Morgunblaðið - 25.03.2000, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 25.03.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 29 ERLENT Brúðkaupsbók fylgir ykj'ÁÁií OG FERMINGAR - ritstjorar jrl frá og # ?fa uppskriftir Kennslueldhús - splunkunýjar kjúklingauppskriftir, einfaldar og spennandi CHEN Shui-bian, væntanlegur forseti Taívans, ætlar ekki að lýsa yfir sjálfstæði eyjarinnar svo lengi sem Kínverjar gera sig ekki líklega til að ráðast á landið. Kemur þetta fram í við- tali, sem japanska blaðið Asahi Shimbun átti við hann og birti í gær. Chen segist ekki munu framfylgja þeirri stefnu taí- vönsku stjórnarskrárinnai-, að um sé að ræða tvö ríki og hann segist hvorki munu efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu við Kína eða sjálf- stæði né breyta nafni Taívans. Kvaðst hann vona, að viðræður gætu hafist við Kínverja um þrjú höfuðmál: Bein samskipti, friðarsamning og gagnkvæmt traust. Flokkur Chens hafði það á stefnuskrá sinni fyrir for- setakosningarnar á dögunum að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um stöðu landsins, en Chen sagði, að þótt slík at- kvæðagreiðsla væri meðal grundvallarréttinda í lýðfrjáls- um ríkjum, þá lægi ekkert á henni. Vilja sýr- lenska herinn burt STÆRSTA dagblað í Líbanon, An-Nahar, hvatti í gær til, að Sýrlendingar hæfu brottflutn- ing alls síns hers frá landinu eins og kveðið hefði verið á um í samningum 1989. David Levy, utanríkisráðherra Israels, fagnaði áskoruninni en stillti þó orðum sínum mjög í hóf til að styggja ekki Sýrlendinga og spilla íyrir hugsanlegu friðar- samkomulagi við þá. Sýrlend- ingar eru nú með 30.000 her- menn í Líbanon. Upp úr viðræðum ísraela og Sýrlend- inga slitnaði í janúar, en þeir Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, og Hafez Assad, forseti Sýrlands, ætla að hittast í Genf á morgun og ræða hugsanlegt framhald þeirra. Þingkosning- ar í Irak KOSIÐ verður til þings í Irak á mánudag og eru rúmlega þrjár milljónir manna á kjörskrá í höfuðborginni, Bagdad, en hátt í níu milljónir í landinu öllu. Keppa 522 frambjóðendur um 220 sæti og meðal þeirra er Uday, elsti sonur Saddams Husseins forseta. I síðustu kosningum 1996 náðu allir frambjóðendur Baath-flokks- ins, flokks Husseins, kjöri. Berklar breiðast út FJÖLÓNÆMIR berklar breiðast út með ógnvænlegum hraða í mörgum löndum og víða hefur of lítið verið gert til að berjast gegn þeim. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO. Almennt er ástandið verst í þróunarríkjunum en faraldurinn er þó vandamál um allan heim. Af einstökum lönd- um er staðan einna verst í Eistlandi þótt það sé yfirleitt ekki talið til þróunarríkja en þar valda fjölónæmar bakteríur 18% allra berklatilfella. Chen vill bíða með sjálfstæði Fyrsta einræktun svína Greiðir fyrir ígræðslu líf- færa í menn VÍSINDAMENN skoska fyrirtæk- isins PPL Therapeutics tilkynntu í síðustu viku að þeim hefði tekist að einrækta svín. Gylta eignaðist fimm grísi sem allir höfðu verið ræktaðir út frá erfðaefni fullorðins svíns. Ein- ræktunin er liður í tilraunum tfl að finna aðferð sem geri mögulegt að græða líffæri úr svínum í menn. Fyrirtækið PPL Therapeuties stóð fyrir nokkrum árum að fyrstu einræktun spendýrs í sögunni, þegar lambið Dollý var í heiminn borið. Mun erfiðara mun vera að einrækta svín en önnur húsdýr, þar sem koma verður flein en einni fósturfrumu í legi gyltu til að það takist. I tilviki annarra húsdýra nægir að koma einni frumu fyrir. Fyrirtækið hefur sótt um einkaleyfi á þeirri aðferð sem notuð var við að einrækta grís- ina. Hingað til hafa tilraunir til að græða líffæri úr svínum í menn mis- tekist vegna þess að mannslíkaminn hefur hafnað líffærunum. Vísinda- menn binda nú vonir við að takast megi að gera tiltekinn erfðavísi í líf- færum svína óvirkan og þannig koma í veg fyrir höfnun í líkama sjúklinga. Erfðavísirinn veldur því að mannslíkaminn skynjar ígrætt líf- færi sem aðskotahlut. Einnig verður reynt að koma erfðavísum fyrir í frumum svína sem blekkt geta ónæmiskerfi mannslíkamans og þannig komið í veg fyrir höfnun. Líffæri svína eru svipaðrar gerðar og líffæri mannslíkamans og eru því talin ákjósanleg til ígræðslu. Þau hafa það einnig fram yfir líffæri úr tegundum sem skyldari ei-u mannin- um, svo sem öpum, að ekki er talin hætta á því að sjúkdómar berist með þeim í menn. Einræktun fer fram með þeim hætti að erfðavísar eru fjarlægðir úr eggfrumum gyltu og erfðavísum úr ræktuðum frumum annars fullorðins svíns er komið fyrir í eggfrumunum. Vísindamenn vonast til þess að tak- ast megi að græða hjörtu, lungu og nýru úr svínum í menn innan fárra ára. Hins vegar er talið ógerlegt að græða lifur úr svíni í mann. Talið er að hægt verði að græða líffæri í menn á ólíkum aldri, fullorðið fólk fengi líffæri úr fullvöxnum svínum en börn úr grísum. Mikill skortur á líffærum Á sjötta þúsund sjúklinga bíður nú eftir líffærum til ígræðslu í Bretlandi og skortur á líffærum er einnig al- varlegt vandamál í öðrum löndum. Hins vegar bendir nýleg bresk skoð- anakönnun til þess að almenningur þar í landi sé andvígui- því að erfða- breytt líffæri úr dýrum séu notuð til ígræðslu í menn. Ron James, framkvæmdastjóri PPL Therapeutics, segir að fon’áða- menn fyrirtækisins geri sér vonir um að andstaða almennings gegn ígræðslu líffæra úr svínum í menn muni dvína með tímanum. Vitað er að ræktun svína sem notuð yrðu til að framleiða líffæri gæti orðið ábata- samur iðnaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.