Læknaneminn - 01.04.2020, Page 117

Læknaneminn - 01.04.2020, Page 117
R it rý n t e fn i S ke m m ti e fn i o g p is tl a r 11 7 kynnti krabbameins meðferðir út frá klínísku sjónarhorni á tilfella miðaðan hátt og í kjölfarið ræddi Huan Song um tengsl álags, streitu og krabbameina ásamt umfjöllun um vísindarannsóknina Áfallasögu kvenna. Vinnustofur ráðstefnunnar voru fimm talsins og skiptust upp í eftirfarandi umfjöllunarefni: einkenni krabbameins, skimun fyrir krabbameini, heilbrigt BMI, bólusetningar og síðast en ekki síst rafrettur og reykingar. Markmið vinnustofanna var að ráðstefnugestir nýttu sem best fróðleik fyrirlestranna og byggju til auðframkvæmanleg forvarnarverkefni sem þeir gætu hrint af stað í heimalandi sínu. Vinnustofunum var vel leiðbeint og umsjón með þeim höfðu Anna Kristín Gunnarsdóttir, Hannes Halldórsson, Hjálmar Ragnar Agnarsson, Jón Magnús Jóhannesson, Kristín Hulda Gísladóttir, Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen, Sæmundur Rögnvaldsson og Þórdís Þorkelsdóttir, sem öll fengu mikið lof fyrir kennslugleði sína og fróðleik. Á þriðja og síðasta ráðstefnudegi var rætt um líf með og eftir sjúkdóm. Sigrún Lillie Magnúsdóttir frá Krabbameinsfélaginu fjall- aði um algengustu tilfinningar og sálarleg vanda mál sem fólk upplifir við greiningu eða eftir krabbamein og krabbameinsmeðferð. Ráðstefnunni lauk með frábærum fyrirlestri um starfsemi Krafts frá Huldu Hjálmarsdóttur og reynslusögu Jónatans Jónatanssonar um að greinast með krabbamein og vera í krabbameinsmeðferð. Þessi endir á ráð- stefnunni veitti læknanemum mikilvæga sýn í upplifun sjúklinga, skapaði líflegar umræður og áhuginn leyndi sér ekki. FINO er einstök ráðstefna fyrir þær sakir að ráðstefnan snýr ekki eingöngu að fræðslu á fyrirlestraformi og umræðum. Skipulagning felst einnig í utanumhaldi skemmtidagskrár til að efla kynni ráðstefnugesta, sjá fyrir gistingu og samgöngum ásamt því að elda góðan mat fyrir hópinn. Menning íslenskra háskólanema var vel kynnt fyrir ráðstefnugestum með ýmiss konar leikjum, sundferð, vísindaferð, barbrölti og galakvöldi sem hristi hópinn vel saman og skapaði margar minningar. Eir Starradóttir, matráður skipulagsnefndarinnar, töfraði fram ljúffengar máltíðir alla ráðstefnuna en Arna Kristín Andrésdóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Birgitta Ólafsdóttir eiga sérstakar þakkir skildar fyrir veitta aðstoð á gala kvöldi ráð- stefnunnar. Í síðustu útgáfu Læknanemans var stiklað á stóru um alþjóðasamstarf læknanema, norrænt samstarf og FINO hér á Íslandi. Það er því mjög ánægjulegt að geta greint frá einstaklega vel heppnaðri ráðstefnu. Á sama tíma er sérstakt að hugsa til þess að þessi rótsterka ráðstefnuhefð norrænna læknanema verði ekki á sínum stað næstkomandi nóvember í Noregi vegna heimsfaraldursins. Skipulagsnefndir Noregs og Finnlands slá þó ekki slöku við og hyggjast halda tvær ráðstefnur árið 2021 svo gleðin verður tvöfalt meiri það árið. Ég vil ljúka þessum pistli á að þakka skipulagsnefndinni fyrir framúrskarandi starf, duglegri og metnaðarfyllri hóp tíu einstaklinga er erfitt að finna. Skipulagsnefnd FINO þakkar öllum þeim frábæru vísinda- og fræðimönnum sem komu að ráðstefnunni, Krabbameinsfélaginu, Engilberti og Læknadeild fyrir alla sína aðstoð. Síðast en ekki síst þakkar nefndin styrktaraðilum ráðstefnunnar innilega fyrir, Nordic Culture Point, Association of European Cancer Leagues, Fisk Seafood, Fastus, Vistor, Nettó og Matstöðin. Skipulagsnefnd FINO 2019 skipuðu: Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir, Eir Starradóttir, Helga Líf Káradóttir, Herdís Hergeirsdóttir, Hjördís Ásta Guðmundsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Signý Rut Kristjánsdóttir, Sólveig Bjarnadóttir, Teitur Ari Theodórsson og Thelma Kristinsdóttir.LÆ K N IS F R Æ Ð I M E M E S ke m m tie fn i o g pi st la r 11 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.