Helgafell - 01.04.1943, Side 25

Helgafell - 01.04.1943, Side 25
UPPRUNI ÍSLENZKRAR SKÁLDMENNTAR 161 í Haukadal. A£ þessum ummælum Landnámabókar má það marka, að land- nám Vésteins hafi verið víðara en Haukadalurinn einn saman, og er Kirkju- bólsdalur næsta byggð fyrir sunnan hann. AS norðan markaðist landareign Vésteins af landnámi Eiríks nokkurs, er nam Keldudal og bjó þar. í ættar- töluklausu í Gísla sögu Súrssonar er Vésteinn Végeirsson auðkenndur með viðurnefninu ..austmaður" líkt og Geiri, faðir Glúms skálds, í Reykdæla sögu og Eyvindur, faðir Helga magra og Snæbjarnar, í Landnámabók. Nú birtist undravert fyrirbrigði. Landnámsmenn þeir, sem í Landnámabók og íslendingasögum bera viðumefnin austræni og austmaður eða á annan hátt eru kenndir við aust-norrænan uppruna, munu vart vera fleiri en sænsk-balt- isku gripirnir, sem Shetelig greinir frá. Um níu fundarstaði þessara gripa hefur þegar verið rætt. Er svo að sjá sem næstum allir gripirnir hafi fundizt í landnámum eða byggðarlögum hinna austrænu manna og mjög skammt frá bústöSum þeirra. Þannig er máli farið um döggskóna frá Kirkjubólsdal, TannstaSabakka og Lundi, mývetnsku gripina tvo, líkanið frá Eyrarlandi og reiStygjahringinn frá Hálshúsum. ísa- fjarðar-döggskórinn og nælan frá VaSi mega liggja á milli hluta að sinni. Hinir gripirnir sjö sýna glöggt, að hér er um enga tilviljun að ræða. Þar við bætist svo, að frásagnirnar um smálíkönin varða sonarsonarson Bjarnar aust- ræna, Ingimund gamla, sem talinn er gauzkur að móðurkyni, og HallfreS vandræðaskáld, er fluttist til Gautlands. FræSimenn munu vera á einu máli um það, að Freysdýrkun hafi borizt til Noregs frá Svíaríki. Minjar um hana finnast einna helzt í Noregi norðan- íjalls. Hyggur Magnús Ólsen, aS þessi austræna trúarstefna hafi fyrst fest raetur þar á síðustu öldum heiðninnar, jafnvel laust fyrir upphaf víkingaaldar. Við höfum tekið eftir því, að við landnám og í nágrenni hinna aust-norrænu manna og umhverfi fundarstaða sænsk-baltisku gripanna eru íslenzkar minjar um Freysblót bundnar. í nágrenni VaSs eru tvö Freysörnefni, hofgyðja og Freysblótasögn. í Mývatnssveit býr Freysdýrkandi, að Lundi lundarblóts- maður, í EyjafirSi er Freyshof og frásagnir um Freysblót og Freyshelgi, í Vatnsdal Freyshof, hofgyðja og Freyssagnir og loks í MiðfirSi, næstu sveit við HrútafjörS, Freysörnefni. Úr VestfirSingafjórSungi er aðeins ein Freys- Hótasaga kunn. Hún gerist í Haukadal, landnámi Vésteins austmanns. ÞaS- an er skammt til Kirkjubólsdals, svo sem fyrr greindi. Látum vera, þótt ekki hafi geymzt til okkar tíma Freysblótasagnir í DjúpbyggSum. ÞaS má samt fara nærri um trúarsiði landnámsmanna þar, Helga Hrólfssonar og Snæbjarn- ar í VatnsfirSi, þegar litið er til náfrænda þeirra í EyjafirSi. í þættinum „Skáld, svín, saurbýli“ leiddi ég rök að því, að FreysgoSinn h’orgrírnur Þorsteinsson hefði tekið upp frjósemisdýrkun eftir móðurfrændum sinum, Hvammverjum í Dölum. ViS hann eru haukdælsku Freyssagnirnar tengdar. Þorgrímur var heygður að Sæbóli í Haukadal, og er komizt þannig
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.