Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forseta Alþingis afhentar tillögur unglingaþings Fyr sta N et- Þing unglinga TILLÖGUR fyrsta NetÞings, ungl- ingaþings umboðsmanns bama, voru afhentar forseta Alþingis í gær. Þetta nýstárlega þing fór fram á Netinu, á spjallrásum, póstlistum og vefsíðum, þar sem unglingar víðs vegar um landið ræddu saman sín á milli um málefni er á þeim brenna. Lokafundur NetÞingsins var siðan haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, þar sem tillögur þingnefnda voru ræddar ogþeim komið á fram- færi við yfirvöld. NetÞingfulltrúar voru 63 ungl- ingar, 32 piltar og 31 stúlka, á aldr- inum 12-15 ára úr 25 grunnskólum víðs vegar af landinu. Skipting þing- fulltrúa var sú sama og drög að nýrri kjördæmaskipan gera ráð fyr- ir. Fyrsti formlegi þingfundurinn var haldinn 18. janúar sl., en þingið hefur aðallega starfað í nefndtmi á 6 lokuðum spjallrásum á Netinu. Þyngja á dóma vegna ofbeldis- og fíkniefnaafbrota Þingfulltrúar skipuðu sér í sjö nefndir sem hver fjallaði um ýmis- leg málefni ungs fólks, en nefndim- ar hétu tómstunda- og félagsmálan- efnd, menningamefnd, ofbeldisnefnd, tiskunefnd, skóla- málanefnd, framtíðarnefnd og starfsnefnd. Hver nefnd lagði síðan fram rökstuddar tillögur sem miða eiga að því að bæta tilveru og líf bama og unglinga á íslandi. Morgunblaðið/Ásdís Erla Marfa Guðmundsdóttir af- hendir Guðjóni Guðmundssyni, einum forseta Alþingis, skýrslu með tillögum NetÞingnefnda. Ofbeldisnefnd lagði til að refsi- dómar vegna ofbeldis- og vímuefna- brota yrðu þyngdir til þess að stemma stigu við ofbeldi gagnvart bömum og unglingum, en nefndin taldi að þyngri refsingar myndu fæla afbrotamenn frá því að fremja slíka glæpi. Þá taldi nefndin nauð- synlegt að auka styrki til fræðslu um skaðsemi neyslu vímuefna og að byrja ætti slíka fræðslu fyrr í skól- um. Tískuneftid lagðist gegn því að skólabúningar yrðu teknir upp á ísl- andi og lagði jafnframt til að verð á Morgunblaðið/Ásdís Frá lokafundi fyrsta NetÞings unglinga, sem haldið var að frumkvæði umboðsmanns barna í Tjarnarsal Ráð- húss Reykjavíkur. Kannski eru þessi íbyggnu ungmenni þingmenn framtíðarinnar. geisladiskum yrði lækkað til þess að allir unglingar gætu keypt sér diska og notið tónlistar, sem væri stór hluti af menningu unglinga. Bætt öryggi barna í skólum og hjálp við þá sem eiga erfitt var ein tillaga framtíðamefndar, sem einn- ig leggur áherslu á að komið verði upp góðri iþróttaaðstöðu um land allt. skólamálanefnd lagði til að settir yrðu upp skáparfyrir nemendur í öllum skólum lándsins og einnig að matsalur og mötuneyti yrðu í öllum skólum. Þá var lagt til að sveitar- félögin í'landinu legðu meira fjár- magpi í skólanna, og taldi nefndin að sveitarfélög „spari fullmikið fjár- magn sem lagt er til skólanna." Nefndin benti á að í sumum skólum landsins væm ekki nógu góðir stól- ar og borð og lagði til að eitthvað yrði gert í þeim málum. Þá lagði ncfndin til að á öllum skólalóðum yrði komið fyrir a.m.k. tveimur rus- latunnum til að koma í veg fyrir sóðaskap. Menningarnefnd vildi auka að- gengi unglinga að menningarefni og benti á að unglingar væru ekki bara sérmenningarhópur. Stofnun útvarpsstöðvar félagsmiðstöðva var ein tillaga nefndarinnar, sem taldi að þegar „fullorðinsrásir" í útvarpi væru teknar frá stæðu eftir 3-4 stöðvar sem unglingar gætu haft áhuga á. Nefndin vildi einnig fá fleiri og fjölbreyttari tónleika hérlendis með erlendum hljómsveitum, sem yrðu ríkisstyrktir eða á vegum r íkisins. Einnig benti nefndin sérstaklega á að gjaldið fyrir unglinga í strætó væri „svívirðileg móðgun við budd- ur/veski unglinganna“ og vildi lækkun á því gjaldi. Áhyggjur af Qárhag foreldranna Tómstunda- og félagsmálanefnd lagði til breytingu á útivistartíma bama og unglinga og þá sérstak- lega að útivistartími þeirra eldri yrði lengdur um einn til tvo klukku- tíma. Nefndin taldi alla unglinga mjög ósátta við gildandi útivistarlög og efaðist stórlega um að farið væri eftir þeim. Fjárhagur foreldra var áhyggjuefni nefndarinnar sem lagði til að foreldrar gætu nýtt sér pers- ónuafslátt bama sinna og benti á að áhugamál bama væru mjög dýr í dag. Þá lagði ncfndin til að lækkað yrði verð á tómstundum þar sem foreldrar hefðu „ekki við að afla §ár fyrir áhugamálum bama sinna' 19 milljónir í hæstu vinn- inga hjá HHÍ í GÆR kl. 16 var dregið í seinni út- drætti marsmánaðar hjá Happ- drætti Háskólans. Dregnir voru út 10 einnar milljónar króna vinningar auk þess sem dregið var úr Heita pottinum. Vinningsnúmerið í Heita pottinum var 9286 og í því númeri var seldur einn trompmiði sem fékk 5,7 milljón- ir og þrír einfaldir miðar sem fengu rúma 1,1 milljón króna. Trompmið- inn og tveir einföldu miðanna eru seldir í Hafnarfirði og einn milljóna- vinningurinn fór á Hvammstanga. Auk þessa fengu tíu miðaeigendur eina milljón króna hver. Alls fengu 14 miðaeigendur millj- ónavinning hjá Happdrætti Háskól- ans í gærkvöldi, samtals ríflega 19 milljónir króna. Morgunblaðið/RAX Asahláku gerði í Mýrdalnum í gær og var af nægum snjó að taka eftir sólarhrings byl. Sævar Halldórsson bóndi á Brekkum 3 taldi vissara að fara vel gallaður út í rigninguna og reyna að veita leysingavatninu af heimreiðinni til þess að eitthvað yrði eftir af ofanfburðinum. 11 útköll vegna hláku SLÖKKVILIÐ var kvatt út ellefu sinnum í fyrrakvöld vegna vatns- leka inn í hús. Alvarlegast var ástandið í íþróttahúsinu í Mosfells- bæ þar sem vatn komst inn í húsið. Þó tókst að mestu að koma í veg fyrir fjón, að sögn slökkviliðs, þar sem annars staðar. Á Suðurlandi var mikil úrkoma í gær. Reynir Ragnarsson, lögreglu- maður á Vík, segir að þó hafi ekki verið mikil hláka heldur fremur slydda. Hann kvaðst ekki vita hvernig ástandið yrði þar í bæ ef það gerði asahláku því mikill snjór hefur safnast fyrir í bænum, allt að þriggja metra háir skaflar við hús. Reynir segir að engin vandamál hafi komið upp. Hins vegar hafa fallið snjóflóð víða úr brekkum við bæinn en hvergi þar sem manna- ferðir eru. „Þetta hefur verið slydd- ukennt og því ekki orðið mikið úr þessu,“ segir Reynir. Skattstjórinn í Reykjavík um birt- ingu upplýsinga úr framtölum Getur ekki annað en farið að lögum GESTUR Steinþórsson, skattstjóri í Reykjavík, sagði í gær að hann gæti ekki annað gert en fara eftir lögum og birt upplýsingar úr framtali Björgvins Guðmundsson- ar, varaformanns Heimdallar, þótt þvi hafi fylgt bréf lögmanns hans, Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þar sem farið er fram á að almenningi verði ekki veittur aðgangur að upplýsingum í framtalinu og engin efnisatriði þess gerð opinber. Skattstjóri skal leggja fram álagningarskrá „Það er ósköp einfalt að það stendur í lögunum um tekjuskatt og eignaskatt að skattstjóri skuli leggja á, skuli birta þessar upp- lýsingar og skuli leggja fram álag- ningarskrá," sagði Gestur. „Ég get ekki annað gert en farið eftir þeim lögum. Þetta er ekki á mínu valdi og vilji menn komast að þeirri nið- urstöðu að þetta brjóti í bága við stjórnarskrá verða þeir að fara með það fyrir dómstóla.“ Björgvin sendi skattframtalið ásamt bréfi lögmanns síns til skattstjóra fyrr í vikunni. í bréfinu er vísað til laga um þagnarskyldu skattyfirvalda, ákvæði stjórnar- skrár feléhska lýðveldisins um frið- hélgi einkalífsins og mannréttinda- sáttmála Evrópu. Sagði Björgvin að yrði ekki farið að óskum sínum um verndun persónuupplýsinga og þær birtar almenningi í álagning- arskrá þessa árs myndi hann fela Jóni Steinari að athuga grundvöll fyrir málshöfðun á hendur ríkis- valdinu. Staðgreitt á Netinu BUNAÐARBANKINN kynnti í gær nýjung við greiðslu á Net- inu sem felst í því að hægt er að staðgreiða þær vörur sem keyptar eru hjá vefverslunum gegnum Heimilisbanka Búnað- arbankans. Porráðamenn bank- ans segja að þessi leið sé ein- faldari og öruggari en áður hafi þekkst í rafrænum viðskiptum. Vefverslun Símans, Úrval-Út- sýn, Bóksala stúdenta og Skífan eru fyrstu fyrirtækin sem bjóða upp á netgreiðslur Búnaðar- bankans en stefnt er að því að fleiri fyrirtæki sláist í hópinn innan skamms. Til þess að nýta sér þessa þjónustu þarf að hafa aðgang að Heimilisbankanum. Þegar búið er að velja vöru í vefverslun er valinn hnappur sem er merktur netgreiðslu Búnaðarbankans og þá er kaupandi kominn í sam- band við Heimilisbankann. Þar er valin úttektarhnappur og greiðsla fyrir vöruna er staðfest. í þessum viðskiptum þarf ekki að gefa upp kortanúmer eða aðrar viðkvæmar upplýsingar sem er nýjung hér á landi. For- ráðamenn bankans telja að þessi leið muni verða til þess að við- skipti á Netinu aukist þar sem ótti við að gefa upp greiðslu- kortanúmer hefur oft hindrað fólk í því að notfæra sér Netið í viðskiptum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.