Læknaneminn - 01.04.2020, Page 97

Læknaneminn - 01.04.2020, Page 97
R it rý n t e fn i S ke m m ti e fn i o g p is tl a r 9 7 „Fæðinga- og kvensjúkdómalækningar eru svo góð blanda af bæði medicine og kírúrgíu, krefst snarprar hugsunar, fingrafimi og oft snöggrar ákvarðanatöku. Þetta fag heldur manni alltaf á tánum, áhuganum uppi og er aldrei leiðinlegt.“ Ýr Frisbæk, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir „Fjölbreyttir sjúkdómar, góðkynja og illkynja og fjölbreyttur sjúklingahópur, ungir, gamlir og öll kyn.“ Elsa Björk Valsdóttir, kviðarholsskurðlæknir „Hún er spennandi, krefjandi, hröð, gleðileg, stundum sorgleg, líkamlega og andlega erfið og alveg ótrúlega mögnuð.“ Eva Jónasdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir „Ég veit ekki hvort sérgrein geti verið best. En taugalækningar eru spennandi af því að viðfangsefnið er heilinn, og þar með hugsun, hegðun, tilfinningar, kenndir og margt fleira spennandi. En eins og góður skurðlæknir sagði: ef iðrin virka ekki er eins víst að þau taki yfir hugsunina. Því er ég sammála.“ Haukur Hjaltason, taugalæknir „Allar sérgreinar eru mikilvægar. Engin ein sérgrein er betri en önnur. Húð- og kynsjúkdómar eru afskaplega áhugaverð sérgrein. Greinin er blanda af lyf-, skurð-, þvagfæraskurð-, barna- , krabbameins-, kvensjúkdóma- og öldrunarlækningum. Lýst hefur verið yfir 3000 húðsjúkdómum og það er því fjölbreytt flóra sjúkdóma sem blasir við þeim sem stunda þessa sérgrein. “ Bárður Sigurgeirsson, húð- og kynsjúkdómalæknir „Hún er ekki endilega best – heldur stærst!“ Halldór Jónsson jr, bæklunarlæknir „Innan nýrnalækninga færðu allar sér greinar ly flækninga í einum pakka og þar er klárlega mesti nördaskapurinn!“ Sunna Snædal, nýrnalæknir „Meltingarlækningar, kallast á ensku Gastroenterology and Hepatology. Sérgreinin er mjög fjölbreytt. Allir sérfræðingar framkvæma speglanir, sem flestum finnst skemmtileg tilbreyting fyrir lyflækni. Að auki geta sumir stundað sérhæfðar speglanir s.s. ERCP (endoscopic retrograde cholangio pancreatography) og EUS (endoscopic ultrasound). Lifrarlækningar eru vinsæl sérhæfing innan meltingarlækninga og erlendis er oft innifalið að vinna við lifrarígræðslur. Einnig er mikilvægur sjúklingahópur, sjúklingar með IBD (inflammatory bowel disease), sem krefst mikillar þekkingar í ónæmisfræði. Gríðarlegar framfarir hafa orðið í meðferð með fjölmörgum lyfjum sem hafa áhrif á ónæmiskerfið. Sjúklingahópurinn er mjög ungur miðað við aðrar sérgreinar lyflækninga. “ Einar Stefán Björnsson, meltingarlæknir „Meinafræði er fræðigreinin um sjúkdóma og hvernig þeir umbreyta frumum og vefjum líkamans í sjúku ástandi. Meina- fræðin tengist vel flestum öðrum sérgreinum læknisfræðinnar og einangrar sig ekki við t.d. eitt líffæri eða líffærakerfi. Grunnurinn að réttri meðferð sjúklinga byggist á réttri meinafræðigreiningu. Varðandi daglegt starf þá er meinafræðingurinn í því að „leysa gátur“ um sjúkt ástand vefja, sem þá geta skýrt einkenni sjúklings og gerir þetta sérgreinina einkar áhugaverða. Meinafræðingar vinna náið með öðrum læknum, enda er lykill að réttri greiningu sjúkdóms oft byggð góðri „klíníkó- patologískri“ samræmingu. Vinnutími meinafræðinga er þægilegur fyrir fjölskyldu, þar sem vaktabyrði er ekki íþyngjandi.“ Jón Gunnlaugur Jónasson, meinafræðingur „Af því að þar er skemmti- legasta fólkið.“ Eiríkur Jónsson, þvagfæraskurðlæknir „Sérgreinin mín er best vegna þess að hún sameinar handverk (t.d. berkjuspeglanir og ástungur á fleiðruvökva) og flókna lyflæknisfræði sem gaman er að glíma við og tengir saman smitsjúkdóma, gigtsjúkdóma, hjartasjúkdóma og fleira við lungnasjúkdóma.“ Sigríður Ólína Haraldsdóttir, lungnalæknir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.