Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 86

Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 86
Ólöf Sara Árnadóttir Bæklunar- og handarskurðlæknir Landspítala og formaður samskipta- og jafnréttisnefndar Læknafélags Íslands Tíðni áreitni er hærri í heilbrigðisgeiranum en í mörgum öðrum opinberum geirum, en gerendur geta verið bæði samstarfsmenn, yfir- menn og skjólstæðingar. Möguleg skýring á hærri tíðni er að valdaójafnvægið og stigveldið er sterkara innan heilbrigðisgeirans. Önnur skýring er að heilbrigðisstarfsfólk starfar við að stæður þar sem er mikið álag, oft seint á kvöldin þegar gangar eru tómir - kjörið umhverfi fyrir áreitni.1 Hugsanleg skýring á tíðni kynja mismununar og áreitni á Íslandi er hversu fáir vinnustaðir eru fyrir lækna og störf innan hverrar sérgreinar fá. Einstaklingurinn óttast neikvæð áhrif á starfsþróun, þorir ekki að rugga bátnum og mótmæla. Hvaða áhrif hefur kynferðisleg áreitni og kynja mismunun á heilbrigðisþjónustu? Hver ber ábyrgðina og hver er lykillinn að lausn vandans? Getum við dregið einhvern lærdóm af #MeToo byltingunni? Kynjamismunun (sexism) og kynferðisleg áreitni snýst ekki alltaf um eitthvað kynferðis- legt, heldur oft um það að sýna hver hefur valdið með því að niður lægja með orðum eða hegðun. Kynja mismunun er skilgreind sem for dómar eða mis munun sem byggist á kyni eða kynvitund einstaklingsins. Kynja mismunun getur beinst gegn hvaða einstak lingi sem er, en oftast gegn konum. Kynja mismunun hefur verið tengd við staðal- ímyndir og ákveðin kynjahlutverk og getur falið í sér þá trú að eitt kyn hafi í eðli sínu yfirburði yfir hitt. Kynbundin mismunun er sérstaklega skilgreind með tilliti til vinnu- staða, en mismununin byggist þar á siðum og venjum samfélagsins. Öfgarnar í kynja- mismunun birtast sem kynferðisleg áreitni og kynferðisofbeldi.2 Kynferðisleg áreitni er lýðheilsuvandamál, sem hefur áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þess sem fyrir henni verður. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi geta haft alvarlegar afleið- ingar, þar með talið þunglyndi, kvíða og áfalla streituröskun, með hættu á langvarandi veikindum. Ábyrgðin er skýr, en í 22. grein jafnréttis laga segir að atvinnurekendur og yfirmenn stofnana og félagasamtaka skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar, verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða skólum. Rannsókn frá því í júní 2018 um kynferðislega áreitni í læknisfræði á vegum National Academies of Sciences, engineering and medicine sýndi að tvöfalt fleiri læknanemar urðu fyrir kynferðis legri áreitni miðað við aðrar raun greinar. Næstum helmingur allra kven kyns lækna nema hafði orðið fyrir áreitni, annað hvort í læknadeild eða starfsnámi. Einungis 21% lækna nemanna, sem urðu fyrir áreitni eða annarri niður lægjandi hegðun, tilkynntu atvikið til viðeigandi aðila. Ástæðurnar fyrir því að þær tilkynntu ekki atvikin voru meðal annars: „Ég hélt ekki að neitt yrði gert í þessu“ (37%), „Atvikið virtist ekki nógu mikilvægt til að tilkynna “ (57%), „Ótti við refsingu“ (28%) og „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera“ (9%).1 Kynjamismunun viðgengst á vinnustöðum lækna LÆ K N IS F R Æ Ð I M E M E 8 6 S ke m m tie fn i o g pi st la r
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.