Helgafell - 01.04.1943, Page 48

Helgafell - 01.04.1943, Page 48
184 HELGAFELL Nú var hann daufari í bragði og far- inn að spyrja spurninga, sem báru vitni um brestandi sálarkrafta. Hann spurði mig til dæmis, hve lengi ég hefði verið hæstaréttardómari. En oftast áttaði hann sig aftur, og eitt sinn benti hann með vísifingri á enniÖ á sér og sagði: Alkohólið fer ekki vel með mann hérna. Ég má vara mig á sjálfum mér. En á milli þessara eyða gat hann haldiÖ uppi samtali með skýrri hugs- un. Eitt sinn þegar við vorum tveir einir, bað ég hann að lesa upp Hrafninn eftir Edgar Allan Poe. Mér lék forvitni á að heyra, hvernig hann læsi upp. Ein- ar las upp kvæðið og las á alþýÖuvísu, með algerðu látleysi. Upplestur hans hreif mig. Annan dag hittumst við heima hjá Hjalta Björnssyni heildsala. Einar bjó þar í þetta sinn, meÖan hann stóð við í bænum. ViS sátum þar fjögur innií stofu, Einar, Hlín, Hjalti og ég, og ég sagði söguna af því, er Einar hjálpaÖi piltinum uppúr þriSja bekk og flaugst á við hundinn. Hlín varð svo hugfang- in af sögunni, að hún klappaði saman lófunum og hrópaði: Bravó ! Einn daginn kom ég heim til Einars með vin minn, sem þá var í presta- skólanum eða nýlega orðinn prestur. Hann hafði þráð mjög að fá aS sjá skáldið einu sinni á ævinni. Ég kynnti hann fyrir Einari og lét þá ættfærslu fylgja kynningunni, að faÖir piltsins og dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður hefðu verið systrasynir, og hugðist ég nú hafa slegið piltinum reglulega upp í áliti Einars. En þegar Einar heyrir ættfærsluna, beygir hann sig næstum til hálfs niÖur aS gólfi, slær hægri hendi til hliðar og blæs frá sér einsog fyrir vit hans legði vonda fýlu: Pu-u- u-u-u-u-u ! Ég og vinur minn brostum. Ég þóttist finna þaS greinilega á Einari, að hann væri fjærri því að vera ánægður með líf sitt. Eitt sinn spurði ég hann að því, hvort hann ætlaÖi ekki að skrifa ævisögu sína. Mig grunaði þá ekki, að honum hnignaÖi eins ört, sem raun bar síðar vitni um. Einar svaraði spurningu minni með þessum orÖum: Ertu vitlaus! HeldurSu ég fari að skrifa eintómar skammir um sjálfan mig. Einar var iðrandi maður. ,,Ég iÖrast aldrei eins innilega og þegar ég er bú- inn að taka tvö staup.“ En iðrun hans var ekki nógu stórbrotin til þess að hann áræddi að skrifa ,,skammir“ um sjálfan sig. Þórbergur ÞórSarson fœrÖi í letur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.