Helgafell - 01.04.1943, Side 95

Helgafell - 01.04.1943, Side 95
„DÝR í FESTI“ 231 með Eyvindi og leggja sitt líf við hans líf, því að þegar til bardaga kemur segir sagan: „Skósveinn Eyvindar þóttist eigi kröftugr til orrustu ok tók hest sinn, ok ríðr vestr yfir háls til Aðalbóls“, að vísu til þess að sækja liðsveizlu, sem hann þó hlaut að sjá, að koma mundi um seinan. Hræðsla og hugleysi hafa gripið skósveininn þegar í stað, er hann þekkir Hrafnkel, enda sýna orðin: ,,Þat býðr mér í hug, at hann muni þik hitta vilja“, að þau eru mælt af sárri tilfinning. Hann óar við liðsmuninum, og hann sér hve ólíkt er háttað ferðalagi Hrafnkels og Eyvindar. Hann sér, að Hrafnkel og hans menn bar skjótt eftir, er þeir riðu lausir, en að þeir Eyvindur steypa stömpum í fenjum og foraði, alveg háðir og bundnir við klyfjahestana, sem liggja drjúgum á kviði í mýrinni eða aðeins tosast áfram í aur og efju í miðjan legg og kvið. Fyrstu bænar- og hvataorð sveinsins til Eyvindar um að ríða undan, eru ekki einungis sprottin af umhyggju fyrir lífi húsbóndans, þótt þau hljóði á þá leið, heldur eru þau einnig mjög hyggilegt ráð til að forða sjálfum sér undan háskanum, vansalaust. Ef Eyvindur hefði riðið undan, voru tveir kostir fyrir sveininn, og báðir góðir. Annar að fylgjast með húsbónda sínum, sem þó var áhættumeira, og hinn að dveljast eftir með hinum félög- unum, enda taldi hann sig þá óhultan, því að í næstu setningu telur hann þeim borgið, ef Eyvindur nær að komast undan. Endurtekur hann þetta með stígandi þunga í þriðju setningu: ,,er þá alls gætt, ef þín er eins“. Þá er komið að síðustu setningu skósveinsins og þýðingu orðanna, sem um var rætt í upphafi. En áður en lengra er farið, verður að víkja að öðru efni. Fálkaveiðar hafa líklega verið stundaðar hér á landi þegar á landnáms- öld, en allar aldir síðan voru þær reknar af kappi, allt til loka 18. aldar, og nokkru lengur. Þeir fálkar voru taldir beztir, er veiddir voru fullþroskaðir. Ekki eru til skjallegar heimildir fyrir því, hvernig fullorðnir fálkar voru veiddir hér á landi á hinum fyrstu öldum, en ætla má, að notaðar hafi verið líkar að- ferðir eða hinar sömu og tíðkaðar voru um sama leyti annars staðar á Norðurlöndum og Þýzkalandi, þar sem fálkar voru veiddir. Það var óbrigðul og föst venja á öllum öldum, að egnt var fyrir fálkann með sams konar dýrum og hann var látinn veiða, þegar veitt var með fálkum. Það voru ekki aðeins fuglar, er veiddir voru með fálkum, heldur einnig refir, hérar og smærri dýr, er fálkum voru viðráðanleg fyrir stærðar sakir. 1 Tilforladelige Efterretninger om Island (bls. 150—152) lýsir Horrebow, hvernig fálkaveiðar fóru fram hér á landi á fyrri hluta 18. aldar. Þá voru fálka- veiðar úr sögunni fyrir löngu í nágrannalöndunum, vegna þess að þar hafði fuglinum verið nær gjöreytt, en tækniþróunin hafði hvorki verið svo hrað- stíg á umliðnum öldum né veiðivélarnar í þessari grein svo margbrotnar, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.