Fróðskaparrit - 01.01.1964, Síða 108
116
Aldur Hauksbókar
undir handarjaðri hans1), eins og lengi hefur verið kunn*
ugt, og nú skal að J)ví hugað, hvernig J?au rithandarí
einkenni sem lýst var í § 2.2 koma fram í Hauksbók.
3.21. Bæði einkenni eldra brefsins gefur aðeins að líta á
einni blaðsíðu í Hauksbók, 544, f. 34r; her nefnd Hbl.
Skriftin á Jtessari síðu er heldur smá og skriftaráferðin svo
ólík óðru J»ví sem Haukur hefur skrifað, að Finnur Jónsson
taldi síðuna ekki vera með hendi hans (HbT, p. XVI), en
bæði Jón Torkelsson rektor2) og Jón Helgason (HbL, p. IX
og X) eigna Hauki hana fyrirvaralaust, og er Jiað ugglaust rett.
J.22. Obbinn af Hauksbók fylgir brefinu 1310 í J)ví að
krókurinn á f, p og /> beygist til hægri, en hins vegar er
elzta ok»bandið að heita má einhaft eins og í brefinu 1302.
í>etta á við um 371, sem allt er með hendi Hauks, og J>að
sem Haukur hefur skrifað af 544 að frátóldu f. 34r (sbr.
§ 3.21) og f. 60—68 (sbr. § 3.23); her verður Jiessi aðal«
hluti Hauksbókar nefndur Hb2.
3.23. Á f. 60—68 í 544 (Hb3) eru bæði serkenni yngra
brefsins. Allar J>rjár gerðir ok«bandsins er að finna á Jiessum
blóðum, en J»ó mun yngsta gerðin vera tíðari en í brefinu.
3.30. Regluleg skipting skriftarserkenna brefanna tveggja
milli afmarkaðra hluta Hauksbókar mælir gegn J»ví að J>au
seu tilviljun undirorpin (sbr. § 2.3), og liggur J»á næst að
hugsa ser að Haukur hafi unnið að bók sinni í áfóngum
og að hlutar hennar hafi orðið til í ]?eirri róð sem J»eir eru
taldir í § 3.2, Hbl, Hb2 og Hb3. í>á er á J»að að líta,
hvort sú hugmynd fái komið heim við samsetningu bókar«
innar.
*) F. 80—99r í 544 er að mestu með hendi eins ritara, en hrír aðrir
skrifa á i»essum kafla fáeinar línur. Á f. 80r er haldið áfram Fóstbræðra
sógu, sem Haukur hefur sjálfur skrifað framan til, og á f. 99r tekur
Haukur við á nýjaleik i Eiríks sogu rauða, svo að augljóst er að hessir
skrifarar hafa verið í f»jónustu hans. Sama máli gegnir um jaann sem
hefur skrifað f. lOOr—lOlr, og loks er f. 107v að mestu með serstakri
hendi (sjá HbL, p. IX-X).
2) Nokkur blóð úr Hauksbók og brot úr Guðmundarsógu (Reykjavík
1865), p. XIV; her verður Jetta rit skammst. NblHb.