Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1960, Page 61

Andvari - 01.04.1960, Page 61
HELGI SÆMUNDSSON: Ljóðaþýðingar Ivars Orglands. Ivar Orgland hefur þýtt úrvöl þriggja íslenzkra ljóðskálda á norskt landsmál, °g hafa bækurnar vakið mikla athygli frænda okkar austan hafsins. Sætir su hókmenntakynning vissulega tíSindum. Orgland kann íslenzku prýSilega og er slyngur þýSandi, enda fjölhæft og skemmtilegt skáld. Auk þess er norskt htndsmál ágætlega falliS til þýSingar a tslenzkum skáldskap vegna skyldleikans, en þá tungu á flestum NorSurlandabúum aS vera vorkunnarlaust aS lesa og skilja. Og þessi útflutningur íslenzkrar ljóSa- gerSar hefur tekizt mætavel. Þá er og frásagnarvert, aS Orgland heldur upp- teknum hætti og hefur þegar lokiS þýS- ingu á úrvali eftir Stein heitinn Steinarr, en þess mun von í sumar eSa haust. Val Orglands á kvæSum DavíSs Stcfánssonar, Stefáns heitins frá Hvíta- dal og Tómasar GuSmundssonar reynist þannig, aS úrvölin væru fullboSleg ís- h'ndingum, þó aS deila rnegi um nokkur tttriöi. Beztur er hlutur Tómasar í þessu efni, enda hefur þýSandanum vaxiS ás- ntegin viS hverja bók. Er Orgland ótrú- ^ega nákvæmur í túlkun sinni án þess aS teygja norskt landsmál í áttina út dl íslands. Jafn strangir gagnrýnendur °g Paal Brekke, Egil Rasmussen, Odd Solumsmoen, Ragnvald Skrede, Trygve njörgo og Olav Midttun segjast varla inna þýSingarkeim af ljóSunum, og Hall- Va|d Mageröy, sem hér var sendikennari °g veit vel, hvaS um ræSir, tckur í sama st,eng. Sést af ummælum þeirra, hvaSa virSingu Orgland ber fyrir verkefnum sínum, því aS íslenzkum lesendum dylst engan veginn samvizkusemi hans. En hún er ekki stirS eSa dauS eins og til- lærS kurteisi heldur þróttmikil og lifandi. Er einnig athyglisvert, aS gagnrýnend- urnir ljúka iSulega inestu lofsorSi á þau kvæSi, sem blæbrigSaríkust cru í fegurð sinni á frummálinu. MaSur skyldi ætla, aS ÞjóSvísa Tómasar GuSmundssonar rnyndi vandþýdd, en Orgland skilar henni svo, aS Odd Solumsmoen getur hennar sérstaklega í ritdómi sínum. Enn- fremur gerir Orgland ser far um aS halda þeirn einkennum í vinnubrögSum skald- anna, sem eru sérstæS og táknræn fyrir íslenzka ljóSlist. Honum verSur ekki skotaskuld úr því aS þýSa stuSla og höfuSstafi og jafnvel ýmsa þá rímtöfra, sem leynast sumum íslendingum. OrS- anna hljóSan virSist jafnan óumdeilan- leg í þýSingu Orglands, þó aS fyrir komi, aS hann hagræSi textanum meS hliSsjón af lífsskilyrðum kvæSanna í Norcgi. En það er gert af fágætri nærfærni og ríkri tillitssemi viS ljóð og skáld, svo að að- finnslur væru hótfyndni. Honum bregzt sjaldan smekkvísin. Útflutningur íslenzkra ljóða er sannar- lega mikils virði. Fornsögurnar hafa gert garðinn frægan erlendis, og sitthvaS af sagnaskáldskap okkar frá síðari árum hef- ur komizt á framfæri við útlcndinga. En myndin af íslenzkum skáldskap cr næsta ófullkomin, meðan ljóðagerðin kemur ekki til sögunnar. Lífsþráður hennar er

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.