Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 40

Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 40
176 HELGAFELL í stjórnmálum þeirra tíma fylgdi Ein- ar föður sínum, en talaði mjög sjaldan um pólitík. Aldrei varð ég þess heldur áskynja, að hann byggi þá yfir nein- um loftköstulum um framtíð lands og þjóðar, einsog síðar varð. Hann hafði miklar mætur á Jóni Jónssyni ,,land- ritara“, og voru þeir lengstum mestu mátar. Samt slettist uppá kunnings- skap þeirra, þegar Jón tók Þorbjörgu Sveinsdóttur fasta útaf Elliðaármálun- um alræmdu. Þá kallaði Einar hann bölsóta. En svo átu þeir sig saman síðar. Á þessum tímum var það ríkjandi siður í latínuskólanum að líta niðurá alþýðu manna og var hún alloft kölluð dónar. Barnaskapur Jóns rektors kom meðal annars fram í þessu. Einhvern- tíma sögðu nokkrir nemendur við hann, að við ættum að leggja niður y og ý. Það væru óþarfir stafir og gerðu staf- setninguna flóknari. Þá svaraði Jón: Nei! Ég er alveg á móti því að leggja þessa stafi niður. Eigum við að fara að gera okkur vit- lausa fyrir dónana ? Nei! Þeir geta þá skrifað sína íslenzku fyrir sig, en við förum ekki að gera okkur vitlausa fyr- ir þá. Eitt sinn skrapp ég á skólaárum mín- um rxðandi suðurí Hafnarfjörð. Á heim- leið mæti ég einhverju heldra fólki á reið fyrir sunnan Fossvog. Það struns- aði framhjá mér nema einn skólapilt- ur, Eyjólfur Kolbeins, síðar prestur á Staðarbakka. Hann heilsar uppá mig, nemur staðar og segir í fullri alvöru: Þú ert einn núna. Þú varst með dóna áðan. Þá tek ég til máls og segi: Maður er nú kominn í skólann til annars en að læra svona málfar. Þessi maður, sem ég var með, þegar ég mætti þér á suðurleið áðan, var oddviti af Álftanesi, fríður sýnum og tígulegur og mesti ágætis maður. Faðir minn var nú bóndi á Stórahrauni, og kallaði eng- inn hann dóna, og móðir mín var dótt- ir Magnúsar Andréssonar, bónda í Syðra-Langholti, og var hann af eng- um kallaður dóni. Helgi í Birtingaholti er móðurbróðir minn. Hann á syni í skóla, og býst ég ekki við, að þeir vilji láta kalla hann dóna. Þá er sagt fyrir aftan mig: Bravó, sonur minn ! Þú skalt leggja niður þetta nám og halda þér heldur að svona piltum. Ég hafði ekki tekið eftir manninum og lít um öxl og sé, að þetta er séra Eyjólfur Eyjólfsson, faðir piltsins, af- komandi Kolbeins prests Þorsteinsson- ar í Miðdal. Einar Benediktsson var frábitinn þeim hugsunarhæ.tti að líta niðurá al- múgann. Hann var mér algerlega sam- mála um það, að allt hið dýpra vit væri hjá alþýðunni, þar væri spekinn- ar að leita, en ekki hjá lærðu mönnun- um. Ég þekki ekkert meira böl, sagði hann einu sinni við mig, en þegar þess- ir nýju embættismenn koma uppí sveitir landsins og lýðurinn fer að glápa á þá og heldur, að hann eigi ekki með að hugsa nema með þeirra heila og þessir kraftiddjótar fara að leiða hann einsog strokukýr, sem teymdar eru kringum sama klettinn, þar til þær eru orðnar vitlausar og vita ekki upp eða niður í neinum áttum. Einar var alþýðlegur einsog smali, hvar sem hann kom í sveit, en vissi þó af persónu sinni. Hann var og laus við hroka í garð heldri manna. En ef þeir stóðu í vegi fyrir honum eða verk þeirra voru honum ekki að skapi, átti hann til að greiða þeim óþvegin orð og brá þá stundum litum. Jón Magnússon forsætisráðherra var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.