Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1960, Page 50

Andvari - 01.04.1960, Page 50
48 Phóf. uit. CARLO SCIIMID ANDVAHI Það, sem með sanni má kallast kenn- ing Macchiavellis, er auðvelt að draga saman í fáeinum setningum: Gerðu þér Ijóst, hvað í ákvörðun þinni felst. Ef þú hefir tekið ákvörðun og sett þér mark- mið, þá verður þú að neyta þeirra ráða, sem nauðsynleg eru til þess að ná mark- miðinu. Jafnframt verður þú að vera reiðubúinn að taka á þig afleiðingar verka þinna, þó að þær kveðji dyra fyrr en varir. — Hin fjölmörgu dæmi, tilvitnanir og reglur, sem hann stráir óspart um blaðsíÖurnar, þjóna þeim tilgangi einum að sanna þessar fáu setningar, skýra þær, setja þær fram í margvíslegri túlkun og fella þær inn í ákveðna pólitíska aðstöðu. í öllu þessu lcitar hann ráða aÖeins eins lærimeistara: mannkynssögunnar. Enginn á undan honum og e. t. v. eng- inn eftir hans daga hefir á jafn yfirgrips- mikinn hátt gert alvöru úr þeirri fullyrð- ingu, að sagan sé lærimeistari mannkyns- ins, því að hann fullyrÖir aldrei neitt, hvorki um menn né málefni, nema að rökstyðja það með þeim lærdómum, sem verða dregnir beinlínis af atburÖum lið- ins tíma, eða koma óbeint í ljós, þegar atburÖarásin er rakin til upphafs síns. Staðhæfingar hafa því aðeins gildi í aug- um hans, að þær séu studdar sögulegum staÖreyndum, hvort sem um er að ræða hið sérstæða eða hið almenna. AS vísu gerir hann sínar villur í öllu þessu, bæði í grundvallaratriðum og efnis- meðferð, en það breytir ekki þeirri stað- reynd, að cnginn hcfir fjallað um söguna af slíkri lotningu og gert hana jafn virka í túlkun sinni. Fyrir áhrif hans er sú skoÖun nú samrunnin evrópskri vitund, að reynsla sögunnar eigi að liggja til grundvallar fyrir þekkingu vorri og ákvörðunum. Og þessi skoðun — ef ég má segja það um leið — hefir orðið Evrópu örlagarík, eins og jafnan vill verða, þegar vér játumst undir þaulhugs- aða, en einhliða og þrönga kenningu. Lítum nú fyrst á hin sérstöku afrek Macchiavellis sem sagnfræðings. Hvernig var unnið að sagnfræði fvrir hans daga? I lér ber fyrst að nefna árbóka- höfundana, sagnaritara, sem skráðu við- burðaröð, líkt og blaðamenn nú á tím- um geta um athyglisverða viðburði dags- ins. 1 öðru lagi höfunda að veraldarsög- um eftir fyrirmynd þeirra Órósíus og Eusebíus, sem litu á rás jarðneskra við- burða eins og framkvæmd á endurlausn- aráformum guðs og túlkuðu það, sem vér köllum sögu, eftir mynztri opinberunar- bókarinnar ■— eins og atburðirnir væru leiðarmerki á þeim vegi endurlausnar- innar, sem liggur frá syndafallinu alla leið að efsta dómi. — Auk þeirra voru svo húmanistarnir, sem lýstu sögulegum staðreyndum aðallega með það fyrir aug- um að fá tækifæri til að sýna öll tilbrigði mælskulistar sinnar. Mælskuflóðið kæfði þekkingarviðleitnina, enda lögðu húman- istarnir raunverulega mesta áherzlu á að sýna, að samtíðarmenn þeirra myndu standast dóm sögunnar engu síður en hetjur Plutarks — ef þeir aðeins ættu því láni að fagna, að hinir málslyngu húmanistar lofsyngju verk þeirra. Macchiavelli aftur á móti leitast viÖ að leiða rök að því fyrst og fremst, hvaða öfl hafi veriÖ að verki við myndun ríkja, valdið vexti þeirra, hnignun og hruni- Þannig reynir hann að rekja þær skiljan- legu orsakir, sem eru ráðandi í stjórn- málum. Hann vill skilja til hlítar, hvaða ástæður lágu ákvörðunum og verknaði manna til grundvallar og hvernig su tímabundna aðstaða var, sem myndaði leiktjöldin um svið sögulegra stórviðburða. Sú aðferð, sem Macchiavelli beitir í þessu skyni, er raunsæ athugun sögu-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.