Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2020, Qupperneq 126

Læknaneminn - 01.04.2020, Qupperneq 126
R a n n s ó kn a rv e rk e fn i þ ri ð ja á rs n e m a 12 6 skertan tilfinningaþroska. Markmið þessa verkefnis voru að kanna tengsl fæðingarþyngdar og 5 mínútna Apgarstigunar fullburða barna við útkomu þroskaprófa við fimm ára aldur, félagslega líðan og streitueinkenni á unglingsárum. Efniviður og aðferðir: Gögnin eru hluti af gagnasafni Lifecourse rannsóknarinnar en þau fengust úr Fæðingarskrá Embættis landlæknis, frá Heilsugæslu og úr spurningakönnun um félagslega líðan. Þar eru upplýsingar um börn sem fæddust á Íslandi árið 2004 en þau voru 2227 sem tóku þátt. Einnig voru notaðar niðurstöður úr lífssýnum frá hluta hópsins þar sem mældur var styrkur kortisóls í munnvatni. Börnunum var skipt í 3 hópa eftir fæðingarþyngd: Lág fæðingarþyngd (<2500g), eðlileg fæðingarþyngd (2500-4500g) og há fæðingarþyngd (³4500g). Þeim var einnig skipt í 2 hópa eftir 5 mínútna Apgar: Lágur Apgar (3-6) og eðlilegur Apgar (7-10). Aðhvarfsgreining með almennum línulegum og tvíkosta líkönum var notuð í niðurstöðum ásamt kí-kvaðrat prófi. Niðurstöður: Engin marktæk tengsl fengust í niðurstöðum um mun á hópum eftir fæðingarþyngd eða Apgar. Börn með eðlilegan Apgar virtust hlutfallslega oftar skora 10 á þroskaprófum (73,9%) en börn með lágan Apgar (60%) (p=0,527). Meðaleinkunn þroskaprófs hjá börnum með lágan Apgar var svipuð og hjá börnum með Apgar 7, 8, 9 og 10 en sambandið er ekki línulegt og ekki marktækt. Hvorki flokkaður Apgar né Apgar skoðaður út frá hverju stigi hafði tengsl við þroskapróf. Þessu var öfugt farið með fæðingarþyngd en meðaleinkunn þroskaprófa hjá léttburum var ómarktækt hærri (9,80) en hjá börnum með eðlilega fæðingarþyngd (9,60) og þungburum (9,56) en ekki voru marktæk tengsl. Lágur Apgar og lág fæðingarþyngd höfðu ekki marktæk tengsl við aukin þunglyndiseinkenni né aukin kvíðaeinkenni. Meðalstigafjöldi barna með lágan Apgar var hærri í spurningu um þunglyndi og félagskvíða en lægri í spurningu um líkamleg kvíðaeinkenni og samanlögð kvíðaeinkenni. Meðalstigafjöldi léttbura var hærri heldur en barna með eðlilega fæðingarþyngd í öllum spurningunum. Ekki reyndust heldur vera tengsl milli Apgars og streitueinkenna, CAR-gildis (cortisol awakening response), eða fæðingarþyngdar og CAR-gildis. Ekki var marktækur munur á CAR-gildi milli mismunandi Apgarstiga 7-10. Ályktanir: Ekki fundust marktæk tengsl milli lágs Apgars og lágrar fæðingarþyngdar við breytur um þroska barns, andlega líðan og streitumerki á unglingsárum. Mögulega er hægt að skýra þetta af góðri fæðingarhjálp og meðferð nýbura á Íslandi. Frekari rannsókna er þörf á stærri hópum. Þótt rannsóknin hafi náð yfir heilan árgang barna á Íslandi þá var þátttaka ekki nægileg og gögn ekki nógu fullkomin. Járnhagur íslenskra blóðgjafa í Blóðbankanum 1997-2018 Erla Gestsdóttir1, Anna Margrét Halldórsdóttir1,2, Magnús Karl Magnússon1,3 og Sigrún Helga Lund3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Blóðbankinn, 3Íslensk erfðagreining Inngangur: Járnskortur er þekkt vandamál meðal blóðgjafa. Járnskortur getur leitt til blóðleysis og valdið einkennum ótengdum blóðleysi eins og þreytu, skertri vitrænni getu og minnkuðu þreki. Við hverja blóðgjöf tapa karlar um 7% en konur um 11% af meðaljárnbirgðum sínum. Ekki eru allir blóðgjafar í sömu hættu á að fá járnskort og sýnt hefur verið fram á að kyn, aldur, tíðahvörf, fjöldi blóðgjafa og tími frá seinustu blóðgjöf hafa áhrif á járnbirgðir. Verkefnið miðaði að því að skoða dreifingu járn- og blóðhags blóðgjafa í Blóðbankanum, auk þess skoða tíðni járnskorts og blóðleysis við nýskráningu og blóðgjöf. Ferritín hefur verið notað sem mælikvarði á járnhag allra nýskráðra blóðgjafa í Blóðbankanum um langt skeið en hefur einnig verið mælt hjá virkum blóðgjöfum í vissum tilvikum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til þeirra blóðgjafa sem höfðu gefið heilblóð eða verið nýskráðir á árunum 1997-2018 og sem einnig áttu niðurstöður blóðhags og/eða serum ferritínmælinga í ProSang tölvukerfi Blóðbankans. Járnhagur blóðgjafa og járnskortur (ferritín <15 µg/l) voru metin út frá serum ferritíngildum. Notast var við blóðrauðagildi (hemoglobin) til að skoða dreifingu blóðhags og tíðni blóðleysis meðal blóðgjafa. Blóðleysi var skilgreint sem blóðrauðagildi <130 g/l fyrir karla og <120 g/l fyrir konur. Niðurstöður: Ferritín mældist að meðaltali 106 ± 71,3 µg/l hjá nýskráðum karlkyns blóðgjöfum og 38,4 ± 30,0 µg/l hjá nýskráðum kvenkyns blóðgjöfum (p<0.001). Við nýskráningu voru 10,4% kvenna með járnskort en aðeins 0,4% karla (p<0.001). Hjá virkum blóðgjöfum, sem áttu ferritínmælingu, var tíðni járnskorts 26,2% meðal kvenna en 8,8% meðal karla (p<0.001). Hjá konum mældust ferritíngildi hæst í aldurshópnum 50-65 ára bæði við nýskráningu (66,1 ± 56,9 µg/l) og hjá virkum gjöfum (33,5 ± 24,5 µg/l). Fjöldi fyrri blóðgjafa hafði áhrif á ferritíngildi karla sem fóru marktækt lækkandi með auknum fjölda blóðgjafa að 30.-39. blóðgjöf. Tíðni járnskorts var hærri hjá konum sem höfðu gefið blóð 1-9 sinnum (28,3%) en hjá konum sem aldrei höfðu gefið blóð (9,4%) eða höfðu gefið 10-19 sinnum (24,7%, p<0.05). Tíðni járnskorts fór hækkandi með auknum fjölda blóðgjafa að 10.-19. blóðgjöf hjá körlum. Virkir blóðgjafar höfðu marktækt lægri blóðrauðagildi en nýskráðir blóðgjafar hjá báðum kynjum (p<0.001), en munur á blóðrauðagildum hópanna var þó lítill, eða < 2,5 g/l. Ályktanir: Hluti blóðgjafa nær ekki að endurnýja járnbirgðir sínar milli blóðgjafa. Ferritíngildi í blóði voru mun lægri og tíðni járnskorts hærri hjá kvenkyns en karlkyns blóðgjöfum, en tíðni járnskorts var hæst hjá ungum konum. Blóðleysi var mjög fátítt sem gæti endurspeglað að blóðgjöfum með lág ferritíngildi er vísað frá áður en járnskortur nær að hafa áhrif á blóðmyndun. Niðurstöðum fyrir virka gjafa þarf þó að taka með fyrirvara þar sem ferritín hefur lengst af ekki verið mælt við hverja blóðgjöf. Til að rannsaka járnhag virkra blóðgjafa nákvæmlega þyrfti að gera ferritínmælingar við hverja blóðgjöf og mæla breytingar á járnhag á milli einstakra blóðgjafa. Er hægt að spá fyrir um dvalarlengd á gjörgæsludeild eftir kransæðahjáveituaðgerð? Erla Liu Ting Gunnarsdóttir1, Tómas Guðbjartsson1,2, Martin Ingi Sigurðsson1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Hjarta­ og lungnaskurðdeild Landspítala og 3Svæfinga­ og gjörgæsludeild Landspítala Inngangur: Eftir kransæðahjáveituaðgerð eru sjúk- lingar færðir á gjörgæsludeild þar sem flestir dveljast í sólarhring. Sumir þurfa þó lengri gjörgæsludvöl af ýmsum ástæðum. Fjöldi gjörgæslurúma á Íslandi er takmarkaður og jafnframt gerir skortur á hjúkrunar- fræðingum það að verkum að ekki er hægt að nýta til fulls þau rúm sem eru í boði. Plássleysi á gjörgæsludeild er algengasta ástæða þess að stærri skurðaðgerðum er frestað á Landspítala, en í fyrra var rúmlega þriðjungi allra hjartaaðgerða frestað af þeim sökum. Frestun aðgerða er kostnaðarsöm og veldur sjúklingum vanlíðan. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi og áhættuþætti þess að sjúklingar dveljist lengur á gjörgæsludeild en sólarhring í kjölfar kransæðahjáveitu, með það að markmiði að auðvelda skipulag á starfsemi bæði gjörgæslu og legudeildar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala á árunum 2001- 2018. Skráðar voru upplýsingar um fjölda legudaga, bæði á gjörgæslu og legudeild. Einnig var fyrra heilsufar skráð, þ.á.m. áhættuþættir kransæðasjúkdóms, aldur, kyn og líkamsþyngdarstuðull, auk upplýsinga um aðgerðina sjálfa og snemmkomna fylgikvilla eftir hana. Sjúklingar sem lágu inni á gjörgæslu í sólarhring eða skemur voru bornir saman við þá sem lágu þar lengur. Lifun var áætluð með aðferð Kaplan-Meiers og forspárþættir dvalarlengdar á gjör- gæslu fundnir með lógistískri aðhvarfsgreiningu. Útbúinn var áhættureiknir út frá niðurstöðum fjölþátta lógistískrar aðhvarfsgreiningar, sem áætlar líkur á lengri gjörgæsludvöl en sólarhring eftir kransæðahjáveituaðgerð. Niðurstöður: Af 2177 sjúklingum þurftu 19,8% lengri gjörgæsludvöl en sólarhring og var miðgildi legutíma þessara sjúklinga á gjörgæslu 3 sólarhringar (meðaltal 5,7, bil: 2-42). Sjúklingar sem lágu lengur en sólarhring á gjörgæslu voru liðlega 2 árum eldri, voru oftar konur (23% sbr. 16%, p=0,001) og höfðu oftar áhættuþætti kransæðasjúkdóms og sögu um hjartasjúkdóma, m.a. nýlegt hjartaáfall. Auk þess var EuroSCORE II gildi þeirra hærra (4,7 sbr. 1,9, p<0,001), oftar saga um nýrnabilun og krónískan lungnasjúkdóm og þeir tóku oftar segavarnarlyf eins og klópídógrel, aspirín og heparín fyrir aðgerð. Tíðni bæði snemmkominna og langtímafylgikvilla var aukin, þ.á.m. enduraðgerða vegna blæðingar. Loks var langtímalifun þeirra marktækt síðri en sjúklinga í viðmiðunarhópi (78% sbr. 93% fimm árum frá aðgerð, p<0,001). Áhættureiknir sem áætlar líkur á lengri gjörgæsludvöl en sólarhring má finna á slóðinni: https://notendur.hi.is/mingi/calculator. html. Ályktanir: Tæplega fimmti hver sjúklingur þarf lengri gjörgæsludvöl en sólarhring eftir kransæðahjáveitu á Landspítala. Ýmsir áhættuþættir spá fyrir um lengri gjörgæsludvöl eftir kransæðahjáveitu, sérstaklega hár aldur og EuroSCORE II. Í bígerð er að rannsaka hversu vel áhættureiknir sem byggist á niðurstöðum þessarar rannsóknar nýtist við skipulagningu kransæðahjáveituaðgerða á Íslandi. Brátt kransæðaheilkenni eftir skurðaðgerðir á Íslandi Gissur Atli Sigurðarson Ágrip barst ekki. Ferlar að baki BLIMP1 miðlaðrar lifunar í Waldenströmæxlum Guðrún Karlsdóttir1, Erna Magnús­ dóttir1,2, Árný Björg Ósvaldsdóttir1,2 1Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Lífvísindasetur Inngangur: Waldenström macroglobulinemia (WM) er sjaldgæft og ólæknandi eitilfrumukrabbamein af non-Hodgkins gerð. Helsta birtingarmynd sjúkdómsins er hækkun á einstofna IgM í blóði og íferð eitil- og plasmafrumulíkra frumna í beinmerg. BLIMP1 er umritunarþáttur sem gegnir mikilvægu hlutverki í plasmafrumuþroska. BLIMP1 miðlar lifun plasmafrumna en rannsóknir hafa einnig sýnt fram á mikilvægi umritunarþáttarins í lifun mergæxlisfrumna. Waldenström macroglobulinemia svipar að mörgu leyti til mergæxla. Niðurstöður rannsóknarhóps Ernu Magnúsdóttur benda til þess að BLIMP1 eigi einnig þátt í að miðla lifun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.