Helgafell - 01.04.1943, Side 80

Helgafell - 01.04.1943, Side 80
216 HELGAFELL úr kr. 14.50 í 16.80 (16% hækkun), sé miðað við 10 tíma vinnudag áður og 8 tíma vinnudag nú. En sé miðað við 10 stunda vinnu áður og 10 stunda vinnu nú (2 stundir eftirvinna) og tek- ið tillit til raunverulegra vinnustunda fyrr og nú, nemur grunnkaupshækk- unin um 55%. Um þetta leyti héldu Búnaðarsam- böndin fundi með bændum til að ræða um afurðaverðið. Seint í ágústmánuði mættu fulltrúar búnaðarsamtakanna á Alþingi og skýrðu frá því, að bændur krefðust að fá kr. 6.00 fyrir kg. af dilkakjöti um haustið, en á einum fundi hefði krafan verið kr. 5.50. Al- þingi samþykkti síðan, 31. ágúst, svo- fellda þingsályktun: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn- inni að greiða úr ríkissjóði verðuppbót á útflutt dilkakjöt af framleiðslu ársins 1942, eftir því sem þörf gerist, til þess að útflytjendur fái sama verð fyrir það kjöt, komið í skip á útflutningshöfn, eins og heildsöluverðið er á kjöti á innanlandsmarkaði á sama tíma. Enn fremur að greiða verðuppbætur á ull og gærur, sem framleiddar eru til út- flutnings árið 1942, og miðist verðupp- bæturnar við það, að framleiðendur fái ekki lægra verð hlutfallslega fyrir þess- ar afurðir en þeir fengu fyrir þær árið 1940, miðað við verðlagsvísitölu beggja áranna, að viðbættri uppbót, er svarar til þeirrar almennu grunnkaupshækk- unar, sem orðið hefur og verða kann hjá launafólki í landinu á árinu 1942.“ Viku síðar, 7. sept., var kjötverðið ákveðið, kr. 6.40 kg. í heildsölu, en verð á sláturafurðum varð sem hér segir: Mör kr. 6.50 kg., slátur (með garnmör) kr. 7.50, en kr. 14.00 með 1 kg. af mör, svið kr. 4.50 kg., lifur, hjörtu og nýru kr. 7.50 kg. Fjórum dögum síðar, 11. september, hækkaði mjólkin úr kr. 1.15 í kr. 1.50 lítrinn (mæld mjólk), smjör hækkaði í kr. 18.70 kg. og aðrar mjólkurvörur þessu líkt. Meðan þessu fór fram, hækkuðu flestar aðrar vörur vegna grunnkaups- hækkana og hækkaðrar vísitölu, eink- um þær vörur, sem mikill vinnukostn- aður féll á, svo sem fatnaður og iðnað- arvörur. Framfærsluvísitalan, sem byggðist á verðlaginu I. október, varð 250 stig, en hún átti eftir að hækka betur og komst upp í 272 samkvæmt verðlaginu 1. desember. Mjólk og mjólkurvörur hækkuðu til muna 8. nóvember, mjólk- in í 1.75, smjörið í 21.50 o. s. frv., og áttu þessar vörur drýgstan þátt í hækk- uninni, eða um 9 stig. Til þess að sýna hina örlagaríku þróun í verðlagsmálunum síðari hluta ársins 1942, skulu hér birtar vísitölur vöruflokkanna eftir verðlaginu 1. sept. og 1. desember. Vísitölur: 1. sept. I. des. Kjötvörur .. 253 486 Fiskur .. 237 276 Mjólk og feitmeti .. 301 439 Kornvörur .. 209 266 Garðávextir og aldini , ,. 351 307 Nýlenduvörur ,. 207 256 Eldsneyti og ljósmeti . ,. 232 234 Fatnaður .. 198 244 Húsnæði . 114 125 Ymisleg útgjöld ,. 180 218 Framfærsluvísitala .... 210 272 Segja má, að hörð kosningabarátta stæði hér allt árið 1942 fram í október. í þeirri gerningahríð var ýmsum ráðum beitt til að véla um fyrir almenningi, eins og gengur, og deilur voru harðar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.