Morgunblaðið - 20.11.1999, Page 27

Morgunblaðið - 20.11.1999, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 27 VIÐSKIPTI BP Amoco200 milljarða punda virði London. Reuters. BREZKI olíurisinn BP Amoco Plc hefur bætzt í hóp örfárra fyrir- tækja í heiminum, sem eru talin meira en 200 milljarða dollara virði. Upphæðin er rúmlega tvisvar sinnum hærri en sameiginleg skuld 33 fátækustu þjóða heims, en lægri en viðskiptahalli Bandaríkjanna á þessu ári samkvæmt spám. Ekkert annað brezkt fyrirtæki hefur náð eins langt og með árangri sínum treystir BP Amaco stöðu þungaiðnaðarfyrirtækja gegn há- tæknifyrirtækjum í röð voldugustu fyrirtækja heims, þar á meðal Microsoft Corp, Intel Corp og Nippon Telegraph & Telephone Corp. í Japan. Auk BP Amaco eru einu fyrir- tækin, sem náð hafa jafnlangt án þess að vera hátæknifyrirtæki, verzlanakeðjan Wal-Mart Stores Inc og General Electric Co. Aður en BP bættist í hópinn var NTT í Japan eina fyrirtækið utan Bandaríkjanna sem tilheyrði vold- ugustu fyrirtækjunum. Staða fjarskiptafyrirtækja styrkist bráð- lega þegar MCI WorldCom eignast Sprint Corp. Hlutabréf BP Amoco eru 19.498 milljónir talsins og hvert þeirra um sig var 636 pensa virði þegar við- skiptum lauk, en heildarverð þeirra nam 201,7 milljörðum dollara. Verð bréfanna komst í 652 pens í júlí, en það hefur lækkað síðan. John Browne forstjóri notaði olíuverðlækkunina í fyrra til að kaupa bréf á lágmarksverði og reyndi síðan að draga úr kostnaði. BP eignaðist Amoco í Bandaríkj- unum með 55 milljarða dollara samningi á gamlársdag 1998. Vonir standa til að eftir nokkrar vikui’ verði gengið frá öðrum 27 milljarða dollara samningi um kaup á Atlan- tic Richfíeld Co í Bandaríkjunum, þegar gengið hefur verið að skil- yrðum eftirlitsyfirvalda. ♦ ♦♦------- Statoil og Fortum breyta áformum Ósló. Reuters. STATOIL í Noregi og finnska fyr- irtækið Fortum hafa hætt við fyrir- ætlanir um að koma á fót sameigin- legu fyrirtæki til að reka þjónustu- og olíumiðstöðvar í Rússlandi, Eystrasaltslöndunum og Póllandi. í staðinn hafa fyinrtækin ákveðið að halda viðræðunum áfram með það í huga að koma til leiðar sam- starfi á breiðari grundvelli um vöruflutninga og olíumiðstöðvar í löndunum. Statoil vill styrkja stöðu sína í löndum þeim sem um ræðir. Fyrir- tækið vill stækka net þjónustumið- stöðva, sem það hefur á sínum snærum í Póllandi, Litháen, Lett- landi, Eistlandi og Rússlandi. Statoil á 97 stöðvar í Póllandi, 33 í Eistlandi, 31 í Lettlandi, 28 í Lit- háen og 3 í Murmansk i Rússlandi. Opið hús kl. 2-6 laugardag og sunnudag Læríð að skreyta aðventukransa, hurðakransa, bínda grenihringi, gera slaufur, o.fl. o.fl. Jólaskreytingar Hjördís Jónsdóttir Helene Christensen Grenibindingar Bjarni Ásgeirsson Slaufugerð Berglind Hannesdóttir U ■ VINNAN GOFGAR MANNINN EN HONUM habitat Opiö um helgar: laugard. 10-18 og sunnud. 13-17. I >I> SiSSiOÉMhtOOÍBlt •iLkJjSb iJltKJl .íiJiliái E8239 ODDI HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.