Helgafell - 01.04.1943, Page 117

Helgafell - 01.04.1943, Page 117
LÉTTARA HJAL 253 að flestir þeirra manna, — og þar á meða! Bjarni Benediktsson, sem láta sér annast um, að gengið verði að fullu frá sambandsslitun- um á næsta ári, án nokkurs tillits til þess, sem fram fer í heiminum, muni boða þessa skoðun af fullkomnu undirhyggjuleysi og í bjargfastri trú á því, að þannig eigi þetta að vera. Ég hef heldur engan hitt, sem lái það Sigurði Eggerz, þó hann taki þessari lausn sjálfstæðis- málsins með eldmóði og hrifningu. Hann hef- ur ávallt túlkað sjálfstæðiskröfur landsins síns af eldmóði og hrifningu og aldrei hvikað eitt andartak frá þeirri skoðun, að vér ættum að skilja við Dani strax. Meðal sjálfstæðishetja þjóðarinnar er hann skilnaðarmaðurinn par excellence, og hann mundi aldrei geta afborið það að hætta að skilja við Dani, hvað sem á dyndi og hversu sjálfstæðir scm vér yrðum. Og í rauninni er ekkert virðingarverðara en þetta, því þannig er eðli hins hreinhjartaða hugsjónamanns. Hver sá, sem hefur gert stóra hugsjón að innihaldi lífs síns, á þann kost cinan að lifa fyrir hana, en hann lifir hana ekki af. — En það er jafnan því hörmulegra sem málstaðurinn er glæsilegri, þegar slíkum mönnum mistekst að gæta hans fyrir þeim áhangendum sínum, sem hætta er á, að van- helgi hann með illkvittni og ódrengskap. Er þess skemmst að minnast, að þegar hingað barst hógvær og kurteisleg ályktun frá fundi landa vorra í Kaupmannahöfn, þar sem ís- lendingar eru varaðir við því að stofna sam- búð sinni við aðrar Norðurlandaþjóðir í hættu LANDRÁÐ °f ;TkaK hafnar-íslendinga ívatvlsllakusn þessa mals, birt- ist næsta ósmekkleg smágrein í einu blaði bæjarins, þar sem það var fyllilega gefið í skyn, að þessir landar vorir sætu á svikráðum v*ð málstað þjóðar sinnar, og það tekið fram, að öðruvísi hefði fyrri kynslóðum Hafnar- Islendinga farizt í sjálfstæðismálum hennar. bder er að vísu ókunnugt um, hvað forfeður þessa glamuryrta greinarhöfundar hafa lagt af mörkum í baráttu vorri við Dani, en hitt er vitað, að engir íslendingar hafa gert sér niena far um að varðveita og efla þjóðernis- kennd sína en þeir hinir sömu menn, er að ályktuninni stóðu. Það þarf vissulega meira en venjulegt íslenzkt blygðunarleysi til þess að bera þeim á brýn svívirðilegar hvatir í sam- bandi við örlagaríkt vandamál ættjarðar sinnar, og fullkomin þjóðarskömm, að nokkrum ís- Iendingi skuli haldast uppi slíkur rógburður gagnvart löndum sínum erlendis, sem ekki hafa neina aðstöðu til að koma vörnum fyrir sig. Annars mun sá íslendingur vandfundinn, sem ekki óskar þess af fullri einlægni, að ís- lendingar megi sem fyrst búa einir og frjálsir að sínu landi og taka virðulegt sæti meðal annarra sjálfstæðra þjóða eftir stríðið. Hverjum manni mun og fyllilega ljóst, að sambandi voru við Dani er þegar raunverulega slitið og verður naumast tekið upp aftur, og þessi skiln- ingur er of almennur og fastur orðinn til þess, að nokkur flokkur eða einstaklingur geti öðr- um fremur eignað sér hann. Enginn mun heldur efast um rétt vorn til sambandsslit- anna, hvort sem vér kjósum fremur að neyta hans strax eða síðar. Hitt er vitað, að vér eigum enn eftir að ræða ýms þau mál við sambandsþjóð vora, sem ekki verða leyst á viðunandi hátt nema með vingjarnlegu sam- komulagi milli beggja aðila. Margir íslending- ar Iíta ennfremur þannig á, að oss hafi aldrei verið meiri þörf á því en nú að rækja ætternis- og vináttuskyldur vorar við bræðraþjóðirnar á Norðurlöndum, enda er skoðanamunurinn í sjálfstæðismálinu um það eitt, hvaða tími sé heppilegastur til endanlegra sambandsslita og hver aðferð sé oss samboðnust. Vœntanlcga lita flestir þó svo á, aS úr því sem komiS er, sé mest um vert, aS þjóSin standi saman um viSráSanlega lausn á þessu máli, og cettu fjand- samlegar hótanir, sem henni kunna aS berast, aS vera henni til nokkurs stuSnings t því efni. En hvernig sem þessu máli reiðir af, verður ekki annað sagt, en að það sé mikill ósiður að bera mönnum á brýn skort á ættjarðarást, þó þeir hafi ólíkar skoðanir á einstökum atriðum þessa máls. Yfirleitt er mönnum ættjarðarást í brjóst borin, og t. d. hafa kommúnistamir íslenzku, sem þó hafa oft verið sakaðir um landráð, mjög mikið af henni, og ef til vill eru það þeir, sem mesta föðurlandsást hafa til að bera, því auk þess sem þeir elska sína eigin ættjörð eins og hverjir aðrir, þá munar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.