Morgunblaðið - 25.03.2000, Side 24

Morgunblaðið - 25.03.2000, Side 24
24 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Stjórn Össurar hf. telur fálagið geta verið í forystu í heimsþróuninni á stoðtækjamarkaði Stöðugleiki ein af meginforsendum velgengninnar STJÓRN Össurar hf. telur að félagið hafi alla burði til að vera í forystu í þeirri þróun sem er að verða á stoð- tækjamarkaði í heiminum, en mark- aðurinn, sem hefur verið mjög dreifður og einkennst af mörgum og litlum fyrirtækjum, er að mati stjórnenda Össurar hf. að þéttast og fyrirtækin að verða færri og stærri. Pétur Guðmundarson, stjómar- formaður Össurar hf., sagði í ræðu sinni á aðalfundi félagsins sem hald- inn var í gær að nýleg kaup Össurar hf. á bandaríska fyrirtækinu Flex- Foot undirstrikuðu þetta álit stjórn- ar félagsins, en með þeim kaupum væri Össur hf. orðinn annar stærsti framleiðandi stoðtækja í heiminum. Ennþá sé þó stærðarmunurinn á Össuri hf. og stærsta fyrirtækinu í þessum iðnaði mikill. ,jVð mati stjórnenda eru stækkun- armöguleikar miklir og bjóðist góðir fjárfestingarkostir í öðrum félögum í þessari grein mun stjórn Össurar skoða það af alvöru. Komi til þess er líklegt að það verði fjármagnað að minnsta kosti að einhverju leyti með hlutafjáraukningu," sagði Pétur. Heildartekjur Össurar hf. á síð- asta ári voru 1,3 milljarðar króna og var veltuaukning frá fyrra ári 26%. Hagnaður ársins var 139 milljónir króna en 79 milljónir árið áður. Nánast algjörlega háð erlendum mörkuðum Viðskipti Össurar hf. fara nánast eingöngu fram á erlendum mörkuð- um og sagði Pétur þetta þýða að öll viðmið yrðu að vera samkvæmt því sem þar gerðist en ekki hér á landi. Ef fyrirtæki eins og Össuri hf. væri boðið upp á aðrar og verri aðstæður en bjóðast þeim fyrirtækjum sem Össur keppir við væri ekki hægt að stunda þann atvinnurekstur sem fé- lagið stundar. Aðrir myndu einfald- lega taka yfir og félagið yrði undir í samkeppninni. „Ein af meginforsendum vel- gengni félagsins hefur einmitt verið sú staðreynd að hér hefur ríkt stöð- ugleiki og umhverfi atvinnurekstrar er svipað og þekkist annars staðar. Áframhaldandi velgengni er þess vegna að stöðugleiki haldist, bæði á vinnumarkaðinum og í efnahagslíf- inu. Ekki er langt síðan vinnudeilur blöstu við og þó svo að þær tengist ekki starfsfólki félagsins beinlínis er Ijóst að rekstraröryggi minnkar til muna ef til vinnudeilna kemur. Þetta ástand er mun erfiðara fyrir fyrir- tæki eins og Össur hf., sem er nánast algjörlega háð erlendum mörkuðum og einungis í samkeppni við erlend íyrirtæki sem ekki búa við slíka áhættu,“ sagði Pétur. Morgunblaðið/Sverrir Pétur Guðmundarson, stjdrnarformaður Össurar hf., í ræðustól á aðal- fundi félagsins sem haldinn var í gær. í máli hans kom fram að félagið grundvallaðist að miklu leyti á sér- þekkingu starfsmanna og í ljósi þess hefði stjóm félagsins markað þá stefnu að nýta svonefnda kauprétt- ar- eða vilnunarsamninga í því skyni að halda í og laða að lykilstarfsmenn, bæði hérlendis og erlendis, og til að samtengja hagsmuni hluthafa og starfsmanna. A aðalfundinum var samþykkt að auka hlutafé félagsins í áföngum á fimm árum um allt að 70 milljónir króna til viðbótar fyrri hækkunarheimildum og þar af 10 milljónir króna með sölu nýrra hluta til lykilstarfsmanna félagsins. 60 milljónir verða seldar með forgangs- rétti hluthafa til að gera félaginu mögulega fjármögnun kaupanna á Flex-Foot. Stefna stjórnar Össurar hf. hefur verið að greiða ekki út arð á meðan félagið er í örum vexti og því lagði stjómin ekki tillögur um arðgreiðsl- ur fyrir aðalfundinn. Stjórn félagsins var endurkjörin á fundinum, en hana skipa Pétur Guðmundarson, Gunnar Stefánsson, Kristján Ragnarsson, Sigurbjörn Þorkelsson, Þorkell Sig- urlaugsson og Össur Kristinsson. Samkeppni íslenskra og erlendra trygfflngafélaga rædd á aðalfundi Sjóvár-Almennra Sambærileg' starfs- skilyrði nauðsynleg SAMKEPPNI innlendra og erlendra tryggingafélaga á íslandi var gerð að umtalsefni á aðalfundi Sjóvár-AI- mennra sem haldinn var í gær. Stjómarformaður og framkvæmda- stjóri komu báðir inn á það í ræðum sínum að nauðsynlegt væri að starfs- skilyrði innlendra og erlendra trygg- ingafélaga væm sambærileg og fróð- legt væri að raunverulegar afkomutölur erlendu félaganna væm birtar eins og íslensku félögunum er skylt að gera. Benedikt Sveinsson, stjómarfor- maður Sjóvár-Almennra, sagði að Sjóvá-Almennar mótmæltu hug- myndum Fjármálaeftirlitsins um að ársreikningar íslenskra vátrygginga- félaga skuli vera með mun meiri upp- lýsingum en almennt tíðkast í Evrópulöndum. „Slíkar kröfur em með öllu óviðeigandi þegar hér era starfandi erlendir aðilar sem ekki þurfa að birta opinberlega neinar upplýsingar um starfsemi sína hér á landi. Það er mjög mikilvægt að eftir- iitsstofnanir séu óháðar í sínum störf- um og gæti ávallt íyllstu sanngimi og jafnræðis.“ Einar Sveinsson, annar fram- kvæmdastjóra Sjóvár-Almennra, rakti afkomu félagsins á síðasta ári. Varðandi samkeppni á trygginga- markaði sagði hann að hún hefði farið vaxandi bæði frá innlendum keppi- nautum og erlendum aðilum. Hann sagði rangt að segja að rekstur fé- lagsins yrði einfaldari með ámnum heldur yrðu umsvifin þvert á móti meiri og kröfur ykjust. „Óvönduðum meðulum er beitt í áróðri gegn inn- lendu félögunum og starfsemi þeirra gerð tortryggileg á ýmsa lund á sama tíma og erlendum aðilum er tekið sem frelsandi englum. Við búum við opinn samkeppnismarkað og við kveinkum okkur ekki undan því að taka þátt í samkeppni. Við gemm hins vegar þá kröfu að okkur séu sköpuð sambæri- leg starfsskilyrði og okkar keppi- nautar búa við,“ sagði Einar m.a. í ræðu sinni. Benedikt gerði breytingu á fjár- magnsmarkaði að umtalsefni; hugs- anlega sameiningu viðskiptabanka og að vandi fylgdi óljósu eignarhaldi á sparisjóðunum og þar með ábyrgð á þeirra störfum. „Von er að spurt sé hver staða vátryggingafélaganna verði í þessu nýja umhverfi. Fyrir nokkmm áram urðu skilin á milli vátrygginga og annarrar fjármála- starfsemi óljósari vegna þess að heimildir vora rýmkaðar til starfsemi beggja aðila. Þar má því búast við meiri sköran á komandi áram. Þess verður þó að gæta að niðurstaðan verði ekki sú að allir þvælist af van- mætti í öllum tegundum viðskipta án þess að gera nokkuð vel. Að því kann að koma að náin tengsl eða sameining þurfi að vera á milli banka og trygg- ingafélaga og verði svo er ljóst að eðli viðskiptanna muni að einhverju leyti breytast." Neysluverðsvísitala hefði átt að lækka vegna bílatrygginga Iðgjaldahækkanir komu aðeins að litlu leyti inn í neysluverðsvísitölu á árinu 1999 en Benedikt sagði að raun- veralega hefði neysluverðsvísitala átt að lækka á árinu 1999 vegna öku- tækjatrygginga, væri því sjónarmiði fylgt út í hörgul að „þegar neytendur fengju meira fyrir sinn snúð væri ekki um raunveralega hækkun að ræða“. En hækkun greiddra bóta varð mun meiri en hækkun greiddra iðgjalda á árinu 1999. Benedikt ræddi um afleiðingar nýrra skaðabótalaga fyrir trygginga- félög. Hann sagði að með nýjum skaðabótalögum hækkuðu slysabæt- ur mjög mikið en sú breyting hefði að litlu leyti komið fram í bótagreiðslum enn sem komið væri. „Þetta er í ann- að sinn á rúmlega þremur áram sem lögunum er breytt með þessum hætti. Það liggur í hlutarins eðli að ef bætur vegna slysa hækka, þá er það kostn- aðarhækkun sem ekki verður mætt öðravísi en með hækkun iðgjalda. Þess vegna var það sérstætt að þeir sem stóðu að lagabreytingum fóru fremstir í flokki þeirra sem gagn- rýndu vátryggingafélögin þegar þau hækkuðu iðgjöld um 30-40% síðast- liðið vor,“ sagði Benedikt. Hann sagði vátryggingafélög oft eiga undir högg að sækja í þjóðfélags- umræðunni og að það væri umhugs- unarefni hvernig vátryggingafélag gæti komið þeirri grandvallarhug- mynd til skila til almennings að eðli vátrygginga er að miðla kostnaði af óhöppum milli allra þeirra sem bera áhættu og að neytendur sitja beggja megin borðsins, þ.e. greiða iðgjöldin og fá tjónabætumar. þrádlaus í einu tæki besta m báð^® ERICSSON mmm NÝHERJI Skaftahlíð 24 ■ 105 Reykjavík Simi: 569 7700 ■ Fax: 569 7799 www.nyherji.is Nýherji kynnir byltingu í símamálum fyrirtækja sem sparar stórar fjárhæðir í rekstri, GSM síma frá Ericsson sem einnig hefur virkni þráðlauss innanhússsíma. Þegar hringt er úrsímanum innan fyrirtækis ber það engan kostnað. Ef hringt er innanhúss í númer utan fyrirtækis færast símtöl gegnum innanhússsendi sem venjuleg innanbæjarsímtöl. Utan fyrirtækis virkar hann sem venjulegur GSM sími. Hann býður því frelsi farsímans og leysir af hólmi símtæki fyrir innanhússnotkun, auk þess að lækka símreikninginn umtalsvert. Vertu í sambandi hvar sem er á ódýrasta máta. Sláðu á þráðinn og kynntu þér rakinn sparnað! Ericsson THB88 Þyngd: 220 g með rafhlöðu ■ Stærð: 130 x 49 x 23 mm ■ Stór3 llnu skjár ■ 100 númera minni I síma ■ 100 númera minni á korti ■ GSM taltími 4 klst, biðtlmi 42 klst ■ DECT taltími 15 klst, biðtími 47 klst ■ Innrautt tengi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.