Morgunblaðið - 20.11.1999, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 6^
UMRÆÐAN
hún yrði góð. Óhætt er að segja að
það hafi ræst. Þátttakan fór fram
úr öllum vonum því 15. ágúst, þegar
skilafrestur rann út, var Gerður
Bjai'klind, Óskastundarstjóri búin
að taka á móti vel á þriðja hundrað
lögum.
I dómnefnd keppninnar sitja
Arni Scheving, Helena Eyjólfsdótt-
ir, Hrafn Pálsson, Óskar Ingólfsson
og Svanhildur Jakobsdóttir. Dóm-
nefndin fékk í nógu að snúast að
fara yfir öll lögin sem bárust, en
hún valdi átta lög í undanúrslit. Þau
voru síðan útsett af Arna Scheving
og hafa verið kynnt útvarpshlust-
endum í Óskastundinni að undan-
förnu, í flutningi landsþekktra tón-
listarmanna sem Arni fékk til liðs
við sig.
A sunnudaginn kemur, 21. nóv-
ember, ráðast úrslit danslagak-
eppni árs aldraðra á skemmtun
sem haldinn verður á Broadway.
Þar verða lögin átta flutt og dóm-
nefnd og gestir velja þrjú bestu lög-
in. Þá verður hulunni svipt af laga-
höfundunum, en eins og vera ber
kepptu þeir allir undir dulnefnum,
og verðlaun verða veitt fyrir vinn-
ingslögin þrjú. Boðið verður upp á
skemmtiatriði af ýmsu tagi og dag-
skránni lýkur með stórdansleik þar
sem KK-sextettinn leikur fyrir
dansi. Þar sem þessi skemmtun er
síðasti opinberi viðburðurinn sem
framkvæmdastjóm árs aldraðra
stendur íyrir, var ákveðið að nota
þetta tækifæri til að veita viður-
kenningar þeim sem hvað mest
hafa lagt af mörkum á ári aldraðra
og mun Ingibjörg Pálmadóttir,
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra afhenda þær. Skemmtunin er
ætluð öllum sem áhuga hafa á dansi
og söng.
Alþjóðlegt ár aldraðra er senn á
enda. Lok þess eiga hins vegar ekki
að marka endalok heldur fremur
upphaf að víðtækri umræðu og að-
gerðum í málefnum aldraðra. Og
umræðan á ekki eingöngu að
snúast um stöðu aldraðra eins og
hún er núna, heldur einnig um
framtíð okkar sem stefnum að því
að verða gömul þegar fram líða
stundir. Það vill svo til að hagsmun-
ir aldraðra eru ekki hagsmunir til-
tekins aldurshóps heldur hagsmun-
Laugavegi 4, sími 551 4473
ir fólks á öllum aldri.
Á árinu hefur verið safnað mikl-
um upplýsingum um hagi aldraðra,
gerð viðamikil úttekt á lífskjörum
þeirra með samanburði við kjör
annarra aldurshópa og samanburði
við aldraða í nágrannalöndum okk-
ar. Einnig hafa verið könnuð við-
horf aldraðra til margvíslegra sam-
félagsmála og hvernig þeir meta
þær aðstæður sem þeir búa við. Að
tillögu heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra hefur ríkisstjórnin
samþykkt að skipa fimm manna
stýrihóp á vegum fjögurra ráðun-
eyta til að móta framtíðarstefnu í
málefnum aldraðra og mun hópur-
inn m.a. byggja á þeim upplýsing-
um sem safnað hefur verið á ári
aldraðra.
Svona í lokin má til gamans velta
því fyrir sér hverjir þeir eru sem
teljast aldraðir, því þegar allt kem-
ur til alls er ellin fremur afstætt
fyrirbrigði. Það er ef til vill einfald-
ast að telja lifuð ár þegar skilgreina
á hvort fólk skuli teljast til aldr-
aðra. Hér á landi er jafnan miðað
við að við 67 ára aldur sé fólk orðið
„gamalt" og á þeim aldri öðlast fólk
ákveðin réttindi sem tryggð eru
með sérstökum lögum um málefni
aldraðra. Hins vegar má e.t.v. segja
að svo lengi sem fólk er við bæri-
lega heilsu segi aldurinn aðeins
hálfa söguna. Þegar upp er staðið
reynist fólk fyrst og fremst eins
gamalt - eða ungt og það vill sjálft
vera láta, eins og fjölmörg dæmi
sanna. Eitt slíkt dæmi skal nefnt
hér í lokin: Bóndi austur á landi bjó
búi sínu með sonum sínum tveimur
fram yfir nírætt. Hann var hátt á
níræðisaldri þegar hann tækni-
væddist og keypti sér traktor.
Nágrannar hans furðuðu sig á því
að synirnir snertu aldrei traktorinn
en faðir þeirra sinnti öllum störfum
sem með honum voru unnin. Að-
spurður sagði sá níræði að hann
treysti ekki strákunum fyrir hon-
um. Það var varla von, því strák-
arnir voru ekki nema rétt skriðnir
yfir sextugt!
Höfundur er framkvæmdastjóri
framkvæmdastjómar árs aldraðra.
Tilboðsdagar - 20-50% afsláttur
Hornbað m/nuddi kr. 94.429
Hornbað án nudds kr. 54.352
Baðkar 170x70 cm m/nuddi kr. 83.186
Hitastillitæki
- sturtu trá kr. 7.094
- bað og sturtu frá kr. 8.980
Vegghandlaugar
frá kr. 3.366
Borðhandlaugar
frá kr. 5.688
Handklæðaofnar
76,5x60 cm kr. 9.601
120x60 cmkr. 12.251
181x60 cm kr. 18.227
Heill klefi
m/biöndunartæki
frákr. 31.749
Sturtuhorn
- plast frá kr. 15.694
-glerfrákr. 18.585
Sturtuhurðir
stærðir 65-140 cm
- glerfrá kr. 13.951
Baðkarshurðir
- plast frá kr. 8.085
-glerfrákr. 12.251
Einnar handar tæki
- fyrir eldhús frá kr. 5.630
- fyrir handlaug frá kr. 5.630
Opið í dag frá kl. 10-16
Ármúla 21 - Sími 533 2020
J VA-fj'W'/JnXJjW] Bhi
Baðkör frá kr. 9.975
Sturtubotnar frá kr. 3.556
WC m/setu frá kr. 10.876
Stálvaskar frá kr. 4.343
Skolvaskar plast - frá kr. 3.513
Blöndunartæki frá kr. 1.951
Ddlyfja
HEILSUVEFUR
Spyrðu lyfjafræðinginn
Spurðu fagmanninn ..... um hvaðeina
er tengist lyfjum, lyfjameðferð eða
heilsuvörum.
skoðaðu heilsuvefinn á www.visir.ls