Læknaneminn - 01.04.2020, Page 127

Læknaneminn - 01.04.2020, Page 127
R a n n s ó kn a rv e rk e fn i þ ri ð ja á rs n e m a 12 7 Waldenströmfrumna. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa frekara ljósi á mögulegt hlutverk BLIMP1 í lifun Waldenströmfrumna. Efniviður og aðferðir: Unnið var með Waldenström macroglobulinemia frumulínuna RPCI-WM1 sem búið var að erfðabreyta með doxycycline ræsanlegu microRNA gegn umritunarþættinum BLIMP1. Notast var við tvær gerðir erfðabreyttra RPCI-WM1 frumna þar sem önnur gerðin skráði fyrir microRNA sem tengdist BLIMP1 umriti og sló það þannig niður en síðan voru frumur með microRNA sem gat ekki bundist BLIMP1 umriti notaðar sem viðmið. Áhrif BLIMP1 niðursláttar á RPCI-WM1 frumurnar voru skoðuð. Gerðar voru mótefnalitanir þar sem litað var fyrir apoptósuvísinum klofnum kaspasa-3 og cyclinB1 sem er tjáð í mítósu. Styrkur klofins kaspasa-3 og cyclinB1 merkisins í mótefnalitununum var síðan magngreindur með hjálp forritsins CellProfiler. Einnig var skoðað hvort PFT-a (p53 hindri) og koffín (ATM hindri) gætu bjargað frumunum frá apoptósu. Frumurnar voru meðhöndlaðar með stigvaxandi styrk etoposide sem veldur DNA-skemmdum og athugað var hvort 10µM PFT-a eða 1mM koffín gætu bjargað frumunum. Resazurin lifunarmælingu var beitt til að skoða lifun frumnanna eftir 48 tíma meðhöndlun. Allar tilraunir voru endurteknar þrisvar sinnum. Niðurstöður: Fleiri RPCI-WM1 frumur með BLIMP1 niðurslátt sýndu merki um klofinn kaspasa-3 en frumur með BLIMP1 (p=0,1765). CyclinB1 tjáning RPCI-WM1 frumna með BLIMP1 niðurslátt var lítillega aukin samanborið við viðmið (p=0,2876). Hvorki PFT-a né koffíni tókst að koma í veg fyrir apoptósu af völdum etoposide meðhöndlunar. Báðir hindrarnir höfðu eitrandi áhrif á frumurnar. Ályktanir: Aukinn fjöldi RPCI-WM1 frumna sem sýndi merki um klofinn kaspasa-3 í kjölfar BLIMP1 niðursláttar bendir til að BLIMP1 niðurslátturinn hafi haft í för með sér aukna apoptósu sem gæti ýtt undir mikilvægi BLIMP1 í að miðla lifun frumnanna. Aukin tjáning CyclinB1 í kjölfar BLIMP1 niðursláttar gæti bent til þess að frumurnar komist í gegnum G2/M eftirlitsstöðina og geti hafið mítósu. Vanvirkni PFT-a er í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna en hins vegar mætti prófa fleiri styrkleika af bæði PFT-a og koffíni og skoða hver áhrifin verða. Meðfæddir efnaskipta sjúkdómar á Barnaspítala Hringsins 2003-2018 Guðrún Svanlaug Andersen1, Sigurður Einar Marelsson1,2, Brynja Kristín Þórarinsdóttir1,2, Hans Tómas Björnsson1,3, Leifur Franzson1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barna spítali Hringsins, 3Erfða­ og sameindalæknisfræðideild LSH Inngangur: Meðfæddir efnaskiptasjúkdómar eru sjaldgæfir erfðasjúkdómar sem orsakast af galla í efnaskiptaferlum líkamans. Þeir geta valdið uppsöfnun á efnum sem hafa eituráhrif á líkamann, eða leitt til þess að líkaminn getur ekki notað næringarefni á réttan hátt. Einkenni meðfæddra efnaskiptasjúkdóma eru mjög fjölbreytt, allt frá einkennalausum sjúkdómum til alvarlegra sjúkdóma sem leiða sjúklinga til dauða á unga aldri. Markmið rannsóknarinnar var að fá yfirlit yfir börn með meðfædda efnaskiptasjúkdóma á Íslandi, greiningaraðferðir og afdrif þeirra. Efniviður og aðferðir: Framkvæmd var afturskyggn lýsandi rannsókn. Rannsóknin náði til allra barna sem leituðu á Barnaspítala Hringsins á árunum 2003- 2018 vegna meðfæddra efnaskiptasjúkdóma. Upplýs- ingar um kennitölur voru fengnar frá Hagdeild, Erfða- og sameindalæknisfræðideild LSH og frá læknum á Barnaspítala Hringsins og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Sjúkraskrár barnanna voru skoðaðar ítarlega og upplýsingar skráðar í gagnagrunn rannsóknarinnar. Notast var við Microsoft Excel og R Studio við úrvinnslu gagnanna. Niðurstöður: Alls voru 46 börn sem uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar. Flest börnin greindust með galla í leysikornum, eða 15 börn. Að meðaltali greindust 2,9 börn á ári og var nýgengi meðfæddra efnaskiptasjúkdóma á tímabilinu 65:100.000. 12 barnanna létust á tímabilinu, 10 eru lifandi en þroskaskert og 24 eru lifandi án þroskaskerðingar. Af börnunum í rannsókninni voru 28 (62,2%) með einkenni vegna sjúkdómsins en 17 (37,8%) voru einkennalaus. Flest börnin greindust með genarannsóknum eða 22 börn, 14 börn greindust með nýburaskimun og sjö börn greindust með öðrum efnaskiptaprófum. Ályktanir: Nýgengi meðfæddra efnaskiptasjúkdóma á Íslandi hefur hækkað ef niðurstöðurnar eru bornar saman við fyrri rannsókn frá árunum 1983- 2003. Aukið nýgengi má líklega rekja til bættra greiningaraðferða, en þær hafa þróast töluvert frá fyrri rannsókn. Genarannsóknir eru gerðar í vaxandi mæli auk þess sem sífellt fleiri sjúkdómar eru greindir með reglubundinni nýburaskimun. Það er okkar von að rannsóknin gefi góða mynd af meðfæddum efnaskiptasjúkdómum hjá börnum á Íslandi og auki almenna þekkingu og vitund á sjúkdómunum. Tengsl óeðlilegs blóðhags við bráða og langtíma fylgikvilla eftir skurðaðgerð Halldór Bjarki Ólafsson1, Gísli H. Sigurðsson1,2, Þórir Einarsson Long1,3, Martin Ingi Sigurðsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Svæfinga­ og gjörgæsludeild og 3Lyflækningasvið Landspítalans Inngangur: Mæling á blóðhag er gerð til undir- búnings nær allra stærri skurðaðgerða og við mat á sjúkdómsgangi kjölfar aðgerða. Um langt skeið hefur verið notast við sjálfvirka mælingu á blóðhag sem m.a. gefur upplýsingar um eiginleika rauðra blóðkorna sem fæst með flæðismælingum (e. flow cytometry), þar á meðal meðalstærð þeirra (e. mean corpuscular volume , MCV) og stærðardreifni (e. red cell distribution width, RDW). Ýmislegt bendir til að þessar mælistærðir megi nýta til að meta bráð- og langvinn bólguviðbrögð í líkamanum, og hefur aukið RDW verið tengd við hærri dánartíðni í almennu þýði eldri einstaklinga sem og sjúklinga með hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein. Þá tengist hækkað RDW einnig lakari skammtíma og langtíma lifun gjörgæslusjúklinga. Hér voru tengsl milli RDW og bráðra og langvinnra fylgikvilla eftir skurðaðgerðir á Íslandi könnuð. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var aftursýn þýðisrannsókn sem náði til allra skurðaðgerða, að undanskildum opnum hjartaskurðaðgerðum, sem fóru fram á Landspítalanum á árunum 2005- 2015 hjá einstaklingum 18 ára og eldri. Unnið var með gagnagrunn sem unninn var með samkeyrslu 7 gagnagrunna sem tóku til 998 skráningarbreyta aðgerðasjúklinga. Rannsóknarhópurinn samanstóð af 42,170 aðgerðum sem framkvæmdar á Landspítalanum á umræddu tímabili. RDW gildum var skipt upp í fimmtunga og var faraldsfræði hópanna borin saman. Þá voru bráðir og langvinnir fylgikvillar bornir samana milli einstaklinga úr öllum hópunum og viðmiðunareinstaklinga úr hópnum með lægsta RDW eftir pörun með áhættuskori (propensity score matching), sér í lagi tilkoma bráðs nýrnaskaða, framvinda langvinns nýrnasjúkdóms og skamm-og langtíma lifun Niðurstöður: Einstaklingar með hærra RDW voru eldri og höfðu hærri sjúkdómsbyrði, þar á meðal hærri tíðni hjartasjúkdóma, krabbameins, langvinnrar lungnateppu og nýrna- og lifrarsjúkdóma. Saman- borið við viðmiðunareinstaklinga voru einstaklingar með úr hæsta fimmtungi í meiri hættu á bráðum nýrnaskaða (10% á móti 7%, p=0,02) og hraðari framrás langvinns nýrnasjúkdóms (HR = 1,83: 95% CI:1,40 – 2,39). Einnig var eins árs lifun verri hjá einstaklingum í næsthæsta (12% á móti 9%, p=0,001) og hæsta fimmtungi (18% á móti 9%, p<0,001). Sömuleiðis var langtíma dánartíðni hærri í hjá næsthæsta (HR 1,33, 95% CI 1,14-1,54) og hæsta fimmtungi (HR 1,76, 95% CI 1,49-2,09), samanborið við viðmiðunareinstaklinga úr lægsta fimmtungnum. Ályktanir: Hækkun á gildi RDW tengist marktækt verri skamm-og langtíma horfum sjúklinga eftir skurðaðgerðir á Íslandi, þó leiðrétt sé fyrir öðrum þáttum sem aðskilur hópana. Mögulegar skýringar á tengslunum eru langvinnt bólgusvar sem tengist verri horfum en gæti jafnframt aukið RDW vegna seinkaðs niðurbrots rauðra blóðkorna. Taugatróðsæxli á Íslandi 1999-2016 Hlíf Samúelsdóttir1, Jakob Jóhannsson2, Helgi J. Ísaksson2, Elfar Úlfarsson2, Hildur Margrét Ægisdóttir3 og Ingvar Hákon Ólafsson2 1Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Landspítali­ Háskólasjúkrahús, Reykjavík, 3Íslensk erfðagreining, Reykjavík Inngangur: Taugatróðsæxli eru ein algengustu frum- komnu æxli miðtaugakerfisins og eiga uppruna sinn í taugatróðsfrumum heilans og mænunnar. Til eru margar undirgerðir taugatróðsæxla en flest eiga þau sameiginlegt að vera sjaldgæf. Algengustu tegundir taugatróðsæxla vaxa ífarandi inn í heilavef og eru talin ólæknanleg og er dánartíðni há. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á betri lifun eftir að byrjað var að gefa krabbameinslyfið Temozolomide samhliða geislameðferð í stað geislameðferðar eingöngu. Markmið rannsóknar var að taka saman faraldsfræði sjúkdómsins á Íslandi, upplýsingar um veitta meðferð og afdrif sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra þeirra einstaklinga sem voru með staðfesta vefjagreiningu á taugatróðsæxli frá 1. janúar 1999-31. desember 2016. Gögn fengust hjá Krabbameins skrá Íslands og Landspítala. Skoðaðar voru sjúkraskrár, vefjagreiningar og aðgerðalýsingar einstaklinganna. Niðurstöður: Alls greindust 334 einstaklingar með taugatróðsæxli á árunum 1999-2016. Hvorki mátti greina neina hækkun né lækkun á árlegu nýgengi sjúkdómsins en hún hélst svipuð á milli ára, eða um 6 tilfelli á hverja 100.000 íbúa. Af öllum gerðum taugatróðsæxlum sem greindust var glioblastoma algengast með árlegt nýgengi 3,59 á hverja 100.000 íbúa. Voru karlar útsettari fyrir sjúkdómnum og fór tíðnin hækkandi með hækkandi aldri. Æxlin hafa aðra sjúkdómsmynd í börnum en 96,6% æxla í börnum voru lággráðu æxli en aðeins 19,9% æxla í fullorðnum tilheyra lággráðu æxlum. Lifun einstaklinga með WHO gráðu IV æxli hefur bæst eftir að byrjað var að gefa krabbameinslyfið Temozolomide samhliða geislameðferð, borið saman þá sem fengu aðeins geislameðferð. WHO gráðu IV æxli er þó enn ólæknandi og 5 ára lífshorfur afar slæmar. Ályktanir: Ljóst er að lifun einstaklinga með WHO gráðu IV æxli hefur bæst eftir að byrjað var að gefa Temozolomide samhliða geislameðferð, sem er sambærilegt niðurstöðum erlendra rannsókna. Borið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.