Morgunblaðið - 25.03.2000, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 25.03.2000, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 27 ERLENT AP Pakistanskir múslimar kveikja í fána Bandaríkjanna í Karachi til að mótmæla heimsókn Bills Clintons Bandaríkjaforseta. Clmton ræðir við leiðtoga her- foringjastjornarinnar í Pakistan Tekist á ræði og íslamabad. Reuters, AP, AFP. HERFORINGJASTJÓRNIN í Pak- istan bjó sig í gær undir erfiðar við- ræður við Bill Clinton Bandaríkjafor- seta sem fer í stutta heimsókn til landsins í dag. Yfirlýsingar pakist- anskra og bandarískra embættis- manna fyrir heimsóknina bentu til þess að mikill munur væri á afstöðu þeirra til lýðræðis og deilunnar um Kasmír. Clinton verður aðeins í rúmar fimm klukkustundir í Islamabad eftir að hafa verið í fimm daga heimsókn hjá Indverjum, erkifjendum Pakistana. Bandarískir embættismenn sögðu að Clinton hygðist leggja fast að Pervez Musharraf, hershöfðingja og leiðtoga herforingjastjómarinnar, að gefa eftir í deilunni við Indverja um Kasmír og flýta endurreisn lýðræðis í Pakistan eftir valdarán hersins í októ- ber. Clinton ýjaði fyrr í vikunni að því að öfl innan pakistönsku stjómarinn- ar hefðu stutt hreyfingar skæruliða sem hafa barist í Kasmír en Musharr- af sagði að ekkert væri hæft í því. „Enginn í stjórninni er viðriðinn átök- in,“ sagði hann á blaðamannafundi í fyrradag. „Ég er algjörlega ósam- mála þessu.“ Indverjar hafa hafnað því að Bandaríkjastjóm hafi milligöngu um viðræður þar sem reynt verði að leysa deiluna um Kasmír en Musharraf kvaðst samt vilja að Bandaríkin gegndu hlutverki „í bakgmnni við- ræðnanna". Indland og Pakistan hafa tvisvar sinnum háð stríð vegna deilunnar um Kasmír frá því löndin fengu sjálfstæði fyrir rúmri hálfri öld. Vilja ekki hafa milligöngu Háttsettir embættismenn í föru- neyti Clintons sögðu að Bandaríkja- stjórn vildi ekki hafa milligöngu í viðræðum um Kasmír vegna þess að Pakistanar, sem hafa mikli minni herafla en Indverjar, myndu líta á það sem „öryggistryggingu". „Það er mjög mikilvægt að venja Pakistana af því hugarfari að þeir geti hafið átök við Indverja og þjóðir heims skerist síðan í leikinn,“ sagði einn embættismannanna. „Ég tel að þeim finnist þeir geta verið glanna- legir vegna þess að þeir telja að ríki heims, einkum Bandaríkin, komi þeim til bjargar." Clinton skarst í leikinn í fyrra þeg- ar hann knúði Nawaz Sharif, þáver- andi forsætisráðherra Pakistans, til að fyrirskipa skæruliðum, sem nutu stuðnings Pakistana, að fara af yfir- ráðasvæðum Indverja í Kasmír eftir að þeir höfðu ráðist inn á þau. Við lá að stríð blossaði upp milli Indlands og Pakistans vegna innrásar skærul- iðanna. Talið er að þessi eftirgjöf hafi stuðlað að því að herinn steypti Sharif af stóli og tók völdin í sínar hendur, afnam stjórnarskrána og leysti þing landsins upp. um lýð- Kasmír Musharraf tilkynnti í fyrradag að efnt yrði til sveitar- og héraðs- stjómakosninga á næsta ári og lofaði að þeim yrði fylgt eftir með kosning- um til nýs þings. Hann tilgreindi hins vegar ekki hvenær þingkosn- ingarnar ættu að fara fram. Bandarískir embættismenn sögðu að áform Musharrafs væru skref í rétta átt en hann þyrfti að ganga lengra, efna til þingkosninga sem fyrst og koma á lýðræði að nýju. Deilt um kjarnorkumál Forsetinn hyggst einnig knýja á ráðamennina í Pakistan um að undir- rita alþjóðasamninginn um allsherj- arbann við kjamorkusprengingum í tilraunaskyni. Leiðtogi stærsta íslamska stjórn- málaflokksins í Pakistan, Jamaat-i- Islami, hvatti hins vegar Clinton til að reyna ekki að knýja Pakistana til að gangast undir samninginn. Hann sagði að flokkurinn hefði staðið fyrir vikulangri þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn og hún hefði leitt í Ijós að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur honum. Musharraf sagði að stjórn sín væri að reyna að stuðla að einingu meðal þjóðarinnar um samninginn og hann hygðist ekki flýta sér að taka ákvörð- un í málinu. Hermdarverk verða einnig á með- al helstu umræðuefnanna. Búist er við að Clinton biðji Musharraf að hafa hemil á hryðjuverkahreyfmgum í Pakistan og Alganistan. Bandaríkjastjórn hefur þegar lagt að Pakistönum að beita áhrifum sín- um í Afganistan til að telja stjóm Talebana á að vísa Sádi-Arabanum Osama bin Laden úr landi til að hægt verði að draga hann fyrir rétt vegna ásakana um að hann hafi skipulagt mannskæðar sprengjuárásir á bandarísk sendiráð í Afríku árið 1998. Clinton hyggst ávarpa pakist- önsku þjóðina í beinni sjónvarps- og útvarpsútsendingu. Mikill öryggis- viðbúnaður verður í íslamabad vegna heimsóknarinnar og flestar götur borgarinnar verða lokaðar. Þetta er í fyrsta sinn sem banda- rískur forseti fer í heimsókn til Pak- istans frá því Richard Nixon fór þangað árið 1969. Pakistan gegndi mikilvægu hlut- verki í utanríkisstefnu Bandaríkj- anna í kalda stríðinu, einkum eftir innrás sovéska hersins í Afganistan. Bandaríkin studdu Pakistan fjár- hagslega þegar Mohammed Zia-ul Haz hershöfðingi stjórnaði landinu með harðri hendi á níunda áratugn- um. Bandaríkjastjórn hætti að veita landinu aðstoð árið 1990 vegna gmn- semda um að Pakistanar hefðu smíð- að kjarnavopn. Hún greip til frekari refsiaðgerða árið 1988 eftir að Pak- istanar og Indverjar sprengdu kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni. AFGREIÐSLUTÍMAR fflán.- fini. 10.00 til 18.30 / fos. 10.00 til 19.00 / lau. 10.00 til 18.00 / sun. 13.00 til 17.00 UPPIÝSINGASÍMi 588 7788 SKRIISTOFUSÍMI 568 9200
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.