Helgafell - 01.04.1943, Side 68

Helgafell - 01.04.1943, Side 68
204 HELGAFELL að vera konungur og pylsugerðarmaður, þegar skyggnzt er inn fyrir hið ytra form. Amyntas er frábærlega duglegur að komast áfram, en þó alls ekki fram- gjarn í eðli sínu. Upphefð og frægð eru honum leikspil eitt, sem hann kærir sig kollóttan um í raun og veru. Aflgjafinn, sem knýr hann áfram, er ekki einþættur, ekki einungis ólgandi lífsorka, heldur engu síður þjáning ólækn- andi saknaðar. — Þeir, sem kunna skil á fegurð, þekkja þann söknuð. — Og alloft virðast þessir tveir þættir hvor öðrum fjandsamlegir. Amyntas þjáist í fyrstu af útþrá, en síðar af heimþrá, en grunntónninn í allri leit hans og þrá, er hið svonefnda ,,móðurkomplex“, sem hér er tekið til meðferðar á nokkuð annan hátt en almenn sálarfræði myndi leggja blessun sína yfir. Hann er alltaf að leita að móður sinni, eins og raunar er mjög algengt um móðurlausa drengi og menn. En hún er honum ekki aðeins tákn þeirrar verndar, ástúðar og hlýju, sem hann var rændur með missi hennar, heldur og tákn hinnar full- komnu og yfirskilvitlegu hamingju, sem er ofar og æðri bæði fegurð og gleði; en hún má teljast það lokatakmark, sem yzt verður eygt frá sjónarhóli þessa lífs, þar eð ástúð og fegurð benda báðar út yfir sín eigin takmörk. Þessarar hamingju krefst hann og leitar, lætur sér ekkert minna nægja og tekur ekki á sér neinar mútur í þeirri leit. En dýrgrip þann leyfist dauðlegum höndum sjaldan að snerta, enda vafasöm veraldargæfa að hreppa hann, þótt ekki sé nema stutta stund, því sá ljómi fylgir honum, að skuggsýnt vill verða án hans og bragðdauft það, sem býðst á eftir! Amyntas fær þó þessa ósk að nokkru leyti uppfyllta — í svip. Hann fær allar óskir uppfylltar, hlýtur allt, er menn telja eftirsóknarvert: ástir fagurra kvenna, vini, fé, frægð, virðingu, aðdáun. Hann verður einn af glæsilegustu herrum heimsborgarinnar og hefur þegar lifað margar kyn- slóðir! En nú kemur dálítið strik í reikninginn. — Ætla mætti, að Amyntas væri ánægður, er hann hefur fengið jafnvel öfgakenndustu óskir sínar uppfylltar og vel það. En svo er Skaparanum fyrir þakkandi, að enginn lifandi maður getur nokkru sinni orðið fullkomlega ánægður með tilveruna. Ef það væri mögu- legt væri úti um framþróunina ! Dauðir menn geta orðið fullkomlega ánægð- ii, enda þótt ekki sé búið að grafa þá ! Þegar menningarkerfi er orðið gamalt og ,,fínt“ úrkynjast fólkið, sem ber það uppi, og aðrar frumstæðari manneskjur yfirbuga það. En hvað er úr- kynjun ? Því hefur verið svarað með miklum lærdómi og vangaveltum, en orsökin er ávallt ein: óeðlilegt líf! Sé manneskjan ekki í sífelldu og eðlilegu sambandi við gróanda, ljós, loft og mold, hina fæðandi, skapandi og endur- nýjandi náttúru, visnar hún smám saman, eins og jurt, sem skorin er af rót sinni, og það batar jurtina ekkert, þótt hún sé látin í dýra kristallsskál, og henni finnist sjálíri, að allt sé í himnalagi. Menningarkerfi, sem er ekki í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.