Læknaneminn - 01.04.2020, Page 111

Læknaneminn - 01.04.2020, Page 111
R it rý n t e fn i S ke m m ti e fn i o g p is tl a r 11 1 frammistöðukvíða og tilheyrandi meltingar- truflanir svo best er að forðast þessi svæði. Hringbraut Ekki er eins gott úrval staða til að skjóta brúnum á Hringbrautinni í samanburði við Fossvoginn. Þó er eitt gott, vel falið og úr alfara leið, í kjallara kvennadeildar- byggingarinnar. Það er staðsett fyrir utan kennslu stofuna Ská sali og þegar ekki er verið að kenna þar þá er lítill um gangur og því tilvalið að tylla sér á dolluna. Ef svo ber við að manni er akkúrat mál klukkan 10:00 þá mælum við sérstaklega með því að læknanemar nýti sér salerni í búningsklefa skurðstofustarfsmanna. Þá um morguninn eru akkúrat allar aðgerðir farnar í gang og því lítill sem enginn umgangur. Því er kjörið að grípa gæsina og skutla krökkunum í laugina (drop the kids off at the pool). Utan þess tíma er yfirleitt mikið um að vera í klefanum og því ólíklegra að maður komist óséður af vettvangi. Uppi á fjórðu hæð spítalans, þar sem Súðin (himnaríki læknanema) tekur hlý og björt á móti manni, er að finna eina gersemi. Gersemin er staðsett á fjórðu hæðinni inni á 14D, rétt framhjá skrifstofu Karls nokkurs Andersens. Því er viðbótaránægja að kasta kveðju á hann á leið sinni að tefla við páfann. Gersemin er læst með talnalás en í þágu læknanema þá er kóðann að finna innan á hurð Súðarinnar. Geðdeildin Geðdeildin er konungshöll kamranna. Þar er að finna hin ágætustu hásæti, nánast á hverri hæð. Drottning kamranna er staðsett á fjórðu hæðinni á stigapallinum framan við skrifstofuganginn sem leiðir að Fræðasetrinu. Þar er sjaldan nokkur á ferli og lítill skjólveggur fyrir framan hurðirnar svo maður kemst óséður að ganga örna sinna. Einungis læknanemar á geðkúrsinum og starfsmenn geðdeildar hafa lykil að þessari dásemd svo ekki þýðir að ætla að gera sér ferð milli húsa í þessum tilgangi. Læknagarður Fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í læknisfræði er næsta postulín tryggur vinur í neyð. Að sama skapi ef allt annað þrýtur hjá lengra komnum og neyðin er megn þá má gera sér ferð og heimsækja gamalkunnan vin á annarri hæð í Læknagarði. Hér erum við að sjálfsögðu að vísa í fatlaðrasalernið sem hefur skotið skjólshúsi yfir margan lækna nemann í gegnum árin. Hugur okkar er hjá þeim sem hafa ekki þorað í þetta verkefni (að ganga örna sinna innan veggja spítalans) og hafa þjáðst af magapínu til margra ára. Þeir geta vonandi nýtt sér þessa litlu grein til þess að létta þann þunga kross sem þau hafa þurft að bera. Viljum við þó enda þessa grein á lítilli hugvekju þar sem við biðlum til fólks að opna hug sinn fyrir því að þetta er athöfn sem allir þurfa að stunda reglulega og ætti því ekki að valda slíku hugarangri líkt og raunin er. Hugheilar hægðakveðjur, Birgitta og Lilja Dögg LÆ K N IS F R Æ Ð I M E M E S ke m m tie fn i o g pi st la r 11 1 LÆKNANEMINN EXCLUSIVE
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.