Helgafell - 01.04.1943, Page 66

Helgafell - 01.04.1943, Page 66
202 HELGAFELL kvarða fyrir augum, án þess að vera vel heima í sálarfræði, og ekki einungis þeirri, sem kennd er í skólum ! Amyntas er foreldralaus, en dvelur fyrstu bernskuárin hjá afa sínum og ömmu, er segja honum sögur, hvort á sinn hátt. Hann á engin leiksystkini, en hugmyndaflug hans skapar þau, meðal annars litla stúlku, sem stelur eplum handa honum í stórum aldingarði. Ymsar kynjaverur myndast. Og í heimi þessa einmana barns, þar sem yztu andstæðurnar mótast af blíðu telpunnar, dreymdu og grimmdarlegu öskri nautanna í skóginum. Hann lifir í bernsku sinni hluta af frumsögu mannkynsins. Æskuumhverfi hans er frumstæð hirð- ingjaþjóð, sem er að byrja að safnast í borgir, farin að glata sinni eigin menn- ingu og gleypa við erlendum áhrifum, auðvitað gagnrýnislítið. Amyntas hefur ákaflega órótt blóð, en jafnframt þráir hann mest af öllu kyrrlátt líf. Hann er gáfaður og mikilhæfur í eðli sínu, fíngerður og dreyminn, stoltur og einlægur, svo að stappar nærri einfeldni, hugrakkur og hugdeigur í senn, með mjög sterkan vilja, er herðist við hverja raun. Skapið er mikið, en jafnframt er hann svo þýðlyndur og meyr, að til vandræða horfir oft og einatt. Eins og öll foreldralaus börn hefur hann ákafa þörf fyrir ástúð, og mótar hún þrár hans, lyndiseinkunnir og framkomu þegar í bernsku. Hann samrýmist auðvitað eins illa og frekast má verða því fólki, er hann kynnist í borgum lands síns. Það er ruddalegt í siðum sínum, milli vita í menningarlegu tilliti, smámunasamt, kjöftugt, hrekkjótt og meinfýsið. Þeir, sem eitthvað eiga undir sér, eru fullir af hroka og undirmatstilfinningu, — er ávallt fer saman! — Auðvitað eru frá þessu ýmsar undantekningar í Makedóníu eins og annars staðar, og margt gott fólk til í landinu; en gott fólk verður fjarska sjaldan á vegi munaðar- lausra barna, hvernig sem á því stendur. Þó kynnist Amyntas einum manni merkum, að minnsta kosti, sem hefur mikilsvarðandi áhrif á hann og verður honum fyrirmynd lengi frameftir ævi. Geði Amyntas er þannig háttað, að hann mundi aldrei geta sætzt við þetta umhverfi og orðið því samdauna. Hann hlýtur þvf annað hvort að berjast við það alla ævi eða leita út fyrir það. Orlög hans virðast þegar frá öndverðu hafa valið honum síðari kostinn. Er hann gætti fjár í hlíðum Pangæos, dreymdi hann konu eina bjarta, sem tók á móti honum á fjarlægri strönd; það er út- þráin, er sameinast þránni eftir ástúð og tekur því eðlilega á sig konugervi. Krít er auðvitað óskadraumur allra, sem vilja út, þótt Troija og Mýkenæ séu einnig freistandi. Amyntas vill til Krítar, því allt, sem hann hefur heyrt um landið, samsvarar hans eigin þrá eftir fegurra og bjartara lífi. En það kost- aði fé að ferðast í þá daga, engu síður en nú, og það er ekkert útlit fyrir, að hann komist nokkru sinni til hinna þráðu stranda. Auk þess er hann mjög hræddur við ferðalagið. En óskir hans eru ákaflega sterkar og viljinn feyru- laus; hann kann ekki að gefast upp. Það, sem knýr hann áfram, er hið sama og skapað hefur alla menningu : fegurðarhugur mannsandans, sem er svo yfir-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.