Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 44

Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 44
180 HELGAFELL Nei. Langar þig til að lifa ? Nei. Langar þig til að deyja ? Nei. Hafa þér aldrei brugðist vonir ? Nei. Nú, hefurðu þá enga von átt ? Jú, von, en ekki vonir. Ég hef átt eina von. Má ég spyrja: Hver er sú von ? Að ég sé ein í þeirra tölu, sem Jesú frelsari minn hefur endurleyst. Heldurðu, að þú fáir þá von upp- fyllta ? Já, það veit ég. Þá segir Olafía við hana: Blessuð, farðu nú að komast heim, Signý mín ! Því að Signýju hafði í þetta sinn dvalizt lengur en hún átti vanda til. Já, ég fer nú að fara. Ég þarf að skreppa út í fjós áður. Varstu ekki búin í fjósinu ? Ju-ú, en önnur kýrin drakk ekki nema eina fötu, en er vön að drekka tvær. Blessuð, láttu kúna eiga sig. Við er- um húsbændur þínir núna. Ja-á. Þið eruð góðir húsbændur. En við eigum nú öll einn húsbónda, við og dýrið, og hann fer ég ekki að svíkja á jólanóttina, af því að það geri ég aldrei. Hvað er þetta ? Ætlarðu að fara að vaka í nótt yfir kúnni ? Þá var klukkan um hálf níu. Ekki í alla nótt. Ég skil ekki í, að hún verði ekki búin að drekka fötuna um þrjúleytið. Þá viknuðum við bæði, við Ólafía, og fórum að gefa Signýju nánari gæt- ur og komumst að þeirri niðurstöðu, að bak við þessa sannfæringu og þessa dæmalausu skyldurækni hlyti að búa syndlaus sál. Það hlýtur þá eitthvað að vera í þennan kristindóm varið, sögðum við hvort við annað, úr því að hann getur framleitt manneskju einsog Signýju. Við höfðum bæði alltaf verið að leita að manni, og þetta var fyrsti maður- inn, sem við höfðum fundið á ævinni. Það var þessi óvenjulega manneskja, sem gaf mér trúna. Þá er Einar hafði sagt mér sögu sína, beinir hann þeirri spurningu til mín, hvernig minni trú sé nú farið. Ég hef nú fengið mína einlægu barnatrú og sleppi henni aldrei úr þessu og var þó veikur í henni, þegar ég gerðist prestur, svara ég. Hvernig orsakaðist það ? spyr Einar. Ég kom öllum ókunnur á bæ, sem átti að vera heimili mitt fyrsta vetur- inn í prestskap mínum. Það var á Rauðkollsstöðum hjá Þórði Þórðar- syni alþingismanni. Ég var látinn sofa í gestaherbergi niðri, en heimilisfólkið svaf á baðstofulofti. Þegar ég hafði klætt mig fyrsta morg- uninn í þessum nýju heimkynnum, gekk ég uppá baðstofuloftið til þess að heilsa uppá fólkið. Þá er ég kem uppúr stigaopinu, blasir við rétt fyrir framan mig sú ferlegasta mannsmynd, sem ég hef nokkurntíma augum litið á ævi minni. Það átti að heita karlmað- ur, sem verið var að búa upp um, og stóð hálf nakinn á gólfinu fyrir framan rúmið. í því lá hann alla daga og hafði legið í mörg ár og var niðursetningur á heimilinu. Hann hafði aldrei lært að þekkja nokkurn bókstaf um ævina og var þá á sextugsaldri. En því var þessi maður ólæs, að hann var krypplingur svo mikill, að herðar stóðu höfði ofar, og höfuðið riðaði svo ákaft, að augun fengu ekki stöðvast við staf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.