd eggbús stýrihormón (follicle- stimulating hormone eða FSH) og gulbús- stýrihormón (luteinizing hormone eða LH). FSH veldur framleiðslu estrógens í eggja- stokkum sem hefur til dæmis þau áhrif að auka æðanæringu til legslímu og að undirbúa legið fyrir bólfestu fósturvísis. Hömlur eru á stýrihormónaframleiðslu þar til hámarki er náð í estrógenframleiðslu, rétt fyrir egglos, en þá verður sprenging í losun FSH og LH. Mikil og snöggleg hækkun í LH hefur þá þau áhrif að ýta undir egglos. Eftir egglos fellur magn estrógens á ný og rofið eggbú verður að gulbúi. Gulbú heldur áfram estrógenframleiðslu en tekur auk þess að framleiða prógesterón fyrir tilstuðlan LH. Verði ekki frjóvgun brotnar gulbúið niður undir lok tíðahrings og dregur þá verulega úr styrk beggja hormónanna sem það framleiðir, æðanæring til legs minnkar og legslímunni er skilað út með blóði. Verði hinsvegar frjóvgun styður gulbúið við meðgöngu á fyrstu stigum hennar með áfram- haldandi framleiðslu prógesteróns. Lengd tíðahrings er að meðaltali 28 dagar en getur verið breytileg milli einstaklinga og mánaða.6 Víðtæk áhrif kvenhormóna Estrógen er að mestu framleitt í eggjastokkum en er þó einnig framleitt í fituvef, beinum, húð, lifur og nýrnahettum.7 Nokkrar gerðir estrógens eru framleiddar í líkamanum en sú sem framleidd er í eggjastokkum nefnist estradíól.7 Estrógen hefur líkt og fyrr segir víðtæk áhrif enda eru viðtakar fyrir það víða í líkamanum.7 Fyrir utan að koma að stjórnun tíða hrings og meðgöngu hefur estrógen til dæmis áhrif á hugræna starfsemi (cognitive function).8 Þessi áhrif hafa ekki verið útskýrð að fullu en lækkun í styrk estrógens eftir tíðahvörf er af mörgum talin ýta undir elliglöp leghafa.8 Þá hamlar estrógen þroska beináts- fruma og stuðlar þannig að bein uppbyggingu, sem útskýrir auknar líkur á bein þynningu eftir tíðahvörf.9 Estrógen gegnir einnig mikil- vægu hlutverki í kynþroska með því að stuðla að þroskun kyneinkenna á borð við brjóst og kynfærahár. 10 Þekkt er að fólk sem hefur blæðingar finni fyrir mun á sér eftir því hvar það er statt í tíða- hringnum. Til að mynda er þekkt að húð og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.