Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.04.1960, Qupperneq 12

Andvari - 01.04.1960, Qupperneq 12
10 EINAR H. KVARAN ANDVARI væri af kirkjukreddum, þótt um síðir beindist hvorttveggja mjög í aðra átt en Brandes liafði stefnt. Og það er í Vesturheimi, sem Einar fer smám saman að hverfa frá einstaklingshyggju og byltingarhug Brandesar í átt til hræðra- lagshugsjónar, umburðarlyndis og ódauðleikatrúar kristindómsins, þótt ekki yrði hann kirkjutrúarmaður. Idann verður fyrir ríkum áhrifum af velgengnishugsun og hjartsýnistrú Vesturheimsmanna, þótt aðallega kæmi þetta fram í verkum hans seinna eins og fleira, sem þama var sáð til. Og vestra kynntist hann fyrst dularfullum fyrirbrigðum (sálarrannsóknum) og skrifaði þar lítið eitt um þau (í Lögherg 1892 og 1894), þótt seinna yrði hann fyrir sterkari áhrifum í þeim efnurn frá Englandi. Vafalítið hefur ástvinamissir átt ríkan þátt í að heina huga Einars að þessum málum. Skömmu fyrir brottför sína frá Höfn gekk hann að eiga danska konu, Maren Mathilde Petersen, bóndadóttur frá Elede- husene á Sjálandi. Vestra eignuðust þau tvo drengi. En á tæpu ári (1887—88) varð Einar fyrir þeirri miklu lífsreynslu að missa börnin sín bæði, hvort um sig á fyrsta ári, og einnig konuna. En vestra kvæntist hann aftur og þá íslenzkri konu, Gíslínu Gísladóttur frá Reykjakoti í Mosfellssveit Gíslasonar, sem ól honum fimm börn og lifði mann sinn. Af börnum þeirra eru nú þrjú á lífi, en afkomendur Einars, lífs og liðnir, um 60 talsins. Vestan hafs nær Einar fullum skáldþroska, skapar þar fyrsta listaverk sitt, Vonir, tæpra 29 ára. Þessi „söguþáttur frá Vesturheimi" er sígild mynd frá innflytjendatímanum, bæði að ytri lýsingum og þó einkum að innri reynslu, eftirvæntingunni eftir framtíðarlandinu og vonbrigðunum, þegar til vemleik- ans kom. Flestir íslendingar tóku sögunni fálega nema Gcstur Pálsson. En þegar hún hafði verið þýdd á dönsku um aldainót, lauk Georg Brandes á hana miklu lofsorði, segir, að hún sé „hrein perla. . . . Framsetningin er óaðfinnanleg, lýsingin meistaraleg. Allt er eiginlega fólgið í einu einasta atriði, en það gleymist manni aldrei. . . . Þetta er yfirleitt eins vel af hendi leyst og framast má verða,“ segir Brandes.12 Það er ekki fyrr en með þessum dómi hins danska meistara, 10 árum eftir að sagan kom út á íslenzku, að íslendingar tóku að gcfa Einari verðugan gaum sem skáldsagnahöfundi. V Skömnui áður en Einar fluttist frá Vesturheimi, gaf hann út lítið ljóða- kver (Ljóðmæli), um 30 kvæði. Það kom út samtímis Ijóðmælum Elannesar Elafsteins (1893) og féll um of í skugga þeirra, þótt því væri vinsamlega tekið. En af skáldskap Einars eru kvæðin lang-fyrirferðarminnst. Sjálfur segir hann, að í fyrstu hafi snilld hins bráðgera skálds Elannesar haft nokkuð lamandi áhrif á sig og aðra félaga þeirra lil ljóðagerðar.13 Elitt er undarlegra og miður farið,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.