Morgunblaðið - 25.03.2000, Page 33

Morgunblaðið - 25.03.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 33 LISTIR Halló Helsinki! MYIVDLIST Amldyri Norræna hússins LJÓSMYNDIR & FATNAÐUR-ELLEFU HÖNNUÐIR & LJÓSMYNDARAR Til 26. mars. Opið daglega frákl. 9-18. ELSKU Helsinki heitir sýning þar sem ungir finnskir hönnuðir og ljósmyndarar leiða saman hesta sína. Listamennirnir eru all- ir fæddir eftir 1970, en eru þegar komir vel á veg með að marka sér ákveðna braut, enda standa Finn- ar einstaklega vel að vígi þegar kemur að fatahönnun og ljós- myndun. Hvort tveggja eru grein- ar sem hvíla á gömlum merg og njóta almennrar hylli í Finnlandi. Einkenni finnskrar fatagerðar er látleysi og einfalt snið. Ungmennin sjö eru engin und- antekning, og þó má sjá sterka tilvísun til þjóðlegs fatnaðar án þess að þær tilvísanir ali á skraut- girni, eða höfundarnir fari offari. A miðju gólfi stendur gína íklædd nýtísku hlífðarfatnaði, en bakvið grillir í sitjandi kvengínu í afar einföldum fatnaði. Það er einhver sérstæður og sameiginlegur stíll sem einkennir tilraunir sjömenn- ingana, án þess að þessi sameigin- legu einkenni meini hverjum og einum að tjá sig persónulega. Sami einfaldi framgangsmátinn einkennir ljósmyndarana fjóra. Hér má fmna nærfærnar en nær- göngular myndir Maarit Hohteri af ungmennum í Helsinki. Höf- undurinn líkir myndum sínum við Gínurnar í anddyri Norræna hússins eru á sýningunni „Elsku Helsinki' dagbók gerða af ungu fólki við aldamótin. Hohteri reynir að nota ljósmyndina gegn lygi auglýsinga- myndarinnar, sem aldrei getur brugðið upp sannri mynd af mannlífinu, hinu daglega hvers- dagslífi. Nina Patilá er býsna nærri henni að inntaki með myndum sínum af ungmennum og lífi þeirra í Helsinki. Það eru vinir hennar sem mynda kjarnann í þessari portrettmyndasyrpu úr borgarlífinu. Kati Rapiakitekur fyrir merkilegt samspil sveitar og borgar. Annars vegar er það nátt- úran sem leitar á borgina og neit- ar að hopa nema með valdi. Eins er kaldhæðnisleg úttekt hennar á náttúrunni í lífi borgarbúans. Það er öðru fremur gegnum sjónvarp- ið sem íbúar Helsinki upplifa sig sem náttúrubörn. Lestina rekur Anna Elina Var- akas, með fágaðar formfræðilegar stúdíur af finnskum arkitektúr frá Helsinki. Það er ungstíllinn - Jug- end - sem skipar hér verðugan sess og virkar sem abstraktverk. Konurnar fjórar ásamt hönnuðun- um sjö sýna svo ekki verður um villst að mikill og sérstæður kraft- ur býr í finnskri list og listiðnaði. Halldór Björn Runólfsson ÖRYGGI KRAFTUR Grjóthálsi 1 • Sími söiudeildar 575 1210 www.bl.is ÞÆGINDI ABS • Tveir loftpúðar • Þriggja punkta beiti í öilum sætum 5 höfuðpúðar • Styrktarbitar í hliðum • 4X4 sídrif 120 hestafla 4 strokka vál / 97 hestafla 2000 cc dísilvél Vökva- og veltistýri • Fjarstýrð samlæsing og afturrúða Topplúga • HDC (hallaviðhald) • Þjófavörn • Sjálfstæð fjöðrun FREELANDER

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.