Læknaneminn - 01.04.2020, Page 102
S
ke
m
m
ti
e
fn
i
o
g
p
is
tl
a
r
10
2
Læknanemaheilkenni
Hefur þér einhvern tímann liðið eins og allir séu
meira með á nótunum en þú?
a Já, mér líður stöðugt þannig
b Já, er oft annars hugar við að skima líkama minn fyrir
einkennum
c Nei, ég er alltaf með nýjustu rannsóknir á bak við mig
d Já, maður getur ekki verið með allt á hreinu
e Nei, aldrei
Hvað hugsar þú þegar verið er að tala um
alvarlegan sjúkdóm í fyrirlestri?
a Þú ert að heyra um þetta í fyrsta skipti en þér finnst eins og
allir í kringum þig viti nákvæmlega um hvað er verið að tala
b Þér finnst þú uppfylla öll skilmerki sjúkdómsins og hefur
miklar áhyggjur
c Þú flettir strax upp á pubmed hve margar meta-analýsur eru á
bak við það sem kennarinn er að segja
d Vinur þinn er að glósa þetta, þú getur haldið áfram að plana
djamm helgarinnar
e Þú lætur þig dreyma um að greina og meðhöndla einhvern með
þennan sjúkdóm á vaktinni á eftir
Sérfræðingur grillar þig og þú veist ekki svarið.
Þú hugsar:
a Guð minn góður, nú kemst upp að ég veit ekki neitt, mér
verður útskúfað úr læknadeild
b Hækkandi púls, finn að ég er að svitna, guð ég er bara að svitna
öðrum megin í andlitinu, hvern get ég beðið um að panta CT
thorax af mér
c Ég veit alltaf svarið við svona grilli
d Jæja, maður getur ekki vitað allt
e Þessi sérfræðingur veit ekkert hvað hann er að tala um, auk þess
sem spurningin var ekki klínískt relevant
Vinur kvartar undan verk í öxlinni og spyr þig
ráða. Þú svarar:
a Ég ráðlegg þér að leita á heilsugæsluna
b Guð minn góður, ég er líka með svona verk!
c Ég var að lesa grein þar sem niðurstöður sýndu að verkur í öxl
er ekki áreiðanlegt einkenni
d Hefurðu prófað að taka íbúfen?
e Þú ferð strax í að gera fulla axlarskoðun og greinir sjaldgæfa
meinsemd
Hver er helsti kostur góðs maka?
a Hughreystandi
b Aðgangur að CT tæki
c Gáfur
d Húmor
e Aðdáun
Það er próf í fyrramálið, þínar hugsanir eru:
a Núna hlýt ég að falla, ég hef komist allt of langt á heppninni
b Í þessari prófatíð hef ég greint mig með athyglisbrest, kvíða og
alvarlegan colitis
c Próf eru uppskeruhátíð, tækifæri til að sýna allt sem ég hef lesið
d Loksins, bara 12 tímar í próflokapartý
e Próf segja ekkert, ég veit að ég er frábær klíníker
Uppáhalds læknaþættir?
a Grey’s Anatomy
b House
c Eyði ekki tíma mínum í fictional læknisfræði
d Scrubs
e ER
Þú hittir vinkonu mömmu þinnar í Kringlunni,
hún spyr hvað þú sért aftur að gera. Þitt svar er:
a Ég er bara í háskólanum
b Ég er í læknisfræði, langaði að læra allt um líkamann til að geta
verið vakandi fyrir einkennum alvarlegra sjúkdóma hjá mér
c Ég er í læknisfræði, það felur í sér 3 ára nám til bachelor gráðu
sem endar með rannsóknarverkefni, tek síðan 3 ára cand. med
gráðu og ætla að taka doktorsgráðu samhliða því
d Ég er í lækninum
e Ég er svo gott sem læknir
Hvert er aðal lesefnið fyrir próf?
a Allir glærupakkarnir frá kennaranum, allar glósur sem ég kemst
yfir, kennslubókin og gömul próf
b Web MD
c New England Journal of Medicine
d Glósur frá vinum
e Þarf ekki að lesa, er með svo mikla klíníska reynslu
Hverja af eftirfarandi persónum tengir
þú mest við?
a Elliot Reid
b George O’Malley
c Christina Yang
d Chris Turk
e Gregory House