Morgunblaðið - 25.03.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 25.03.2000, Síða 1
STOFNAÐ 1913 72. TBL. 88. ARG. LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tugir þiisunda hlýddu á útimessu Jóhannesar Páls páfa II Mikilvægt sáttaskref milli kristinna manna og gyðinga Jerúsalem, Korazim, Nazaret. AFP, AP, Reuters. EHUD Barak, forsætisráðherra Israels, lofaði í gær heimsókn Jó- hannesar Páls páfa II til ísraels og sagði hana sögulegt skref í þá átt að sættir næðust milli kristinna manna og gyðinga. Þá hlýddu hátt í 100.000 manns á útimessu páfa á hæðunum við Galfleuvatn og var það fjölmennasta messa páfa í pfla- grímsför hans um Landið helga. „Ég trúi því að heimsókn páfa til ísraels sé sögulega mikilvæg," sagði Barak að loknum stuttum fundi með páfa eftir að útimess- unni lauk. „Þetta hefur verið þýð- ingarmikið skref í þá átt að sættir náist milli gyðinga og kristinna manna og ber heimsókn páfa með sér mikilvæg skilaboð um frið,“ sagði Barak við fréttamenn og kvaðst hafa greint páfa frá stöð- unni í friðarviðræðum Israela við Sýrlendinga og Palestínumenn. Útimessa páfa var haldin við Galíleuvatn þar sem talið er að Kristur hafi flutt fjallræðu sína. Messa páfa dró að tugi þúsunda áhorfenda, kristna menn sem og gyðinga og múslíma, sem komu sumir hverjir langt að. Fánar Isra- els, Líbanons og Palestínu blöktu hlið við hlið í hæðunum sem sjald- gæft tákn um sambúð þjóðanna. Þakkaði múslímum og gyðingum sérstaklega Páfi hvatti þá sem á hlýddu til að sýna sama hugrekki og læri- sveinarnir forðum. „Það er dásam- legt að þið skulið vera hér,“ sagði hann og þakkaði múslímum og gyðingum sérstaklega fyrir kom- una. Kristur hefði ævinlega hvatt fólk til að velja milli góðs og ills. „Jafnvel nú, þar sem þið standið í hæðunum, er slegist um hjarta ykkar, valið er milli góðs og ills - á milli lífs og dauða,“ sagði páfi sem hefur jafnan lagt mikla áherslu á Jóhannes Páll páfi II blessar áhorfendaskarann eftir útimessu í hæðunum við Galfleuvatn í gær, en páfi messaði á þeim stað sem talið er að Kristur hafi haldið fjallræðu sína. að auka áhuga ungs fólks á kaþólskri trú. Páfinn vakti fögnuð margra sem hrópuðu ýmist: „Lifi páfinn" eða „Jóhannes Páll annar, við elskum þig.“ Vikulöng heimsókn páfa til Landsins helga hefur hvað eftir annað beint kastljósinu að stjórn- málaumrótinu sem ríkir í Miðaust- urlöndum. í dag heimsækir páfi síðan Nazaret, fæðingarstað Krists, og hafði sú heimsókn þegar í gær valdið aukinni spennu milli kristinna manna og múslíma í bænum. Deilurnar snúast um mosku sem reist var nærri þessum helgidómi kristinnar trúar og vör- uðu múslímar páfa í gær við að hafa afskipti af málinu. Nýr lík- fundur í Uganda Kampala. AFP, AP. LÖGREGLUMENN í Úganda hafa fundið a.m.k. 163 lík í gröf- um á landi dómsdagssafhaðar sem kennir sig við borðorðin tíu. Hundruð manna úr söfnuðinum brunnu inni í kirkju í síðustu viku og var í fyrstu talið að fólk- ið hefði sammælst um að svipta sig lífi. Nú segir lögreglan að um fjöldamorð hafi verið að ræða. Jim Muhwezi, þingmaður í Úganda, sagði í gær að líkin 163 og hugsanlega fleiri hefðu fund- ist í landi safnaðarins í Buh- unga, í um 60 km fjarlægð frá Kanungu þar sem kirkjan brann. Vitað er að þar brunnu inni eitthvað á fjórða hundrað manna að minnsta kosti og hugsanlega allt að 500 manns. Muhwezi sagði að svo virtist sem morðin hefðu verið stunduð alls staðar þar sem söfnuðurinn væri með kirkju og líkftmdurinn nú benti til að skammt væri síð- an fólkið var myrt. Voru sum líkanna með snöru um hálsinn. Lögreglan í Úganda sagði í gær að Ijóst væri að fólláð í kirkjunni hefði ekki stytt sér ald- ur, heldur verið myrt. Hefðu gluggar og dyr verið negld aftur. Leiðtogafundur ESB-ríkianna Netvæðingin stuðli að hagvexti Lissabon. AFP, AP. LEIÐTOGAR Evrópusambandsins (ESB) hétu í gær í lok tveggja daga fundar í Lissabon að netvæða efna- hagslíf aðildarríkjanna í því skyni að fjölga störfum og gera 3% meðal- talshagvöxt á næstu árum möguleg- an. Þá sagði í drögum að lokayfirlýs- ingu fundarins, sem var helgaður tæknivæðingu evrópsks efnahags- lífs og atvinnusköpun, að ESB setti sér það takmark að auka samkeppn- ishæfni sína, framsækni og þekking- argrundvöll í því skyni að halda uppi varanlegum hagvexti. „Milljónum manna verður fundin atvinna í Evrópu,“ hefur AFP- fréttastofan eftir Alistair Campbell, talsmanni Tonys Blairs, forsætis- ráðherra Bretlands. Campbell sagði leiðtogana hafa ákveðið að skapa 20 milljónir nýrra starfa á næstu 10 ár- um, en um 15 milljónir manna teljast atvinnulausar í ESB-ríkjunum 15. Sú stefnumörkun, að netvæða Evrópu hraðar en raun hefur verið á, endurspeglar áhyggjur af forskoti Bandaríkjamanna á þessu sviði og komu leiðtogarnir sér saman um fjölda aðgerða, til að tengja Evrópu- búa hraðar og betur við Netið. Áiyktun ESB varðandi Austurrfld stingur í stúf við bjartsýnar horfur í efnahags- og atvinnumálum. Leið- togar 14 aðildarríkja staðfestu að ekki yrði hvikað frá pólitískum ein- angrunaraðgerðum gegn Austurríki í mótmælaskyni við að þar hafi verið mynduð ríkisstjórn með hinum um- deilda Frelsisflokki. Forsetakosningar fara fram í Rússlandi á morgun Pútín heitir þjóð sinni sterku Rússlandi Moskvu. AFP, Reuters. VLADÍMÍR Pútín, settur forseti Rússlands, brá upp mynd af endur- reistu, sterku og auðugu Rússlandi er hann hvatti kjósendur til að greiða atkvæði í forsetakosningunum sem fram fara á morgun, sunnudag. Þá staðreynd, að aðfaranótt kjör- dags verður klukkan í Rússlandi stillt á sumartíma, notaði Pútín í ávarpi til þjóðarinnar til að lýsa með nánast skáldlegum hætti þeim nýju tímum sem hefjast myndu með kosn- ingunum. Hvatti hann kjósendur til að láta ekki áhugaleysi spilla þessu tækifæri, en samkvæmt kosninga- lögum teljast kosningamar ógildar verði kjörsókn ekki yfir 50%. Pútín notaði tækifærið líka til að vekja athygli á hlutverki sínu í Tsjetsjníu-stríðinu, en enginn vafi þykir leika á að vinsældir stríðsins meðal rússnesks almennings eiga þátt í vinsældum Pútíns. Yfirstjóm rússneska hersins í Tsjetsjníu til- kynnti í gær, að sérstakar öryggis- ráðstafanii- yrðu í gildi í sjálfstjóm- arlýðveldinu yfir helgina, til að tryggja að skæruliðar spilltu ekki fyrir framkvæmd kosninganna með hryðjuverkum. Fengi yfir helming atkvæða Samkvæmt skoðanakönnunum gæti Pútín fengið yfir helming at- kvæða í fyrri umferð kosninganna, en verði fylgið minna verður efnt til annarrar umferðar hinn 16. aprfl. Grígorí Javlinskí, forsetaframbjóð- andi frjálslyndra miðjumanna, lýsti því yfir í gær að hann gerði sér vonir um að ná meira fylgi en Gennadí Zjúgan- ov, frambjóðandi Vladimír Pútrá kommúnista, sem skoðanakannanir benda til að mæti Pútín í síðari umferðinni, nái sá síðastnefndi ekki hreinum meiri- hluta strax í þeirri fyrri. En Javlinskí er einungis spáð um 5% fylgi. Gengi verðbréfa í kauphöllinni í Moskvu hækkaði um heil 5,3% í gær, sem er stærsta stökk upp á við sem vísitalan hefur tekið frá því fyrir hrunið mikla í maí 1998. Hefur rúss- neska hlutabréfavísitalan hækkað samtals um 11,4% í vikunni. Er þetta rakið m.a. til þess að kauphallarrýn- ar telja öruggt að Pútín verði forseti næstu fjögur árin, og að horfur á stöðugleika í efnahagsmálum séu góðar með hann við stjómvölinn. Microsoft leggur fram sáttagerð Washington. AP, AFP. MICROSOFT-tölvufyrirtækið hefur lagt fram sáttatillögu í máli stjórn- valda á hendur fyrirtækinu, að því er viðskiptavefur bandarísku sjón- varpsstöðvarinnar CNN hefur eftir þremur aðilum sem kunnugir em samningaferlinu. Bandarísk stjórnvöld em nú sögð yfirfara ýmis atriði sáttatillögunnar, sem sögð er „tæknilega flókin“, en hvorki starfsmenn dómsmálaráðu- neytisins né yfirmenn Microsoft hafa viljað tjá sig um málið. Að sögn ónafngreindra heimildarmanna eru lögmenn ríkisins nú hins vegar að hverfa frá hugmyndum um skiptingu Microsoft í smærri einingar til að koma í veg fyrir einokunaraðstöðu fyrirtækisins. Ríkisstjórnin muni þess í stað reyna að setja takmörk við hvaða tæknibúnaði Microsoft verði leyft að bæta við Windows-for- rit sitt. MORGUNBLAÐH) 25. MARS 2000 690900 090000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.