Helgafell - 01.04.1943, Síða 26

Helgafell - 01.04.1943, Síða 26
162 HELGAFELL að orði í sögu Gísla Súrssonar: ,,að aldrei festi snjó utan sunnan á haugi Þorgríms og eigi fraus, og gátu menn þess til, að hann mundi Frey svo ávarður fyrir blótin, að hann mundi ekki vilja að fréri milli þeirra“. Þorgrímur ólst upp að Helgafelli ,,og var þegar hofgoði, er hann hafði aldur til“, segir höfundur Eyrbyggjasögu. Ungur réðst hann vestur í Haukadal og gerðist höfðingi Dýrfirðinga, vestan fjarðarins. Hof þeirra var í Kirkjubólsdal, þar sem döggskórinn fannst. Þarf varla að efa, að hér sé um Freyshof að ræða. Sama máli gegnir um hofið að Hofstöðum í Helgafellssveit, eftir að Þórs- dýrkandann Þorstein þorskabít leið, og hofið að Hvammi í Dölum. Frá Hvammi var Þóra, móðir Þorgríms Freysgoða. Ólafur feilan, faðir hennar, var dóttursonur Eyvindar austmanns og sonarsonur Auðar djúpúðgu, systur Bjarnar austræna. Ari fróði rekur langfeðgatal Hvammverjanna til Ynglinga, en þeir áttu að vera runnir frá Frey svo sem alkunnugt er. Þá er Þorvaldur víðförli boðaði kristni í Hvammi er sagt, að Friðgerður Þórðardóttir húsfreyja þar hafi blótað í hofinu, ,,meðan hann talaði trú fyrir mönnum“. í vísu Þor- valds um atburðinn er Friðgerður gyðja kölluð. Umhverfis Hvammsfjörð bjuggu í heiðni á hverjum bæ afkomendur þeirra systkina Auðar djúpúðgu og Bjarnar austræna, venslamenn þeirra og skjólstæðingar. Eftir þeirri reynslu að dæma, sem fengin er um fundarstaði þeirra sænsk-baltisku gripa, sem frá hefur verið greint, mætti hvergi frekar búast við slíkum fornminjum í ís- ienzkri jörðu en þar á slóðum. Við vitum, að hér hafa ráðið lögum og lofum austrænir Freysdýrkendur, sem telja má hiklaust með helztu frömuðum í forníslenzkri sagnmennt og ljóðagerð. Og þarna koma einmitt í leitirnar tveir gripir af sænsk-baltiskri gerð: Döggskór, fundinn í Ljárskógalandi, og reið- tygjahringur, fundinn milli bæjanna Glerárskóga og Ljárskóga. Eru þannig báðir þessir gripir komnir frá innsta kjarna landnáms Auðar djúpúðgu, land- svæði því, sem hún eftirlét Ólafi feilan, sonarsyni sínum. Um leið má minn- ast þess, að Snæbjörn í Vatnsfirði, er land nam, þar sem hinn reiðtygja- hringurinn af austrænni gerð fannst, var móðurbróðir Ólafs feilans. Tólfti og síðasti gripurinn er döggskór fundinn í fornmannadys, rétt hjá bænum Hafur-Bjarnarstöðum á Rosmhvalanesi. Þar hefur höfðingi verið jarð- settur með vopnum sínum. Meðal þeirra var óvenjulega fagurbúið sverð, og fylgdi því döggskórinn. Bæjarnafnið bendir eindregið til þess, að hér hafi búið í fyrstu Hafur-Björn, sonur Molda-Gnúps Hrólfssonar landnámsmanns frá Moldatúni á Norðmæri. Molda-Gnúpssynir námu Grindavík að sögn Land- námabókar, og þaðan er ekki löng leið til Hafur-Bjarnarstaða. En mest er þó um það vert í þessu efni, að nafnið Hafur-Björn er einstætt í íslenzkri forn- sögu, og mun aldrei hafa verið tekið upp utan ættar hans. Hér má því með miklum líkindum eigna nafngreindri fjölskyldu hinn þúsund ára gamla skraut- grip frá Hafur-Bjarnarstöðum. Hefur þá loks komið í leitirnar gripur af sænsk- baltiskri gerð, sem ekki er fundinn í sagnahéraði. En skáldmennt hefur sýni-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.