Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Bjartur í Sumarhúsum fluttur úr landi „ÞETTA gekk mjög vel og viðtök- ur voru mjög góðar við sýning- unni,“ sagði Pétur Eggerz, stjórn- andi Möguleikhússins, um frumsýningu í fyrrakvöld á nýrri enskri leikgerð á Sjálfstæðu fólki í Old Library-leikhúsinu í Mansficld á Englandi. Sýningin og leikgerðin er af- rakstur samstarfs milli breska ferðaleikflokksins New Per- spectives og Möguleikhússins í Reykjavík og taka þrír islenskir leikarar þátt í sýningunni; Helga Vala Helgadóttir, Páll Sigþór Páls- son og Ragnheiður Guðrún Guð- mundsdóttir og þrír breskir, Michael Stroebel, Catherine Neal og Geoff Gibbons. Leikstjóri og höfundur leikgerðarinnar er Charles Way, höfundur tónlistar er Craig Vear og leikmynd gerir Sarah Salaman. New Perspectives-leikflokkurinn er atvinnuleikhópur sem ferðast um eystri miðhluta Englands, East Midlands, og hefur höfuðstöðvar sínar í borginni Mansfíeld. Að sögn Péturs Eggerz er samstarfíð við Möguleikhúsið þannig til komið að Gavin Stride, leikhússtjóri New Perspectives, hafí haft áhuga á að hefja samstarf við erlendan leik- hóp. Eftir lestur Sjálfstæðs fólks á síðasta ári hafi hann vitað hyað hann vildi gera og leitað til Islands eftir samstarfí við leikflokk sem starfaði á svipuðum forsendum og hans leikhús. „Möguleikhúsið er kannski einn af fáum leikhópum sem sameinar þetta tvennt að eiga fastan samastað en gera út á leik- ferðir með sýningar sínar. Þetta er árangurinn og æfingar hafa staðið síðan í janúar, “ segir Pétur. Helga Vala Helgadóttir er einn íslensku leikaranna í sýningunni og sú eina sem kemur frá Islandi þar sem hinir íslensku leikararnir tveir eru búsettir í Englandi eftir að hafa stundað þar leiklistarnám undanfarin ár. Helga Vala sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri góð og skemmtileg reynsla að taka þátt í þessu og auðvitað væri talsvert átak að leika á öðru tungu- máli en sínu eigin. „Þetta samstarf hefur verið mjög skemmtilegt og skilað sér í betri sýningu en ella. Það er ýmislegt í sögunni sem Englendingamir áttu erfitt með að átta sig á og við gátum útskýrt fyr- ir þeim. Á hinn bóginn er leikgerð- in með öðram áherslum og ber þess greinilega merki að þar kem- ur annar skilningur að sögunni. Þetta er líka mjög skemmtilegt.“ Að sögn Helgu Völu eru 35 sýn- ingar framundan víðsvegar um borgir og bæi mið-Englands. „Sýn- ingum lýkur 13. maí svo þetta verður stíft en skemmtilegt," segir hún sem leikur sjálf Rósu, konu Bjarts í Sumarhúsum, og Hallberu " 5 S'Á-V Leikarar í sýningunni á Sjálfstæðu fólki í Mansfield á Englandi. í seinni hluta sýningarinnar. Ragn- heiður Guðrún leikur Ástu Sóllilju ásamt öðrum hlutverkum og Páll Sigþór leikur Ingólf Arnarson o.fl. „Við leikum öll fleiri en eitt hlut- verk og bregðum okkur auk þess í dýralíki og flytjum tónlistina svo það er nóg að gera fyrir alla með- an á sýningunni stendur." Að sögn Péturs Eggerz er verið að kanna möguleikana á því að koma með sýninguna heim til Is- lands í vor en það mun ekki ráðast endanlega fyrr en að nokkrum vik- um liðnum. Væri sannarlega feng- ur að því að sjá hversu til hefur tekist með Bjart og Ástu Sóllilju á breskri grund. * Islenskar kirkjur í vesturheimi GUÐMUNDUR Viðarsson hefur aflað myndefnis og upplýsinga um íslenskar kirkjur í Vesturheimi og mun Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, opna þessa ljósmynda- og sögusýningu í Gerðar- safni í dag kl. 17. Þetta er í fyrsta sinn sem skipulega hefur verið unnið að því að safna upplýsingum um kirkjubyggingar íslensku landnem- anna í Kanada og Bandríkjunum, segir í fréttatilkynningu. Sýningin stendur til 26. apríl og er opin alla daga, nema mánudaga, kl. 11-17. Kvintett í Kaffíleikhúsinu DJASSKVINTETT Stefáns S. Stef- ánssonar tenórsaxófónleikara held- ur tónleika í Kaffileikhúsinu annað kvöld kl. 21. Á efnisskránni er kraft- mikill djass. Kvintettinn skipa auk Stefáns: Birkir Freyr Matthíasson, Birgir Baldursson, Þórður Högna- son og Kjartan Valdemarsson. Tónleikar í Neskirkju SKÓLAHLJÓMSVEIT Vesturbæj- ar heldur tónleika í Neskirkju í dag kl. 14. Tónleikarnir eru til styrktar tónleikaferð hljómsveitarinnar til Spánar í vor. Bæði yngri og eldri sveit koma fram og þeim til fulltingis verða Guðbjörn Guðbjömsson ten- órsöngvari og Amljótur Sigurðsson pikkólóflautuleikari. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Láms Halldór Grímsson. M-2000 Laugardagur 25. mars. Terror 2000 Þverlistaleg samsýning ungra finnskra listamanna í Norræna hús- inu. Sýningin er full af skopi og fár- ánleika og er hluti af ^ dagskránni Elsku Hels- Wm inki og stendur til 14. maí. www.nordice.is * Fræðslusetrið kl. 15 Sæ- og vatnaskrímsli Þoi-valdur Friðriksson flytur er- indi um sæ- og vatnaskrímsli í tengslum við dagskrá Fræðaseturs- ins í Sandgerði, Mannlíf við opið haf. www.sandgerdi.is Forskot á sæluna - Kringlukynn- ingkl. 14 Lúðrasveitin Svanur með kynn- ingu á tónleikum sem verða í Há- skólabíói 1. apríl. www.nt.is/ svanur www.reykjavik2000.is Jazz-kvartett á Múlanum JAZZ-kvartett 29-2000 spilar á Múl- anum annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21, en Múlinn hefur aðsetur í Sölvasal Sólon íslandus. Kvartettinn er undir stjóm Guðmundar Stein- grímssonar. Á efnisskránni em djass- og blússtandardar auk fram- samins efnis frá Birni Thoroddsen. Sýning fyrir heyrnarlaus sem heyrandi börn Leikhópurinn Draumasmiðjan frumsýnir nýtt leikrit sem ætlað er yngstu börnunum frá 1-5 ára. Sýningin er unnin með það fyrir augum að heyrnarlaus börn geti notið henn- ar til jafns við heyrandi börn. ar. Skemmst er að minnast Ávaxta- körfunnar sem sýnd var við miklar vinsældir í Islensku óperunni í fyrravetur og kom út á myndbandi í haust. Þá hefur Draumasmiðjan sýnt Baneitrað samband á Njálsgötunni í Islensku óperanni frá því í haust og er sýningum rétt lokið. Búninga og leikmynd við Eg sé... gerir María Ólafsdóttir. Tónlistina hefur Skúli Gautason samið og lýs- ingu hannar Alfred Sturla Böðvarsson. Sýn- ingar verða í Möguleikhúsinu sunnudagana 2., 9., 16. og 23. apríl og hefjast kl. 14. Sýningin tekur um 40 mínútur í flutningi. „ÉG fékk hugmyndina að því að gera sýningu fyrir yngstu börnin á leiklistarhátíð úti í Danmörku," segir Margrét Pétursdóttir, leik- stjóri og höfundur sýningarinnar Ég sé..., sem Draumasmiðjan frumsýnir í Möguleikhúsinu við Hlemm á morgun kl. 14. Sýningin er ætluð allra minnstu börnunum, alveg niður í eins árs gömul segir Margrét og er jafnt ætluð heyrnarlausum börnum sem heyrandi. Margrét tekur þó skýrt fram að sýningin fjalli ekki um heyrnarleysi heldur sé markmiðið einfaldlega að gefa heyrnarlausum börnum kost á að njóta sýningar- innar til jafns við heyrandi börn. Til þess að gera þetta mögulegt er sýningin flutt bæði á íslensku og á táknmáli og hefur tónlistin verið útsett með þeim hætti að áhorfend- ur geta numið hljóðbylgjur í sæt- um sínum. „Þetta veldur því hins vegar að við getum ekki ferðast um með sýninguna heldur sýnum í Möguleikhúsinu við Hlemm. Við vonumst til að leikskólarnir geri í staðinn úr þessu skemmtilega ferð í leikhúsið fyrir börnin og við tök- um vel á móti þeim,“ segir Mar- grét. Leikritið fjallar um barn sem skoðar heiminn og uppgötvar árs- tíðirnar hverja af annarri. „Við höf- um lagt mikið upp úr hinum sjón- ræna þætti sýningarinnar með leikmynd, búningum og ljósum, eins og gefur að skilja svo allir njóti hennar jafnt,“ segir Margrét og bendir jafnframt á að yngstu börnunum veiti heldur ekki af sjón- rænni „aðstoð“ því þau eru ekki öll farin að tala og skilja mælt mál á öðra ári. Leikarar í sýningunni eru Skúli Gautason, Elsa Guðbjörg Björnsdóttir, sem er heyrnarlaus og talar á táknmáli í sýningunni, og Ólöf Ingólfsdóttir, dansari og danshöfundur. „Þau eiga öll stóran þátt í samningu sýningarinnar enda höfum við unnið þetta í spunavinnu,“ segir Margrét. Draumasmiðjan er leikhópur sem hefur starfað um nokkurra ára skeið og sett upp nokkrar sýning- Morgunblaðið/Sverrir Á haustin falla laufin létt. Skúli Gautason, Elsa Guðbjörg Björnsddttir og Ólöf Ingdlfsddttir leikarar. LISTMUNAUPPBOÐ ANNAÐ KVÖLD KL. 20.00 Á RADISSON SAS HÓTEL SÖGU VINSAMLEGA KOMIÐ OG SKOÐIÐ VERKIN í GALLERÍI FOLD, RAUÐARÁRSTÍG 14 - 16, í DAG KL. 10.00 - 17.00 EÐA Á MORGUN KL. 12.00 - 17.00. SELD VERÐA UM 100 VERK, ÞAR Á MEÐAL FJÖLMÖRG VERK GÖMLU MEISTARANNA. ART GALLERY Rauðarárstíg 14-16, sími 551 0400.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.