Ný menntamál - 01.06.1983, Qupperneq 42

Ný menntamál - 01.06.1983, Qupperneq 42
Þann 23. september sl. varði Ólafur J. Proppé doktorsritgerð við IUinois-háskólann í Urbana í Bandaríkjunum. Ritgerðina nefndi Ólafur A Dialectical Perspective on Evaluation as Evolution: A Critical View of Assessment in lcelandic Schools. Þessu heiti er ekki auðsnarað á íslensku en lausleg þýðing er: Gagnvirkt sjónhorn á mat sem þróunarferli — gagnrýnin skoðun á námsmati í íslenskum skólum. I ritgerðinni gerir Ólafur grein fyrir stefnum og straumum sem snerta mat í tengslum við skólastarf og skýrir ólíkar forsendur matsins. Hann setur fram kenningu um mat sem hann nefnir gagnvirkt mat (dialectical evalu- ation) og lýsir þeim grundvallarhugmyndum sem það er byggt á. Kenningar Ólafs um gagnvirkt mat munu vafalítið vekja athygli leikra og lærðra áhugamanna um heimspeki, þekkingar- og aðferðafræði. íþeim hluta ritgerðarinnar sem fjallar um námsmat í íslenskum skólum kemur fram hvöss gagnrýni á fjölmarga þætti skólamála hér á landi og sjónarmið hans og niðurstöður eiga áreiðanlega eftir að vekja umhugsun og umrœðu. Ólafur vegur mjög að flestum aðferðum sem beitt hefur verið við námsmat í skólum hér á landi. Hörðustu skeytin beinast að hefðbundnum prófum og þá einkum að samræmdum prófum í 9. bekk grunnskólans. Ólafur dregur gildi þeirra mjög í efa og telur raunar að þau hafi neikvæð áhrif á skólastarf, á nem- endur, kennara og þásem annast matið. Ný menntamál báðu Ólaf að svara nokkrum spurningum um kenningar sínar og helstu niðurstöður. ístuttu við- tali verður aðeins tæpt á nokkrum atriðum en þeim sem vilja kynna sér málið betur skal bent á að Bóksala stúd- enta hefur gefið ritgerðina út og fæst hún þar. Texti: Ingvar Sigurgeirsson Myndir: Karl Jeppesen 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ný menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.