Helgafell - 01.04.1943, Side 70

Helgafell - 01.04.1943, Side 70
206 HELGAFELL að ég notaði aðeins naktar staðreyndir úr samtíð minni og hafði af miklum gnægðum að taka, en öllu hinu versta og viðbjóðslegasta af þeim varð ég auðvitað að sleppa, af skiljanlegum ástæðum. Knossosbúar mundu alls ekki hafa getað skilið meðferð landsmanna Amyntas á honum, ef hann hefði sagt þeim allan sannleikann ! En Amyntas, ,,hinn ótemjandi", hefur séð hann svartan fyrr og lætur ekki bugast, enda þótt hann missi einnig ástmey sína, er vitanlega svíkur hann, þegar hann þarfnast hennar mest. Hann fer enn til Krítar, með hug- ann fullan af svíðandi fyrirlitningu og andstyggð á höfuðborg fósturjarðar sinnar. Og Knossos bregzt honum ekki, — tryggð þess, sem er orðið oss einskisvirði, er ómögulegt að glata. Fyrri ástmey hans og barnsmóðir, prinsessa Brítómartís, gerir hann skömmu síðar að konungi á Krít, rétt áður en hin feiga borg fellur fyrir grimmdaræði Mýkenæmanna. Hið tákn- ræna skeið hans er á enda runnið. í honum er að vísu gróðurspíra nýs tíma, er lýst verður í annarri sögu. En hann veit það ekki sjálfur. Þegar þarna er komið, á hann enga ósk og enga hugsjón að lifa fyrir, og dauða- þráin er hið síðasta, er rannsókn á huga hans leiðir í ljós, um það bil sem bókinni lýkur. í sögunni eru, auk Amyntasar, eitthvað í kringum fimmtíu nafngreindar persónur, og ég varð að þekkja þær allar og rannsaka þær á sama hátt og hann, jafnvel þótt þeim brygði aðeins fyrir í svip í frásögninni. Nokkru af undirstraumi efnisþungans er safnað í eins konar táknmyndir, er nálgast sumar persónugervinga. Þær felast í nöfnunum á fyrirsögnum kaflanna: Gyðjan, Uxinn, Elfan, Fjallið, Krossinn, Lindin, o. s. frv. Það liggur í hlutarins eðli, að skáldið verður að viða að sér mörgum sinnum meira efni í sögu sína en hann notar beinlínis í bókinni sjálfri. í huga þess skapast allajafna miklu f'ieiri persónur en nauðsynlegt er að gefa líf, og einkum kurlast mikið af umhverfinu, lífssögu persónanna og sjálfum atburðunum. Þar kemur til tækninnar kasta að velja einungis það, sem ekki verður fram hjá gengið. Skáldið sér og kannar heila veröld, en velur síðan úr það eitt, sem nauðsynlegt er til þess að blása lífi í efni það, er rúmazt getur innan „ramma" sögunnar. Og þetta val er oftast afarerfitt, það þyngir vinnuna mjög, þegar komið er út í skriftirnar og allur efnisþunginn, byrði bókarinnar liggur á höfundinum eins og mara, hinir mörgu og ólíku efnis- þættir, er samræmast skulu í eina lifandi heild. Það er örðug smíð. Og vegsummerki stritsins mega hvergi sjást! Yfirborð sögunnar verður að vera sem sléttast, einfaldast og eðlilegast, svo að lesandinn hugsi sem svo: Það getur ekki verið neitt afrek að skrifa svona bók; ég er alveg viss um, að ég gæti það, ef ég mætti bara vera að því. Það spillir engu, þótt þér reynið það, lesendur góðir. Ég hef áður minnzt á erfiðið, sem skáldskapurinn útheimtir. En sjálfur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.