Ný menntamál - 01.06.1983, Page 42

Ný menntamál - 01.06.1983, Page 42
Þann 23. september sl. varði Ólafur J. Proppé doktorsritgerð við IUinois-háskólann í Urbana í Bandaríkjunum. Ritgerðina nefndi Ólafur A Dialectical Perspective on Evaluation as Evolution: A Critical View of Assessment in lcelandic Schools. Þessu heiti er ekki auðsnarað á íslensku en lausleg þýðing er: Gagnvirkt sjónhorn á mat sem þróunarferli — gagnrýnin skoðun á námsmati í íslenskum skólum. I ritgerðinni gerir Ólafur grein fyrir stefnum og straumum sem snerta mat í tengslum við skólastarf og skýrir ólíkar forsendur matsins. Hann setur fram kenningu um mat sem hann nefnir gagnvirkt mat (dialectical evalu- ation) og lýsir þeim grundvallarhugmyndum sem það er byggt á. Kenningar Ólafs um gagnvirkt mat munu vafalítið vekja athygli leikra og lærðra áhugamanna um heimspeki, þekkingar- og aðferðafræði. íþeim hluta ritgerðarinnar sem fjallar um námsmat í íslenskum skólum kemur fram hvöss gagnrýni á fjölmarga þætti skólamála hér á landi og sjónarmið hans og niðurstöður eiga áreiðanlega eftir að vekja umhugsun og umrœðu. Ólafur vegur mjög að flestum aðferðum sem beitt hefur verið við námsmat í skólum hér á landi. Hörðustu skeytin beinast að hefðbundnum prófum og þá einkum að samræmdum prófum í 9. bekk grunnskólans. Ólafur dregur gildi þeirra mjög í efa og telur raunar að þau hafi neikvæð áhrif á skólastarf, á nem- endur, kennara og þásem annast matið. Ný menntamál báðu Ólaf að svara nokkrum spurningum um kenningar sínar og helstu niðurstöður. ístuttu við- tali verður aðeins tæpt á nokkrum atriðum en þeim sem vilja kynna sér málið betur skal bent á að Bóksala stúd- enta hefur gefið ritgerðina út og fæst hún þar. Texti: Ingvar Sigurgeirsson Myndir: Karl Jeppesen 42

x

Ný menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.