Morgunblaðið - 19.12.1991, Side 23

Morgunblaðið - 19.12.1991, Side 23
23 MORGUNBLftÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 UR HELLIIHOLL Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Bláskjár Ævintýri eftir Franz Hoffmann. Þýðandi: Hólmfríður Knudsen. Utgefandi: Forlagið. Það er alveg ótrúlegt hvað hægt er að búa til margar útgáfur af ævintýrum. Þau eru óteljandi ævin- týrin sem skrifuð hafa verið um prinsa og prinsessur í álögum, sem verða fyrir ranglæti og nornum og stjúpum og systrum og álfkonum (athyglisvert að það er iðulega kvenkynið sem er illa innrætt). En hvað um það, ævintýrin eru ótrú- lega sígild og skemmtileg. Svo eru annars konar ævintýri — og sum alveg sér á parti. Það á við Bláskjá, söguna af litla dreng- hnokkanum sem býr í ræningja- bæli, í helli þar sem allir eru svart- ir og skítugir og háværir og orðljót- ir, nema Ella litla vinkona hans. Þau tvö eru hrædd, þau standa saman, þótt hún sé af dimma stofn- inum og hann af þeim ljósa, með englahárið sitt og himinbláu augun. Enda fær hann bara að fara út að nóttu til og þá er settur litur í hár- ið á honum, svo hann þekkist ekki. Honum hefur nefnilega verið rænt honum Bláskjá. Og hann á sér óljósa minningu um hlýjan móð- urfaðm og hann langar að sjá sól- ina. En Bláskjár fær aðeins að fara út um nætur, í ránsferðir og varla það, því hann hefur reynt að stijúka einu sinni og var þá settur í svart- holið. Það var óhugnanleg reynsla Næst þegar Bláskjár fær að fara út úr hellinum — að nóttu til — er það til að ræna höll greifans í ná- grenninu. Ekki hafa þó ræningjarn- ir erindi sem erfiði og Bláskjár verð- ur viðskila við þá um tíma. Nógu lengi til að sjá sólina, til að kynn- ast því að til er öðruvísi fólk er ræningjarnir, gott fólk og bjart fólk eins og hann sjálfur. Þar fer fremst- ur í flokki sonur greifans, sem vill gera Bláskjá að bróður sínum, en hirðmaður föður hans tekur slíkt ekki í mál og hrekur Bláskjá í burtu. Hann hefur komist í tæri við hið góða og öðlast von um að það geti sigrað að lokum, en þegar Bláskjár lendir aftur í ræningjahöndum, ef- ast hann. Hann rifjar þó upp það sem Valter, sonur greifans sagði: Að einhver tilgangur sé með öllu. Þegar ræningjarnir stela svo Valt- er, gerir Bláskjár sér grein fyrir hver tilgangurinn var. Bláskjár er ákaflega hrífandi ævintýri. Þar takast hið góða og illa stöðugt á. Það skiptast á skin og skúrir, vonir og vonbrigði, trú og efi. Þrátt fyrir það að Bláskjá er skipað í ránsferðir, er hjarta hans hreint og hann heitir sjálfum sér stöðugt að komast burt — flýja. Þýðingin er líka einstök. Málfarið er seiðandi fallegt og kjarngott. Það er eins og verið sé að segja börnum sögu á fullorðinsmáli.' Ekkert er fjarlægt og lesandanum ekki mein- uð hughrif. Spennan er mjög lifandi og nálæg. Um þýðandann, Hólmf- ríði Knudsen, skrifar Vilborg Dag- bjartsdóttir í eftirmála. Hólmfríður fæddist árið 1870 og lést árið 1950. Þar'kemur fram að hún stytti börn- um sínum stundir með því að lesa fyrir þau sögur úr dönskum tímarit- um sem hún þýddi jafnóðum og hún las. Enda er sagan af Bláskjá lík- ari því að verið sé að segja manni sögu, en að maður sé að lesa hana. Á bók liggja hins vegar aðeins tvær þýðingar; Bláskjár og Ævintýrið um Stein Bollason. Það er skaði að ekki skuli liggja fleiri þýðingar eft- ir hana. Bók um valdaránið í Moskvu FRÖNSKU ÚT er komin hjá Fróða hf. bók- in „I helgreipum harðlínu- manna“ eftir Gunnar Stefán Wathne Möller. Bókin fjallar á um valdaránið í Sovétríkjunum síðastliðið sumar, en höfundur- inn hefur rekið fyrirtæki í Moskvu um nokkurt skeið og verið þar búsettur. Formála að bókinni ritar Nikolaj Petrakoff, meðlimur forsetaráðs Sovétríkjanna og stjórnmálaráðs Hreyfingar fyrir lýðræðislegum umbótum. í formála _ Petrakoffs segir meðal annars: „Ég held, að lesendum finnist þessi bók eftir Gunnar Stefán Wathne Möller afar áhugaverð. Að minnsta kosti get ég sem beinn þátttakandi í atburð- unum, sem lýst er, og sem dvaldi alla þessa sögulegu daga í Moskvu, bæði í Bely Dom, Æðsta ráði Sovétríkjanna og við skriðdrekana á götunum, borið vitni um það, að bókin er sönn og læsileg Jýsing á atburðunum.“ Gunnar Stefán Wathne Möller stundar nám í stjórnmála- og Sovétfræðum við Hai’vard-háskóla í Boston. Auk þess hefur hann dvalizt langdvölum í Sovétríkjun- um undanfarin ár, rekið þar ferða- þjónustufyrirtækið Bisnost og sett á laggirnar The Moscow Institute of Social and Political Studies, en á vegum stofnunarinnar eru haldin námskeið fyrir erlenda stúdenta í rússnesku og Sovétfræðum. Gunnar Stefán Wathne Möller. LAMPARNIR 5 w tt a. FALLEG HÖNNUN MARGAR GERÐIR le Qauphin HEKLA FRANCE LAUGAVEG1174 S 695500/695550 Cf&ttmrö HAGKAUP I i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.