Læknaneminn - 01.04.2020, Qupperneq 85
R
it
rý
n
t
e
fn
i
S
ke
m
m
ti
e
fn
i
o
g
p
is
tl
a
r
8
5
Ætli það skýrist ekki að hluta til af því að í
áranna rás hefur verkaskipting heilbrigðis-
starfsfólks verið skýr. Sögulega og menningar-
lega hafa starfsheitin læknir og hjúkrunar-
fræðingur verið svo fast tengd sitthvoru
kyninu að það er hægara sagt en gert að slíta
tengslin. Kynjahlutverkin eru rótgróin og
merki gamalla tíma má enn sjá á göngum
spítalans. Þá meinum við ekki aðeins að
þau rölti um spítalann í formi eldri manns
í læknasloppi með síðum ermum, heldur
í hugsunarhætti sem virðist seint ætla að
breytast. Til að mynda er það ekki svo sjald-
gæft að runa af kvenkyns læknum þrammi inn
á stofu sjúklings snemma morguns, kynni sig
og ræði við sjúklinginn um áætlun dagsins,
þegar hann loks spyr: „Hvenær kemur svo
læknirinn?” Bekkjarbræður okkar hafa einnig
haft orð á því að þegar þeir ganga stofugang
með kvenkyns lækni beini sjúklingar frekar
spurningum til þeirra, karlkyns nemanna,
en læknanna sjálfra. Ætla mætti að þessi
hugsunar háttur væri við varandi vegna þess
að lang flestir sjúk linganna eru eldri einstak-
lingar sem hafa varla þekkt annað en staðal-
myndina um hinn alvitra, virðulega, eldri
mann með hlustunarpípu. Auk þess er stór
hluti sérfræðilækna á virðulegum aldri og
hafa lært og starfað við annan tíðaranda. Velta
má fyrir sér ýmsum ástæðum en í lok dags er
staðreyndin einfaldlega sú að tíðarandinn er
nú annar. Árið 2020 er Ísland í efsta sæti á
lista Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic
Forum) um kynjajafnrétti og hefur verið það 11
ár í röð.1 Það er því merkilegt að kynjahlutfall
nemenda í læknisfræði njóti enn svo mikillar
athygli, mörgum árum eftir að raunverulega
breytingin átti sér stað.
Læknastéttin hefur þó óneitanlega tekið
miklum breytingum á síðustu áratugum eins
og samfélagið sem hún er hluti af. Framfara-
skref hafa verið tekin til þess að bæta vinnu-
umhverfi lækna með tilliti til jafnréttis-
sjónarmiða samhliða fjölgun kvenlækna. Þetta
er þó enn krefjandi umhverfi, sérstaklega fyrir
læknanema sem eru að stíga sín fyrstu skref
í klíník. Í þessu nýja umhverfi er auðvelt að
líða eins og litlu, óreyndu peði. Í þokkabót
er í læknisfræði lögð talsverð áhersla á
frumkvæði og dugnað. Á erilsömum dögum
er nauðsynlegt að hafa sig í frammi til þess að
gleymast ekki og tryggja að lærdómstækifæri
nýtist. Það hafa komið tímar þar sem höfundar
hafa velt fyrir sér: „Hafa konur sömu tækifæri
og karlar þegar kemur að lærdómstækifærum
á spítalanum?” Erfitt er að svara fyrrnefndri
spurningu hispurslaust játandi. Bæði er það
okkar reynsla að við stelpurnar látum almennt
minna í okkur heyra sem getur orðið til þess að
við missum af tækifærum og svo að þegar við
biðjum um tækifæri fáum við frekar höfnun.
Eftir mörg samtöl við nokkra bekkjarbræður
okkar höfum við komist að því að þeir virðast
oft komast fyrr heim úr verknámi og síður
festast í deildarvinnu. Það kom okkur mjög
á óvart því við, í okkar örvæntingarfullu
tilraunum til að sýna frumkvæði og biðja um
námstækifæri, höfðum hangið langtímum
saman á spítalanum til að ganga í augun
á deildarlæknum og misst svefn yfir að
hafa mögulega fallið í áliti hjá sérfræðingi.
Þörfin fyrir að sanna sig virtist einfaldlega
ekki vera jafn mikil meðal þeirra og margra
bekkjarsystranna. Velta mætti fyrir sér hvort
þörfin fyrir að sanna sig komi innan frá eða
hvort við stelpurnar þurfum einfaldlega
að gera meira til að fá sama gæðastimpil.
Kannski urðum við fyrir of miklum áhrifum
af fyrir myndum okkar í æsku og fetum í fót-
spor hinnar bráðgáfuðu og samviskusömu
Hermione Granger sem alltaf fylgir reglum en
fellur þó í skugga hins útvalda Harry Potters.
Nei, því miður er það ekki bara tilfinning
að konur þurfi að gera meira til að ná jafn
langt og karlkyns kollegar þeirra. Ein nýleg
rannsókn sýndi að tilvísunum frá læknum
til kvenkyns skurðlækna fækkar töluvert
eftir slæma útkomu í aðgerð á meðan þeim
fækkar lítið eða jafnvel ekkert eftir slæma
útkomu í samskonar aðgerðum hjá karlkyns
skurðlæknum. Ekki nóg með það heldur
fækkar tilvísunum frá lækni til allra kvenkyns
skurðlækna eftir slæma útkomu hjá einum
kvenkyns skurðlækni á meðan slæm útkoma
eins karlkyns skurðlæknis hefur ekki áhrif á
tilvísanir á aðra karlkyns skurðlækna.2
Þegar kennari í fyrirlestri varpar fram spurn-
ingu má einnig sjá hvernig stelpurnar hvísla
svarið sín á milli og kannski réttir einhver
upp hönd en svarið kemur nánast alltaf með
kalli frá einhverjum af bekkjarbræðrunum.
Vanmeta stelpur í læknadeild þekkingu sína
eða ofmeta strákar sína þekkingu sem veldur
því að þeir fá fleiri tækifæri? Í gegnum tíðina
hafa rannsóknir bent til þess að munur á
einkunnum milli kynja eykst ef dregið er frá
fyrir röng svör í krossaprófum.3,4 Konur sleppa
því frekar að svara ef dregið er niður fyrir
rangt svar og það kemur þá niður á einkunn.
Það virðist vera sem konur treysti þekkingu
sinni síður og taki færri áhættur. Í flestum
prófum í læknanáminu við Háskóla Íslands
er dregið frá fyrir röng svör. Það er ekki gert
í inntöku prófinu í læknisfræði.
Saga íslenskra kvenna í læknisfræði er meira
en 100 ára gömul. Brautryðjandinn Kristín
Ólafsdóttir var fyrsta konan til að útskrifast
sem læknir á Íslandi en það var árið 1917.
Hún var jafnframt fyrsta konan til þess að
útskrifast úr Háskóla Íslands. Fyrsti kvenkyns
prófessor Háskóla Íslands var einnig við
læknadeild en það var Margrét Guðnadóttir.
Konur í læknadeild voru því í fararbroddi
þegar kemur að menntun kvenna á Íslandi og
framgangi innan fræðasamfélagsins. Miðað
við þetta forskot á aðrar greinar mætti ætla að
læknasamfélagið væri í fararbroddi hvað varðar
jafnrétti kynjanna og framsækið hugarfar.
Þvert á móti er kynferðisleg áreitni álitin
vera sérstaklega viðvarandi vandamál á sviði
læknisfræðinnar og jafnvel meira vandamál en
á öðrum sviðum vísinda.5 #Metoo hreyfingin
varpaði ljósi á þá samfélagslegu meinsemd
sem kynferðisleg og/eða kynbundin áreitni
og/eða ofbeldi er og tóku konur innan
læknastéttarinnar virkan þátt í þeirri umræðu.
Þegar kemur að málefnum er varða jafnrétti
kynjanna er af ótal mörgu að taka. Tína mætti
saman efni fyrir óteljandi greinar um áreitni
bæði frá samstarfsfólki og sjúklingum, stöðu-
og launahækkanir, barneignir, kvenlíkamann í
læknavísindum og svo mætti lengi telja. Við
látum hins vegar hér við sitja. Á síðustu 100
árum hefur mikið unnist en betur má ef duga
skal og breyting verður ekki nema með opinni
umræðu. Þótt Ísland hafi fengið heiðurstitilinn
jafnréttisparadís er ekki þar með sagt að allri
baráttu sé lokið. Í þeirri baráttu verðum við öll
að leggja hönd á plóg, óháð kyni. Ekki spyrja:
„Eru bara konur í læknisfræði?“ ef þú ert ekki
til í að taka umræðuna alla leið. Hættum að
leggja áherslu á veru kvenna í læknisfræði og
bjóðum þær frekar velkomnar í klíníkina.
Kærar þakkir til skrifstofu læknadeildar fyrir
að taka saman gögn um kynjahlutfall nem-
enda í læknisfræði og kynjahlutfall kennara
við læknadeild.
1. Global Gender Gap Report 2020, 2019.
2. Sarsons, Heather. “Interpreting Signals in the Labor Market: Evidence
from Medical Referrals”. Working Paper, Harvard University, 2017.
3. Bathiga, Katherine. Gender Differences in Willingness to Guess.
Management Science 60, nr. 2 (2013): 4-7. doi: 10.1287/mnsc.2013.1776.
4. Coffman, Katherine B., Klinowski, David. “The Impact of Penalties for
Wrong Answers on the Gender Gap in Test Scores”. Working Paper,
Harvard University, 2018.
5. Choo, Esther K., Byington, Carrie L., Johnson, Niva-Lubin, Jagsi,
Reshma. “From #MeToo to #TimesUp in health care: can a culture of
accountability end inequity and harassment?”. The Lancet 393 (2019):
499-502. doi: 10.1016/S0140-6736(19)30251-X.
Heimildir: