Ný menntamál - 01.06.1983, Síða 31

Ný menntamál - 01.06.1983, Síða 31
Vinnuálag er oft mikið og kennurum gert að kenna marga tíma umfram kennsluskyldu. Kennari tekur vinnuna yfirleitt ,,með sér heim“. Oft er kennurum kennt um lélegan námsárangur nemenda og það fœlir áreiðan- lega marga frá kennslu. Glefsur úr bréfi Kennurum er ofgert með langri kennslu- skyldu, heimavinnu, blönduðum bekkjum og of mörgum nemendum í bekk. Meðferð á al- mennum barnakennurum er fyrir neðan allar hellur. Þess vegna eru tíð kennaraskipti og kennaraskortur. Laun eru lág. Óeðlilegt er að kennsluskylda kennara í grunnskólum sé mismunandi eins og nú tíðkast. Gelgjuskeið hefst nú fyrr; álag á kennara 6. bekkja er ekki minna en á þá sem kenna 7. bekkjum. Ástœð- an fyrir því að fáir karlmenn taka að sér að kenna yngri börnunum í grunnskólum eru of lág laun og of mikil kennsluskylda. Konur vinna oft hlutastarf við kennslu og makar eða sambýlismenn leggja oftast meira fé af mörk- um. Kennari, sem er eina fyrirvinnan, getur ekki framfleytt fjölskyldu af föstum launum. Hann verður að vinna aukavinnu, stundum mikla, og það hlýtur að koma niður á kennsl- unni. Kröfur um breyttar kennsluaðferðir, fleiri fög og aukið uppeldishlutverk kennara gera starfið mjög erfitt andlega og líkamlega og lítt eftirsóknarvert á köflum. Við allt þetta bætast svo kröfur um ákveðna persónugerð kennara. Kennarar eru að verða leiðinlegasta stétt í landinu vegna hlutverkatogstreitu. Kennara eru œtluð svo mörg hlutverk að hon- um er ókleift að inna starfsitt sómasamlega af hendi. Hann á að vera leiðbeinandi, uppal- andi, félagi, sálusorgari og auk þess á hann að vinna með foreldrum og samkennurum. Við óbreytt ástand í launamálum, sama kennslu- stundafjölda, barnafjölda í bekk o.s.frv. er hœtta á að öll kennarastéttin þurfi á sérmeð- ferð að halda. Hvað er gert til að vernda geð- heilsu kennara? Hvert á aðframkominn kennari að snúa sér með vandamál sín? Hvers vegna þarf kennari að burðast með sektar- kennd vegna þess að honum er ekki gert kleift að sinna starfi sínu svo að hann sé ánægður?

x

Ný menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.