Helgafell - 01.04.1943, Side 50

Helgafell - 01.04.1943, Side 50
ÞORST. ÞORSTEINSSON: Bókasöfnun og bókamenn I. ÁKugi íslendinga fyrir því að lesa og eignast bækur hefst mjög snemma. Auk hinna kirkjulegu rita, sem hingað berast, þegar kennimenn vorir höfðu lært bóklestur, hefst hér þegar á 12. öld bókagerð. Lög voru skrásett og sagnir um forfeðurna færðar í letur. Voru þá þegar tekin afrit af hinum skrá- settu lögum, og hafa skrifararnir ýmist selt slík handrit eða höfðingjar ráðið þá gegn föstu kaupi til skrifstarfa þessara. Á 13. öld færast mjög í vöxt hand- ritagerðir, og taka þá slík handrit þegar að safnast fyrir í eigu einstakra manna og sumra klaustranna, en þó sérstaklega á biskupsstólunum. Þegar fram líða stundir, verður efni það, sem um er ritað, margbreytilegra, því að auk guðfræðibóka, lögbóka og íslendingasagna koma nú til fornaldarsögur, ævintýri, rímur o. fl. Höfðingjar halda sem áður skrifara til að afrita bækur og til bréfagerða. Lærðir menn vinna og mjög að bókritun, einkum klaustra- menn. Hin fornu skinnhandrit eru lánuð til lesturs og til afritunar. Þegar farið var að flytja pappír hingað til lands varð hægara um vik. Pappírinn var miklu ódýrari en kálfsskinnið, en það var meir en önnur skinn notað til bóka- og bréfagerða. Virðist svo, að allmikið handrita hafi verið til af ýmis konar bókmenntum hér á landi, áður en prentaðar bækur bárust hingað á 16. öld, og hélzt það við líði allt fram að síðustu aldamótum. Þegar prentsmiðja kom hingað voru nær eingöngu prentaðar guðsorða- bækur, en þrátt fyrir það var mikið gert að afritun sálmasafna og annars guð- rækilegs efnis. Þá var og afarmikið gert að afritun bóka um veraldleg efni; ýmsir fræðimenn og afritarar fengu handrit hvaðanæva frá, og stund- um prentaðar bækur, og skrifuðu allt upp á vetrum við kerta- eða koluljós, stundum í framhýsum eða verbúðum, með fingur stirðnaða af kulda, en bæk- ur eignuðust þeir, þótt skrifaðar væru, og mörgu björguðu þeir frá algerðri glötun. Misjöfn voru handrit þessi vitanlega að gæðum og rithönd, en mikill og virðingarverður var áhugi þessara manna, er unnu að verndun fróðleiks við slík skilyrði. En nú eru nöfn margra þeirra fallin í gleymsku og bækur þeirra komnar á víð og dreif. Þá voru aðrir, sem tóku hinu mesta ástfóstri við prentaðar bækur íslenzkar, önnuðust þær eins og dýrgripi, og ánöfnuðu þær þeim afkomenda sinna, er þeir höfðu sérstakar mætur á. Einkum átti þetta sér stað um biblíur og aðrar hinar stærri guðsorðabækur, auk Passíusálmanna. Urðu bækur á þennan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.