Morgunblaðið - 19.12.1991, Síða 23

Morgunblaðið - 19.12.1991, Síða 23
23 MORGUNBLftÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 UR HELLIIHOLL Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Bláskjár Ævintýri eftir Franz Hoffmann. Þýðandi: Hólmfríður Knudsen. Utgefandi: Forlagið. Það er alveg ótrúlegt hvað hægt er að búa til margar útgáfur af ævintýrum. Þau eru óteljandi ævin- týrin sem skrifuð hafa verið um prinsa og prinsessur í álögum, sem verða fyrir ranglæti og nornum og stjúpum og systrum og álfkonum (athyglisvert að það er iðulega kvenkynið sem er illa innrætt). En hvað um það, ævintýrin eru ótrú- lega sígild og skemmtileg. Svo eru annars konar ævintýri — og sum alveg sér á parti. Það á við Bláskjá, söguna af litla dreng- hnokkanum sem býr í ræningja- bæli, í helli þar sem allir eru svart- ir og skítugir og háværir og orðljót- ir, nema Ella litla vinkona hans. Þau tvö eru hrædd, þau standa saman, þótt hún sé af dimma stofn- inum og hann af þeim ljósa, með englahárið sitt og himinbláu augun. Enda fær hann bara að fara út að nóttu til og þá er settur litur í hár- ið á honum, svo hann þekkist ekki. Honum hefur nefnilega verið rænt honum Bláskjá. Og hann á sér óljósa minningu um hlýjan móð- urfaðm og hann langar að sjá sól- ina. En Bláskjár fær aðeins að fara út um nætur, í ránsferðir og varla það, því hann hefur reynt að stijúka einu sinni og var þá settur í svart- holið. Það var óhugnanleg reynsla Næst þegar Bláskjár fær að fara út úr hellinum — að nóttu til — er það til að ræna höll greifans í ná- grenninu. Ekki hafa þó ræningjarn- ir erindi sem erfiði og Bláskjár verð- ur viðskila við þá um tíma. Nógu lengi til að sjá sólina, til að kynn- ast því að til er öðruvísi fólk er ræningjarnir, gott fólk og bjart fólk eins og hann sjálfur. Þar fer fremst- ur í flokki sonur greifans, sem vill gera Bláskjá að bróður sínum, en hirðmaður föður hans tekur slíkt ekki í mál og hrekur Bláskjá í burtu. Hann hefur komist í tæri við hið góða og öðlast von um að það geti sigrað að lokum, en þegar Bláskjár lendir aftur í ræningjahöndum, ef- ast hann. Hann rifjar þó upp það sem Valter, sonur greifans sagði: Að einhver tilgangur sé með öllu. Þegar ræningjarnir stela svo Valt- er, gerir Bláskjár sér grein fyrir hver tilgangurinn var. Bláskjár er ákaflega hrífandi ævintýri. Þar takast hið góða og illa stöðugt á. Það skiptast á skin og skúrir, vonir og vonbrigði, trú og efi. Þrátt fyrir það að Bláskjá er skipað í ránsferðir, er hjarta hans hreint og hann heitir sjálfum sér stöðugt að komast burt — flýja. Þýðingin er líka einstök. Málfarið er seiðandi fallegt og kjarngott. Það er eins og verið sé að segja börnum sögu á fullorðinsmáli.' Ekkert er fjarlægt og lesandanum ekki mein- uð hughrif. Spennan er mjög lifandi og nálæg. Um þýðandann, Hólmf- ríði Knudsen, skrifar Vilborg Dag- bjartsdóttir í eftirmála. Hólmfríður fæddist árið 1870 og lést árið 1950. Þar'kemur fram að hún stytti börn- um sínum stundir með því að lesa fyrir þau sögur úr dönskum tímarit- um sem hún þýddi jafnóðum og hún las. Enda er sagan af Bláskjá lík- ari því að verið sé að segja manni sögu, en að maður sé að lesa hana. Á bók liggja hins vegar aðeins tvær þýðingar; Bláskjár og Ævintýrið um Stein Bollason. Það er skaði að ekki skuli liggja fleiri þýðingar eft- ir hana. Bók um valdaránið í Moskvu FRÖNSKU ÚT er komin hjá Fróða hf. bók- in „I helgreipum harðlínu- manna“ eftir Gunnar Stefán Wathne Möller. Bókin fjallar á um valdaránið í Sovétríkjunum síðastliðið sumar, en höfundur- inn hefur rekið fyrirtæki í Moskvu um nokkurt skeið og verið þar búsettur. Formála að bókinni ritar Nikolaj Petrakoff, meðlimur forsetaráðs Sovétríkjanna og stjórnmálaráðs Hreyfingar fyrir lýðræðislegum umbótum. í formála _ Petrakoffs segir meðal annars: „Ég held, að lesendum finnist þessi bók eftir Gunnar Stefán Wathne Möller afar áhugaverð. Að minnsta kosti get ég sem beinn þátttakandi í atburð- unum, sem lýst er, og sem dvaldi alla þessa sögulegu daga í Moskvu, bæði í Bely Dom, Æðsta ráði Sovétríkjanna og við skriðdrekana á götunum, borið vitni um það, að bókin er sönn og læsileg Jýsing á atburðunum.“ Gunnar Stefán Wathne Möller stundar nám í stjórnmála- og Sovétfræðum við Hai’vard-háskóla í Boston. Auk þess hefur hann dvalizt langdvölum í Sovétríkjun- um undanfarin ár, rekið þar ferða- þjónustufyrirtækið Bisnost og sett á laggirnar The Moscow Institute of Social and Political Studies, en á vegum stofnunarinnar eru haldin námskeið fyrir erlenda stúdenta í rússnesku og Sovétfræðum. Gunnar Stefán Wathne Möller. LAMPARNIR 5 w tt a. FALLEG HÖNNUN MARGAR GERÐIR le Qauphin HEKLA FRANCE LAUGAVEG1174 S 695500/695550 Cf&ttmrö HAGKAUP I i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.