Helgafell - 01.04.1943, Side 45

Helgafell - 01.04.1943, Side 45
EINAR BENEDIKTSSON 181 Ég kom ekki meira uppá baðstofu- loftið þann daginn og ekki næstu tvo daga. En á þriðja degi gekk ég upp til hans í rökkrinu og settist á bita, sem var yfir baðstofuna þvera meðfram fótagaflinum á rúmi hans. Það var nú eitthvað annað en ég veldi mér þarna sæti af þeirri ástæðu, að ég vonaðist eftir uppbyggilegu tali af vörum þess- arar ferlegu myndar. En er samræður tókust með okkur útaf einhverri spurn- ingu, sem ég lagði fyrir hann, fann ég mér til undrunar, að þessi maður stýrði óvanalega miklu viti og var hinn fróðasti. Ég var nú presturinn og átti að uppfræða söfnuðinn og var alls ekki trúlaus, en veikur fyrir í allri trú. En þarna fékk ég þá prestinn og mesta vit- manninn, sem ég hafði fundið á ævi minni. Hann var gæddur undragáfu náms og minnis. Þórður alþingismað- ur sagði mér, að ekki hefði þurft að lesa fyrir honum oftar en einu sinni sömu bókina til þess að hann kynni hana. Passíusálmana kunni hann, eftir að hafa heyrt þá lesna einu sinni í lotu. Ég kom með kvæði Matthíasar með mér vestur og las fyrir honum kvæðið ,,Fósturlandsins Freyja“, en það hafði hann aldrei heyrt áður. Síð- an spurði ég hann, hvað hann kynni nú úr kvæðinu. Hann hristi höfuðið og kvað allt minni og næmi frá sér farið. Þó kom hann með þrjú erindin orðrétt. Þessi krypplingur hét Kristján og var Steinsson, en Steinn sá hafði búið í Dalsmynni í Eyjahreppi. Systur hafði hann átta, Þorbjörgu að nafni, en hún hafði dáið úr lungnabólgu í vorinflú- enzu, þegar hún var sextán ára. Hún var það fremri bróður sínum, að hún gat munað í réttri röð versin í Passíu- sálmunum, eftir að hafa lesið þá einu sinni, en hann var ekki viss með að muna allsstaðar röðina. Þorbjörg hafði lesið fyrir bróður sinn, meðan hún lifði, þar á meðal alla Biblíuna. Ekki hefði neinum þýtt að fara í stælur við Kristján um það, hvað rétt væri eða rangt, því að þar voru honum tiltækir Passíusálmarnir, Salomons orðskviðir, Spekinnar bók og Jesú Syraksbók. Ekki voru honum heldur ókunn orð Frelsarans. Guðspjöllin kunni hann alveg og var gæddur styrk postullegrar trúar og þolinmæði. Heimilið á Rauðkollsstöðum var gleði- heimili, því að þar var ungt fólk á gáskaaldri. En öll meðferð á Kristjáni var þar frábær. Það var einsog allir, sem gengu framhjá rúmi hans, væru minntir á þessi orð drottins: ,,Drag skó þína af fótum þér, því að sá stað- ur, sem þú stendur á, er heilagur.” Þessi maður var sá, er mest hefur breytt mér á ævinni. Ég var nýkominn frá löngum skólalærdómi og ætlaði, að ég væri all-miklu vitrari en alþýðan. En þetta breyttist fljótlega. Og þó átti ég þá eftir að þekkja það mesta, sem ég hef þekkt á ævinni. Ég hafði lesið heimspeki, en hún hafði ekki gefið mér svo mikið, sem nokkra ávísun þess, að nokkur maður vissi neitt fyrir- fram. En þarna í rúminu á Rauðkolls- stöðum lá ólæs krypplingur, sem gat vanalega sagt fyrir gestakomur daginn áður, hvenær sem hann nennti að hafa orð á því, svo og tíðarfar, t. d. hvernig myndi viðra á þorra, góu og einmán- uði, sem mörgum lék mikil forvitni á að vita. Þessi maður vakti mig líka til að rannsaka alþýðuna þarna vesturfrá, og hef ég síðan hlustað á fræðslu margs manns þar í héraði, ekki síður en þeir hafa hlýtt á kenningar mínar í kirkju. Einar Benediktsson hlustaði með mikilli athygli á frásögn mína, enda
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.