Læknaneminn - 01.04.2020, Page 87

Læknaneminn - 01.04.2020, Page 87
R it rý n t e fn i Í könn un um líðan og starfsaðstæð ur ís- lenskra lækna, sem Lækna fé lag Íslands lét gera í samstarfi við Forvarnir í októ ber 2018, sjást svipaðar tölur. Um 7% kven kyns lækna höfðu orðið fyrir kyn ferðis legri áreitni við vinnu síðastliðna þrjá mánuði og tæplega helmingur (47%) ein hvern tíma á starfs- ævinni. Sambærilegar tölur hjá körlum voru 1% og 13%. Könn un in náði til allra lækna, sem skráðir eru í Lækna fé lag Íslands og bárust svör frá 728 læknum eða ríflega helmingi allra lækna á Íslandi.3 Af tölunum að dæma virðist sem í starfs- umhverfi lækna og læknanema séu fjölmargir gerendur, en það er nú líklega ekki rétt. Lík- legri skýring er að þar séu fáeinir einstaklingar sem brjóta af sér og fjöldi fólks sem er með- virkt – samstarfsfólk sem verður vitni að áreitni en grípur ekki inn í. Þetta skapar vinnustaða menningu þar sem kynferðisleg áreitni er látin viðgangast. Yfirmenn þurfa að taka skýra afstöðu gegn kynferðislegri áreitni, sem felur í sér viðeigandi afleiðingar fyrir gerendur. Umburðarlyndi stjórnenda er einmitt einn helsti forspárþáttur um algengi kynferðislegrar áreitni á vinnustað.1 Lítið er af rannsóknum um gerendur og kynferðis lega áreitni. The New York Times gerði könnun árið 2017 í samstarfi við fræði- menn þar sem 615 karlar í fullu starfi voru spurðir um hegðun sína á vinnustað. Algeng- asta óæskilega hegðunin var áreitni, en það felur í sér að segja grófa brandara eða sögur og deila óviðeigandi myndböndum á vinnu- stað, en um 25% karlanna sögðust hafa gert að minnsta kosti eitt af þessu. Óæskileg kynferðis leg athygli eins og að snerta, gera athuga semdir við líkama einhvers eða bjóða samstarfs fólki á stefnumót eftir að hafa fengið neitun - um 10%. Sjaldgæfast var kynferðisleg þvingun, sem felur í sér að þrýsta á fólk til kynferðis legra athafna með því að bjóða umbun eða hóta hefndum, þó voru það um tvö prósent karlanna sem viðurkenndu að hafa gert slíkt nýlega.4 Hvað getum við gert til að breyta vinnustaða menningunni? Fræðsla um kynferðislega áreitni sem einblínir á þolendur og gerendur virðist ekki virka og getur í versta falli haft neikvæðar afleiðingar. Ein af neikvæðu afleiðingum #MeToo byltingarinnar er sú að sumir karlar forðast aðstæður þar sem þeir eru einir með konum af hræðslu við að vera sakaðir um áreitni. Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir starfsþróun kvenkyns lækna, þar með talið lækna nema. Rannsóknir sýna að kynferðisleg áreitni er líklegri til að eiga sér stað þar sem kvenkyns yfirmenn skortir og það að efla konur til ábyrgðarstarfa hefur reynst árangurs rík aðgerð gegn áreitni á vinnustað. Flestir yfirlæknar og kennarar í læknadeild eru karlar og tölur frá Bandaríkjunum sýna að einungis um 16% forsetar læknadeilda eru konur og um 25% prófessorar.5 Að efla áhorfandann og hvetja til aðgerða hefur einnig reynst vel. Ekki er þó mælt með að grípa inn í meðan á atvikinu stendur, þar sem hætta er á að setja þolandann í óþægilega stöðu. Áhorfandinn getur rætt við gerandann síðar með því að spyrja spurninga í stað þess að ráðast á viðkomandi: „Gerir þú þér grein fyrir hvernig þessar samræður komu út fyrir þig?” Einnig er mælt með því að tala opinskátt um óviðeigandi hegðun, eins og að spyrja samstarfsmenn: „Tókstu eftir þessu? Er ég einn/ein um að sjá atvikið í þessu ljósi?” Mikilvægastur er þó stuðningur við þolendur, en þolendum finnst þeir oft einir og kenna sjálfum sér um. Áhorfandinn veit oft ekki hvort þolandi upplifir samskiptin í lagi eða ekki, en hægt er að segja: „Ég sá það sem gerðist. Fannst þér þetta í lagi?” Ef ekki, mætti bjóðast til að fara með þolanda til næsta yfirmanns eða tilkynna atvikið á við- eigandi hátt.6 #MeToo byltingin hefur þegar haft já- kvæð, valdeflandi áhrif hjá íslenskum konum í læknastétt, sem hafa mótmælt kynja- mismunun, óæskilegri hegðun og orðum. Breyting á ómenningunni verður þó ekki án þátt töku karlkyns læknanema, almennra lækna og sérfræðinga. Við skulum ekki falla í gryfju „hvað með isma” (what about ism), en það er notað til að gagnrýna, skipta um umræðu efni eða til að koma ásökunum frá. Já, vissulega áreita konur líka og vissulega eru aðrir minnihlutahópar í mun verri stöðu en læknar, t.d. konur af erlendum uppruna sem glíma við fordóma og mismunun út frá stöðu, þjóðerni, kynþætti og kyni. Verum sammála um markmiðið - sem er góð vinnustaða- menning og jafnrétti kynjanna. Heimildir: 1. National Academies of Sciences, Engineering, and Medicine. 2018. Sexual Harassment of Women: Climate, Culture, and Consequences in Academic Sciences, Engineering, and Medicine. Washington, DC: The National Academies Press. https://doi. org/10.17226/24994 2. Sexism (Internet) 2020 (niðurhal 20. febrúar 2020). https://en.wikipedia.org/wiki/Sexism 3. “Íslenski læknirinn” Könnun á líðan og starfsaðstæðum íslenskra lækna. Stjórn Læknafélags Íslands og Ólafur Þór Ævarsson dr. med. geðlæknir Forvarnir 2018-2019. 4. We Asked 615 Men About How They Conduct Themselves at Work. The New York Times: Dec. 28, 2017. https://nyti. ms/2E3kKAd 5. Men’s fear of mentoring in the #MeToo era. What’s at stake for Academic Medicine? Dec. 6, 2018. N Engl J Med 2018; 379:2270- 2274. https://www.nejm.org/doi/10.1056/ NEJMms1805743 6. Sexual harassment training doesn´t work. But some things do. The New York Times: De. 11, 2017. https://nyti.ms/2kTud85 S ke m m tie fn i o g pi st la r 8 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.