Helgafell - 01.04.1943, Síða 96

Helgafell - 01.04.1943, Síða 96
232 HELGAFELL veiðiaðferðin hafi ekki getað verið hin sama um margar aldir. Hinir gömlu og reyndu fálkafangarar virðast og ekki hafa þekkt aðra aðferð. En það vill nú svo vel til, að talsháttinn í Hrafnkels sögu, sem menn hafa ekki skilið, má einmitt telja sönnun fyrir því, að veiðiaðferðin hafi verið hin sama á tíð söguhöfundar og á 18. öld. Og nú lætur hann söguna gerast á 10. öld, og má því ætla, að hann hafi gert ráð fyrir, að veiðiaðferðin væri gömul. Eftir lýsingu Horrebows var veiðivélunum hagað eins og hér segir: Tveir stólpar voru reknir niður í jörðina, hvor skammt frá öðrum. 1 annan þeirra var fest nokkurra metra löng snúra, að líkindum jafnlöng bilinu milli stólp- anna. Hinn endi snúrunnar var bundinn um fót agnsins, fuglsins eða dýrsins, svo að fuglinn gat flögrað eða dýrið hreyft sig. Vegna þessara hreyfinga agnsins, gat fálkinn fremur komið auga á það. Endi annarar snúru, sem var um 160 metra löng, var einnig bundinn um fót agnsins, og gekk sú snúra í gegnum gat á hinum stólpanum, en veiðimaðurinn, sem lá í leyni, hélt í hinn enda þessarar snúru. Hér skiptir ekki máli og gerist ekki þörf að lýsa veiðiaðferðum né tækjum nánar. Þau mátti flytja fyrirhafnarlítið og koma fyrir í snatri, þar sem flugfálka var helzt von og nálægt fálkahreiðrum. Þess skal aðeins getið, að fálkaveiðar voru stundaðar hér um land allt, og veiði- aðferðin hlaut því að vera kunn flestum fullorðnum mönnum. Nú er að hverfa að því, sem fyrr var frá horfið, síðustu setningu skó- sveinsins. Höfundur Hrafnkels sögu þekkir sína menn og sveininn ekki miður en aðra. Það verður að telja með ólíkindum, að hann leggi þessum óharðnaða, hugdeiga skósveini á tungu dýran, fornan málshátt á hættunnar stund, til þess að telja húsbónda sínum hughvarf. En höfundurinn hefur gætt skósvein- inn þeirri athyglisgáfu og greind, að hann í neyðarópi sínu gat brugðið upp alþekktri mynd af hversdagslegri athöfn, sem sýndi í einu leiftri hverja að- stöðu Eyvindur hafði, og þeir félagar allir, gagnvart Hrafnkeli. Myndin er tekin frá fálkaveiðum Á meðan Eyvindur fer á eftir klyfjahestunum og er bundinn við þá, er hann eins og ,,dýr í festi“, en Hrafnkell getur rennt sér yfir hann og þá fé- laga alla eins og valur. Ef Eyvindur aftur á móti ríður á undan klyfjahestun- um og það sem greiðast, þá er ,,eigi dýr í festi, ok er vel“. Hættan af nátíist hans fyrir skósveininn sjálfan og fylgdarmennina, sem einnig hvetja Eyvind til að ríða undan, er þá eigi framar fyrir hendi. Þeim er öllum Ijóst, að Ey- vindur er agnið, bráðin, er Hrafnkell vill hremma. Með síðustu orðunum, ,,hvat sem af oss verðr“, er sveinninn að gefa í skyn, að Hrafnkell kunni þó að láta þá gjalda fylgdar við Eyvind, en af orðum sveinsins í annari setn- ingu verður það ráðið, að hann telur þeim enga hættu búna, ef Eyvindur er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.