Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Þú getur unnið T18 gsm síma e þig á vefversiui www.vefver’slun.is SÍMINN Forsvarsmenn Atlantsskipa gagnrýna harðlega frumvarp utanríkisráðherra Segja óeðlilegt að setja aftur- virk lög á viðskiptasamninga FORSVARSMENN Atlantsskipa ehf. saka Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra um að ganga erinda Eimskipafélagsins og um að reyna að hefta samkeppni með lagafrum- varpi um framkvæmd tiltekinna þátta í vamarsamstarfi íslands og Bandaríkjanna sem ráðherrann mælti fyrir á Alþingi í síðustu viku. Gagnrýna þeir sérstaklega aftur- virkt bráðabirgðaákvæði í frum- varpinu sem gerir ráð fyrir að gerðum samningum Atlantsskipa og flutningadeild bandaríska hers- ins um flutninga fyrir vamarliðið verði rift þegar í stað, hafi þeir ekki sætt forvalsmeðferð. „Það er eðlilegt að menn velti fyrir sér hvað sé að gerast í vest- rænu lýðræðisríki,“ segir Stefán Kjæmested, framkvæmdastjóri Atlantsskipa, „þegar stjómvöld eru farin að setja afturvirk lög á við- skiptasamninga sem gerðir eru í góðri trú.“ Telur hann engan vafa á því að áðumefndu bráðabirgðaákvæði sé stefnt gegn Atlantsskipum og markmiðið sé að samningar flutn- ingadeildar Bandaríkjadeildar við fyrirtækið verði felldir úr gildi, helst tafarlaust. Engu virðist skipta að um löglega viðskiptasamninga hafi verið að ræða og að með þess- um gjömingi sé verið að kippa fót- unum undan fyrirtæki sem sé að reyna að hasla sér völl í skipaflutn- ingum. Samningamir sem um er að ræða séu upp á 180 milljónir og skipti því Atlantsskip eðlilega mjög miklu máli. Stefán segir reyndar margt í fmmvarpinu sem veki furðu, m.a. ákvæði sem virðist beinlínis sam- keppnishamlandi en það veki sér- staka eftirtekt að nú eigi að fara beina lagasetningu sérstaklega gegn tilteknu fyrirtæki. Segir hann að Bandaríkjamenn séu gáttaðir á þessum málarekstri íslenskra stjómvalda en í bréfum sem utanríkisráðuneytið hafi sent því bandaríska nýverið hafi verið greint frá því að von væri á laga- setningu um málið og að menn ættu einfaldlega að fara að búa sig undir að bjóða flutningana út upp á nýtt og helst að rifta gildandi samningum strax og ekki seinna en 1. nóvember. Málarekstur fyrir bandarískum dómstólum Deilur vegna flutninga fyrir vamarliðið hafa staðið um nokkurt skeið, eða allt síðan flutningadeild Bandaríkjahers úthlutaði Atlants- skipum fimm ára samningi árið 1998, þ.e. bindandi til tveggja ára með ákvæðum um möguleika á þremur framlengingum til eins árs í senn. Milliríkjasamningur íslands og Bandaríkjanna frá 1986 segir svo til um að 65% flutninga fyrir vamar- liðið skuli véra á höndum íslenskra aðila en 35% á höndum banda- rískra. Bandaríski hlutinn er nú á höndum TransAtlantic Lines LLC, sem er systurfélag Atlantsskipa, og hefur málarekstur undanfaríð stað- ið fyrir bandariskum dómstólum en Eimskipafélagið hefur talið að flutningamir væru komnir á hend- ur eins og sama bandaríska aðiians. Vann Eimskipafélagið í undir- rétti en í janúar úrskurðaði áfrýj- unardómstóll hins vegar Atlants- skipum og Bandaríkjaher í hag og taldi að þau skipafélög sem nú sæju um flutningana væra ekki tengd í skilningi milliríkjasamningsins og að virk samkeppni hafi því ríkt í út- boði því sem var undanfari samn- ingsins. Eimskipafélagið hefur boðað að málinu verið vísað til Hæstaréttar Bandaríkjanna en Guðmundur Kjæmested, framkvæmdastjóri TrantsAtlantic, segir að forsvars- menn Eimskips geri sér fyllilega grein fyrir því að litlar líkur séu á að Hæstiréttur fáist til að fjalla um málið og enn minni á að hann snúi dómnum við. Pví sé þetta frumvarp utanríkisráðherra komið fram, því sé einfaldlega ætlað að leggja stein í götu Atlantsskipa. Deilt um hvort Atlants- skip er íslenskt í framvarpi utanríkisráðherra er gert að meginefni að íslenskt fyrir- tæki skuli sinna íslenska hluta flutninganna og er það skilgreint nánar hvað teljist íslenskt fyrir- tæki. Guðmundur og Stefán Kjæmested segja hins vegar engan vafa leika á því að Atlantsskip sé íslenskt fyrirtæki, Guðmundur eigi 49%, Simon Kjæmested, faðir þeirra bræðra, 1% og Brandon Rose 50%. Símon sé stjómarfor- maður fyrirtækisins og Stefán framkvæmdastjóri. Atlantsskip sé íslenskt fyrirtæki skv. öllum reglum sem um það gildi og það gangi ekki að búa einfaldlega til lög sem séu afturvirk til að skilgreina að svo sé ekki. Systurfyrirtæki Atlantsskipa, TransAtlantic, hefur hins vegar verið að hluta í eigu fyrirtækisins American Automar, sem átti helm- ing á móti þeim Brandon Rose og Guðmundi en American Automar hafi verið keypt út um síðustu ára- mót. Geysir hefur verið í flutningum fyrir varnarliðið. „Hann ætti að vera ánægður," segir Stefán um Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra, „því stað- reyndin er sú að flutningamir era í raun komnir 100% í hendur íslend- inga. Það eru íslendingar sem stjóma Atlantsskipum og það era íslendingar sem stjóma Trans- Atlantic." Forgangsatriði að bráða- birgðaákvæðið fari út Þeir Guðmundur og Stefán segj- ast á þeirri skoðun að annarlegar hvatir liggi hins vegar að baki fyr- irhugaðri lagasetningu. Hér sé í stuttu máli sagt verið að ganga er- inda Eimskipafélagsins, í kjölfar þess að fyrirtækið tapaði málshöfð- un sinni úti þá hafi stjómvöld ein- faldlega farið í það að setja lög til að tryggja stöðu þess. Stefán kveðst undanfama daga hafa sett sig í samband við fjölda alþingismanna og kynnt þeim sjón- armið Atlantsskipa í málinu. Margir hafi sýnt málstað þeirra skilning, einkum hvað varðar um- rætt bráðabirgðaákvæði en það er forgangsatriði í huga þeirra Guð- mundar og Stefáns að það verði fellt út í meðföram þingsins. Telja þeir það eðlilega kröfu, enda fengi Atlantsskip þá í það minnsta að klára gerðan samning við Banda- ríkjaher. „í lýðræðisríki era einfaldlega ekki sett lög sem virka afturvirkt á viðskiptasamninga,“ segir Stefán. „Það er númer eitt, tvö og þrjú. Það sem skiptir öllu máli er það að nú er ríkisstjórnin að bakka upp framvarp sem hefur að geyma aft- urvirkt ákvæði á viðskiptasamning. Hér er verið að reyna að gera út af við fyrirtæki í fæðingu." Fyrrver- andi oddviti dæmdur í 6 mánaða fangelsi HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt Eggert Haukdal, fyrr- verandi alþingismann og oddvita Vestur-Landeyjahrepps, í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umboðssvik og auðgunarbrot í opinbera starfi. I dómsorði kemur fram að leið- réttingar hafi verið gerðar er lög- reglurannsókn málsins hófst og að Eggert hafi látið af starfi oddvita vegna málsins, en hann hafði gegnt því samfleytt frá árinu 1970. Eggert var ákærður fyrir fjár- drátt í opinberu starfi, með því að hafa dregið sér af fjármunum hreppsins samtals 1.177.360 krón- ur og játaði ákærði á sig fjárdrátt- inn. Eggert var ennfremur ákærð- ur fyrir umboðssvik í opinberu starfi, með því að hafa hinn 27. desember 1994, misnotað aðstöðu sína til að gefa út í nafni hrepps- ins, án þess að hreppsnefnd sam- þykkti, skuldabréf til Búnaðar- banka íslands, að fjárhæð kr. 1.035.000, með sjálfskuldarábyrgð ákærða og tveggja annarra hreppsnefndarmanna, og eignfæra þá fjárhæð á viðskiptareikning á nafni Eystra-Fíflholts. Lánsfénu varði Eggert að meginhluta til greiðslu á skuldabréfi, útgefnu 19. júní árið 1991 að fjárhæð kr. 622.000 sem var rekstri hreppsins óviðkomandi. Fram kemur í dómnum að það hafi verið óumdeilt að rangt var að binda sveitarfélagið við greiðslu- skuldbindingu þessa og var ákærði því sakfelldur en Eggert hefur haldið því fram að ekki hafi staðið til að sveitarfélagið yrði fyrir út- gjöldum vegna þessa. Þá hafði hann greitt skuld þessa að fullu áður en lögreglurannsókn hófst. Davíð Oddsson fagnar framtaki Baugs í verðlagsmálum Ríkið mun mæta hækkun- arþörfum með hagræðingu DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í gær að það framtak fyrirtæk- isins Baugs að ætla að stefna að lægra vöraverði í verslunum sínum og fyrir- heit um að hækka ekki álagningu á matvöra næstu tvö árin væri þakkar- vert og bætti við að hjá ríkinu yrði að sama skapi leitast við að mæta hækk- unum með hagræðingum fremur en gjaldskrárhækkunum. „Ég tel að það sé mjög góð og þakkarverð viðleitni af hálfu fyrir- tækisins að vilja gera sitt til að tryggja að matvöraverð þróist hér Krækja fyrir snjóhengj- ur og vakir í ísnum ÍSLENSKU norðurpólsfararnir sagði að oft á dag þyrftu þeir hafa nú lokið við tæplega 68 km af 800 km leið sinni að norðurpólnum. Þeir gcngu 7,56 km á fimmtudag og sðgðust í samtali við bakvarðasveit leiðang- ursins í hádeginu í gær vera mjög ánægðir með árangurinn. Frostið er enn mikið eða um 40 stig, en það er ávallt logn og sól. _ Haraldur Örn Ólafs- son hafði orð fyrir þeim félög- um í gær og sagði að þeir Ing- þór Bjarnason hefðu þurft að krælya fyrir snjóhengjur og vakir og væru því í raun að ganga mun lengri vegalengd en ráðgert var. Þeir þurfa að fylgjast vel með að þeir séu á réttri leið vegna þess að það er hægur vandi að villast af leið í svona umhverfi, sem lítur út fyrir að vera allt eins. Haraldur að styðjast við staðsetningar- tækið til að vera öruggir um að vera með rétta stefnu. Sumar vakir sem þeir fóru yfír eru nýfrosnar og aðrar brotnar á sum- um stöðum þannig að þeir þurfa að gæta vel að sér. Sleðarnir hafa lést töluvert og eru þeir að mestu farnir að ráða við þá einir. Hvor sleði léttist um rúmt kflógramm á dag þannig að róðurinn Iéttist dag frá degi. Enn hefur ekki borið á neinum eftirmálum á þumalfingurskali Ingþórs og ekki hefur Haraldur kennt sér neins meins, þannig að þeir eru við hestaheilsu. Daginn lengir nú með óskapa hraða svo norðarlega og eru fé- lagarnir hættir að nota Ijós, enda er birtan orðin nægileg til flestra athafna. með eðlilegum hætti,“ sagði Davíð. „Ég tel það líklegt að aðrir munu gera sitt ýtrasta til að fylgja þeirri línu.“ Hann sagði að sér þætti þetta jafn- framt bera því vitni að fyrirtækin í landinu skynjuðu mikilvægi þess að stöðugleikinn héldist. „Kjarasamn- ingamir sem hafa verið gerðir, meðal annars með atbeina ríkisins, ættu að vera til þess fallnir að tryggja stöðug- leika og aukinn kaupmátt,“ sagði Davíð. „Það gerist aðeins - eins og kemur fram í þessum samningi - ef verðbólgan fer ekki úr böndum. Þama verður því að koma til átak, sem allir standa að, og þetta er mjög jákvæð viðleitni í þeim efnum og ekki ástæða til að ætla neitt annað en að þessu verði fylgt eftir, enda munu neytendur mjög með því fylgjast." Davíð hefur undanfarið lýst yfir áhyggjum sínum af því að samþjöpp- un á sviði smásölu matvæla hér á landi ýti undir verðhækkanir og verð- bólgu. „Ég hef gert það og vakið at- hygli á því að svo virtist sem fákeppni væri að skila sér í vaxandi verðlagi,“ sagði hann. „Ég býst við að menn séu að hluta til að bregðast við umræðum af því tagi án þess ég vilji nokkuð vera að flalla um það við þessi tímamót. Þetta er aðgerð sem vísar til framtíð- ar en ekki fortíðar og ég fagna henni.“ Davíð kvaðst mundu leitast við að tryggja að það sem að ríkinu sneri yrði í sama anda og ætti það meðal annars við um gjaldskrár ríkisins. „Við munum með sama hætti og aðrir gæta þess að mæta hækkunar- þörfum frekar með hagræðingu, en hækkunum taxta," sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.