Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 39

Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 39
EINAR BENEDIKTSSON 175 Það mun Einar hafa séð og talið víst, að hann ætti eitthvað bágt. Enn ertu kominn að góna, segir Einar. Hana! Taktu við þessu ! — og stingur að honum 50 króna seðli. Og farðu nú heim að hátta. Drengurinn leit á seðilinn og brast allur í undrun og hljóp í burtu. Þá segir kunningi Einars, sem hjá honum stóð: Einhver hefði nú haft þetta minna. En Einar svarar stutt: Það er honum auður, sem mér er aska. Einu sinni kom Eiríkur frá Brún- um heimtil okkar Einars, þegar við vor- um að lesa undir vorpróf. Eiríkur var þá orðinn mormóni, og Einar tók fljót- lega til máls og fór að tala við hann um mormónatrúna. Þá freyddu ritn- ingarstaðirnir í stríðum straumum útúr Eiríki, og það væri synd að segja, að Einar bæri sigur af hólmi í þeim vopnaviðskiptum. Svo smekklaus er ég ekki. Loks segir Einar : Það má vera hvim- leitt verk að gera sér að atvinnu að renna með þessa djöfuls vitleysu um landið. En þú ert nú ekki allskostar vitlaus karl. Þú segir nógu vel frá. Eiríkur svarar þessu með dapurlegu bragði: Ójá! Ekki er nú líf mitt alltaf skemmtilegt, því að margur verður til að hreyta ýmsu að mér, og ekki er rnaginn alltaf fullur. Þá var einsog skot hefði hitt Einar, °g tár stökk fram í annað auga hans, °g hann segir : Ertu soltinn núna ? Ég er nú ekki að tala um það, svar- ar Eiríkur. Þá tekur Einar uppúr vasa sínum emu krónuna, sem hann átti, réttir hana Eiríki og segir: Því er nú fjand- ans ver, að ég hef ekki meira. Ég átti enga krónuna. Eiríkur tekur við peningnum með viðkvæmu þakklæti og segir: Þess verður minnst, þó að það sé ekki meira. ,,Það sem þér gerið einum af mínum minnstu bræðrum, það hafið þér mér gert“. En Einari varð þá þetta að orði: Ég held ég heyri aldrei þessi orð í himn- inum: Eiríkur var soltinn, og þú gafst honum krónu. Ég sá Einar oft gefa fátæklingum peninga. Einar var ekki mikill lestrarmaður, þegar við vorum í skóla, hvorki ánáms- greinar skólans né önnur efni. Hann las að vísu nokkuð skáldsögur, en gaf sig lítt að fræðilegum ritum. Ekki varð ég þess heldur var, að hann læsi ís- lenzkar bókmenntir, hvorki íslenzk ljóð né fornsögurnar, að undanskilinni Eg- ilssögu, sem við lásum í skólanum. í próflestrunum var hann stundum að yrkja og tafði okkur með vísnasmíð sinni. En kveðskapur Einars bar ekki utaná sér mikil fyrirheitíþádaga. Hann orti með sama sniði og undir sömu hátt- um og Egill Skallagrímsson. Þetta var ákaflega þungskilinn samsetningur, kenningarnar reknar og flóknar og framsetningin skrúfuð og þunglamaleg. Mér fannst þetta enginn skáldskapur og sagði oft við Einar: Blessaður, vertu ekki að þessu ! Þú verður aldrei skáld. En Einar svaraði jafnan: Ég s/jaZ verða skáld. Einar var ekki fæddur skáld einsog Þorsteinn Erlingsson. Einar Zœrði að yrkja. Ég varð alveg undrandi og furða mig á því enn í dag, hve vel hann gat ort síðarmeir. Ekki var Einar heldur ýkja mælskur á mannfundum, ekki líkt því eins og Benedikt faðir hans. En í viðtali var mælska Einars mikil, og þegar hann reiddist, gerðist hún ægi- leg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.