Helgafell - 01.04.1943, Side 34

Helgafell - 01.04.1943, Side 34
ÚR ÆVISÖGU ÁRNA PRÓFASTS ÞÓRARINSSONAR Einar Benediktsson Þórbergur ÞórSarson skrásetti Síðara hluta dags í septembermán- uði árið 1879 varð mér gengið í glaða sólskini suðurmeð Tjarnarbrekkunni. Þar stóðu engin hús í þá daga. Norðan- til í brekkuhallanum sé ég mann liggja á grúfu framá hendur sínar. Ég vík mér að honum, heilsa uppá hann og segi: Hvað heitir þú nú ? Maðurinn, sem var unglingspiltur, lítur á mig með nokkurri hörku — hefur víst fundizt mig varða lítið um, hvað hann héti — og svarar stutt og kuldalega: Ég heiti Einar Benediktsson. Mér féll þó ekki allur ketill í eld við þetta hvatskeytlega svar piltsins og spyr: Hvar áttu heima ? í Þingeyjarsýslu, svarar pilturinn. Þú ert þó ekki sonur sýslumannsins Benedikts Sveinssonar ? — Ég þekkti Benedikt og þóttist kannast við svipinn. Jú, svarar pilturinn. Svo kvaddi ég hann og gekk burtu. Með þessum hætti urðu fyrstu kynni okkar Einars Benediktssonar. Nokkr- um dögum síðar tók hann próf uppí fyrsta bekk latínuskólans, en ég hafði lokið inntökuprófi þá um vorið. Þegar í fyrsta bekk hófst með okkur slíkur kunningsskapur, að Einar hefur orðið mér einna hugstæðastur allra skólabræðra minna. Við fylgdumst að bekk úr bekk þau fjögur ár, sem við sátum í skóla, lásum oftast saman undir prófin, bæði miðsvetrarpróf og vorpróf, og áttum margt saman að sælda utan náms og skóla. Með okkur tókst því vinátta á skólaárunum, er hélzt alla tíð uppfrá því, meðan Einar lifði, þó að báðir væru geðstórir og stundum slægi í harðbakka milli okkar. Ég mun þessvegna hafa þekkt Einar Benediktsson nokkurnveginn útí yztu æsar, enda var hann ekki vandþekkt- ur. Hann var opinskár, einsog hann átti kyn til í föðurætt, og leyndi engu í viðkynningu. Mér þótti Einar fallegur piltur. Hann var í hærra lagi, vel vaxinn og tígu- legur í framkomu, fríður sýnum, fallega eygður og hafði þýða bassa- rödd, skarpleitur og skarpgáfaður. Hann var manna einarðastur, hver sem í hlut átti, og engu síður við kenn- ara skólans en aðra. Hann var kátur í lund og fjörmikill, en frábitinn öllu, sem heitið gat ósæmilegt. Hann var aldrei kenndur við prakkarastrik. En hann átti til að bregða fyrir sig glensi og feilaði sér ekki við að hafa það í frammi uppí opið geðið á kennurun- um. Mér er það í minni, að einu sinni sem oftar las Jón Þorkelsson rektor okkur fyrir efni í latneskan stíl. Efnið tíndi hann hér og þar uppúr bók, sem lá fyrir framan hann á borðinu, og fannst okkur vanta töluvert í það sam- hengi. Þá segir Einar: Við skiljum þetta ekki. Þetta kemur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.