Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1981, Page 142

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1981, Page 142
Tímarit Alá/s og menningar hélt henni fast með báðum höndum að brjóstinu. Einu gildir hvað ég ráfaði lengi um, áður en ég fór heim. Mér var hlýtt um hjartaræturnar og hló hugur i brjósti. Þegar ég kom heim settist ég ekki strax við lestur. Ég lét sem ég hefði bókina ekki í fórum mínum, en brá síðan við nærveru hennar. Nokkrum klukkustundum síðar opnaði ég spjöldin og las nokkrar undursamlegar setningar, en lokaði bókinni síðan á ný, ráfaði um húsið, dró á langinn að fá mér brauðbita með smjöri; þóttist ekki vita hvar ég ætti að geyma bókina. Eg virti hana fyrir mér og opnaði hana andartak. Ég fann upp á hinum furðulegustu vandkvæðum, til þess ég gæti notið i leyni gleð- innar. Seinna átti fyrir mér að liggja að geta notið gleðinnar aðeins í laumi. Það var engu líkara en ég fyndi örlögin á mér. En hvað ég treindi mér ánægjuna! Mér fannst ég svífa í lausu lofti... I mér var eitthvert stolt og blygðun. Ég líktist helst viðkvæmri drottningu. Stundum tyllti ég mér i hengirúmið, rólaði mér þar og hvolfdi bókinni á hálsinn, varaðist að snerta hana, haldin himintærri hrifningu. Eg var ekki lengur litil telpa sem átti bók, heldur kona í leik við elskhuga sinn. Clarice Lispector fæddist i Úkraníu en fluttist nýfædd með foreldrum sínum til Brasilíu, á flótta undan hungursneyð; og setjast þeir að í Recífe, en þar er sagan látin gerast. Þótt sagan láti lítið yfir sér og fjalli aðeins um hræringar í sálinni, þá nálgast hún vídd harmleiksins og kafar niður á dýpi frumkenndanna. Höfuð- einkenni Lispector er einmitt það að sjá hið stóra í hinu srnda og mikilvægi þess sem lætur lítiö yfir sér, eins og birtist í þeim reginmun sem er á því að „eiga“ og „hafa hjá sér eins lengi og mann lystir" og tengja síðan ástinni. Þannig verður sagan um bókina víðtæk ástarsaga, saga um undirgefni, staðfestu, angist, von, en einnig er hún dæmisaga um eignarréttinn og eðli hans, og þörf mannsins fyrir að elska í kvöl og kvalaþörfina. Lispector lést fyrir tæpu ári. Meðan hún lifði var hún eflaust meðal bestu rithöfunda lands síns og Suður-Ameríku allrar, og meðal bestu skáldsagnahöf- unda heimsins, fullkomlega sambærileg við Virginíu Woolf, sem hún á ýmis- legt sameiginlegt með. Þó sameinar Lispector með ýmsum hætti fleiri leyndar- dóma en Virginía vegna þess að i deiglu hugar og reynslu hennar er meiri blanda en í hinni bresku skáldkonu. Það er af því að hún var í senn brasilísk, evrópsk og 500
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.