Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LANDIÐ Morgunblaðið/Margrét Þóra Einar Már Eggertsson með myndbandið bláa sem leyndist í nýju mynd- bandstæki sem keypt var á heimilið. „Ég sá smávegis af þessu, en langar ekkert sérstaklega til að sjá meira,“ sagði hann. Svæsin klámmynd var í nýja tækinu FJÖLSKYLDU á Akureyri brá heldur betur í brún þegar búið var að tengja nýtt myndbands- tæki sem hún hafði fjárfest í þeg- ar það gamla lagði upp laupana. Tækið var keypt í raftækjaversl- un, farið með það heim og hafist handa við að tengja, en þá kom í ljés að svæsin klámmynd var inni í tækinu. Greinilegt var að mynd- in hafði komið með tækinu til landsins, en engar skýringar hafa fengist á því hvers vegna fram- leiðendur hafa gleymt þessari miður geðþekku bláu biomynd inni í tækinu. Fyrirlestur í háskólanum Hvernig getum við kennt betur? GUÐRÍÐUR Adda Ragnarsdóttir, atferlisfræðingur og kennari við Há- skólann á Akureyri, flytur fyrirlest- ur í háskólanum, húsnæði við Þing- vallastræti 23, í dag, laugardaginn 25. mars, kl. 16. Fyrirlesturinn nefnist „Hvemig getum við kennt betur?“. Í fyrirlestr- inum verður fjallað um kennsluað- ferðimar „bein fyrirmæli og færni- þjálfun", árangur nemenda sem vinna eftir Morningside-kennslulík- aninu og kosti skráningar og símats með stöðluðum hröðunarkortum. Guðríður Adda starfar við fæmi- þjálfun, atferlis- og kennsluráðgjöf og lúta viðfangsefni hennar að grein- ingu og lausn hegðunar-, aga- og samskiptavanda ásamt fræðslu og þjálfun um kennsluaðferðir, stjómun og gæðamat. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Kirkjustarf AKURE YRARKIRK J A: Sunnu- dagaskóli í Kjarnalundi á morgun, sunnudag, kl. 11. Guðsþjónusta í kirkjunni kl. 14. Guðsþjónusta á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 16 á morgun, fundur Æskulýðsfélagsins kl. 17 í kapellu. Æðruleysisguðs- þjónusta í Akureyrarkirkju kl. 20.30 annað kvöld. Kaffisopi í Safn- aðarheimili á eftir. Biblíulestur í Safnaðarheimili kl. 20 á mánudag- skvöld í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar. Morgunsöngur í kirkjunni kl. 9 á þriðjudagsmorg- un. Mömmumorgun í Safnaðar- heimili kl. 10 til 12 á miðvikudag. GLERÁRKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11' á morgun, sunnudag. Halldóra Haraldsdóttir skólastjóri Giljaskóla flytur hug- leiðingu, blásaraflokkur Giljaskóla leikur nokkur lög. Barnakór Gler- árkirkju syngur. Fundur æsku- lýðsfélagsins verður kl. 20 um kvöldið. Kyrrðar- og tilbeiðslust- und kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegis- samvera kl. 12 til 13 á miðvikudag, orgelleikur, fyrirbænir og sakra- menti. Léttur hádegisverður í safnaðarsal að helgistund lokinni. Opið hús fyrir mæður og börn frá kl. 10 til 12 á fimmtudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, sunnu- dag, á Hvannavöllum 10, bæna- stund kl. 16.30 sama dag, almenn samkoma kl. 17 og unglingasam- koma kl. 20. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Krakkaklúbbur fyr- ir 6-10 ára börn á fimmtudag kl. 17.30 og 11 plús fyrir 11-12 ára á föstudag kl. 17.30. Flóamarkaður á föstudögum frá kl. 10-18. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Messað verður í Bægisárkirkju á morgun, sunnudag, kl. 14. Kór kirkjunnar syngur og organisti verður Birgir Helgason. Stutt sam- verustund með börnum í messulok. Héraðsddmur Norðurlands eystra Sekt vegna fíkniefna- brots TVEIR piltai' á nítjánda ári hafa í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdir til greiðslu sektai- vegna fíkniefnabrota. Akæra var gefin út á hendur þeim báðum fyrir að hafa skömmu fyrir síðustu jól haft hass í fórum sínum er lögregla hafði afskipti af þeim í bif- reið þeirra á Akureyri. Þá var annar pilturinn einnig ákærður fyrir að kaupa hass sem hann notaði að mestu til eigin neyslu en átti óveru- legt magn er lögregla hafði af honum afskipti í bifreið sinni. Piltarnir viðurkenndu brot sín fyr- ir dómi og þóttu þau nægilega sönn- uð. Báðir hafa piltarnir áður komið við sögu lögreglu, m.a. vegna brota á ávana- og fíkniefnalöggjöf. ---------------- Norður- landsmót í snjókrossi BÍLAKLÚBBUR Akureyrar og Kappakstursklúbbur Akureyrar halda 1. umferð í Norðurlandsmót- inu í snjókrossi í dag, laugai'daginn 25. mars, á Akureyrarvelli. Keppni hefst kl. 14 og ræsir Halldór Blöndal forseti Alþingis fyrsta keppandann. Einnig verður svonefnd kross-sýn- ing á torfærujeppum. Keppnin er lið- ur í Vetraríþróttahátíð ISÍ, sem nú stendur yfir á Akureyri. Úthlutun lóða að hefjast í Suðurbyggð á Selfossi Búið að sækja um nánast allar lóðirnar Selfossi - Einhverja næstu daga hefst úthlutun lóða í nýju íbúðar- hverfi á Selfossi, Suðurbyggð, í landi Árborgar, sunnan byggðar- innar á Selfossi. Deiliskipulag fyrsta áfanga hverfisins hefur ver- ið samþykkt af bæjarstjórn og Skipulagsstofnun en eftir er að auglýsa það í B-deild Stjórnartíð- inda. Lóðirnar í Suðurbyggð eru allar leigulóðir og verður úthlutað á skrifstofu Árborgar í ráðhúsinu á Selfossi. Deiliskipulagið hefur hangið uppi í Ráðhúsinu á Selfossi og verið til kynningar á heimasíðu Árborgar. Samtals eru nú í boði á Selfossi hjá sveitarfélaginu og einkaaðilum lóðir undir 168 íbúðir í rað-, par- og einbýlishúsum og 70 íbúðir í fjöl- býlishúsum. Samtals geta þessar íbúðir rúmað 715 manns ef gert er ráð fyrir 3 í íbúð. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Bárður Guðmundsson, byggingafulltrúi í Arborg, sýnir uppdrátt að Hólahverfi í Suðurbyggð á Selfossi. 82 íbúðir í Suðurbyggðinni I hinu nýja hverfi sveitarfélags- ins, Hólahverfi, er gert ráð fyrir samtals 82 íbúðum, 27 raðhúsum, 24 parhúsum og 31 einbýlishúsi. Að sögn Bárðar Guðmundssonar byggingafulltrúa er búið að sækja um nánast allar par- og raðhúsa- lóðir í hverfinu en eitthvað mun vera eftir af einbýlishúsalóðum. Þegar úthlutun hefst verður farið yfir allar umsóknir og raunveru- legur vilji til athafna kannaður. I næsta nágrenni við þetta hverfi er gert ráð fyrir skólabyggingu og leikskóla en svonefnd Suðurbyggð mun geta tekið á móti allt að 2.000 manns. Ný íbúðasvæði fyrir um 715 manns Bárður Guðmundsson bygginga- fulltrúi sagði greinilegt, af þeim fyrirspurnum sem bærust, að fólk víða að af landinu virtist hafa hug á að setjast að á Selfossi. Ljóst væri að fólk hefði trú á þeirri uppbygg- ingu sem nú ætti sér stað í sveitar- félaginu. „Það er mikið spurt um lóðir og aðstæður fyrir húsbygg- ingar,“ sagði Bárður Guðmun- dsson. Hann benti á að svæði þar sem deiliskipulag hefði verið gert fyrir íbúðabyggð á Selfossi gæti tekið á móti 715 manns miðað við að þrír væru í hverri íbúð. Þetta væri fyrsti áfangi Suðurbyggðar sem væri á hendi sveitarfélagsins og fyrsti áfangi Fossbyggðarinnar við Eyraveg þar sem Fossmenn ehf. bjóða land fyrir íbúðabyggð. „Miðað við eftirspurnina eftir lóð- um hér og hjá Fossmönnum má gera ráð fyrir miklum straumi fólks hingað tilSelfoss," sagði Bárður og benti á að veruleg fjölg- un hefði orðið í Árborg á sl. ári. „Fólk leitar hingað," sagði Bárður. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fyrsti áfangi Suðurbyggðarinn- ar á Selfossi, Hólahverfi, sem er sunnan núverandi byggðar. Yngismannadagur í heiðri hafður Morgunblaðið/Atli Vigfússon Systurnar Heiðveig og Guðrún Sörensdætur, sem ólust upp í Heiðarbót í Reykjahverfi, höfðu gaman af að rifja upp yngismannadaginn. Norður-Hórað íbúi kærir samþykkt sveitarstjórnar Norður-Héraði - Gísli M. Auð- bergsson lögfræðingur hefur lagt fram stjórnsýslukæru til félags- málaráðuneytisins vegna ákvörð- unar sveitarstjórnar Norður-Hér- aðs að hafna að greiða umbjóðanda hans sem er íbúi á Norður-Héraði fyrir að aka eigin börnum til og frá skóla. Forsaga málsins er sú að á vormisseri 1998 ók umbjóðandi Gísla börnum sínum til og frá skóla í stað þess að láta þau dvelja þar í heimavist. Um er að ræða Skjöldólfsstaðaskóla á Jökuldal sem er í 12 kílómetra fjarlægð frá heimili umbjóðanda Gísla. Fleiri bændur í sveitinni munu hafa gert það sama. Annar bóndi í sveitinni, sonur oddvitans, fékk greitt fyrir sams konar akstur, og fór umbjóðandi Laxamýri - Fyrsti dagur einmán- aðar hefur frá fornu fari verið nefndur yngismannadagur og var hann mikið tilhlökkunarefni á bæjum fyrr á öldinni. Systurnar Guðrún og Heiðveig Sörensdætur, sem ólust upp í Heiðarbót í Reykjahverfi, rifjuðu upp hátiðahöld í tilefni dagsins, en samkvæmt. almanakinu var yngismannadagur sl. þriðjudag. Þá var brugðið út af venju og bakaðar lummur og hitað kakó sem yngra fólki þótti mikið til um, en það var sjaldan sem börn fengu kakó í þá daga. Dansað í gömlu stofunni... Guðrún og Heiðveig, sem báðar eru á níræðisaldri, minnast þess einnig að unga fólkið hafi slegið upp balli á yngismannada ginn og var þá dansað í gömlu 1 stofunni í Heiðarbót. Þær undrast að ekki skuli lengur haldið upp á t( dag þennan rétt eins og bónda- dag og konudag. — Gísla fram á að fá sambærilegar gi'eiðslur en sveitarstjórn hafnaði þvi. Umbjóðandi Gísla telur þessa afstöðu sveitarfélagsins, um að greiða sumum en öðrum ekki fyrir nákvæmlega sama hlutinn, vera I ómálefnalega mismumun milli f þegna sveitarfélagsins sem fái ekki | staðist. Enda hljóti að vera að ætl- ast til þess að sveitarfélagið meti málefni þegna sinna út frá jafn- ræði og almennum efnislegum mælikvarða. Gísli krefst þess fyrir hönd um- bjóðanda síns að hið háa ráðuneyti leggi fyrir sveitarstjórn Norður- Héraðs að greiða honum fyrir um- ræddan akstur sömu fjárhæð á kílómetra og öðrum hefur verið greidd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.