Morgunblaðið - 25.03.2000, Síða 36

Morgunblaðið - 25.03.2000, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ^ Vísindavefur Háskóla Islands Hvað er gervigreind? www.opinnhaskoli2000.hi.is VISINDI EITT af einkennum Vísinda- vefsins er mikil fjöibreytni í svörum. Þarna koma fram fjölmargir ólíkir höfundar á ýmsum aldri og úr ýmsum fræðigreinum og svara spurningum um gerólík efni. Höfundarnir eru yfirleitt aliir tengdir Háskóia Islands með einum eða öðrum hætti en kunna þó að vera búsettir nánast hvar sem er á jörðinni. Höfundur fyrra svarsins sem við birtum hér að þessu sinni, Ari K. Jónsson, er fæddur árið 1968. Hann tengdist fyrst Háskólanum í starfi árið 1985 er hann gerðist aðstoðarmaður við ritvinnslu og fleira slikt. Þar var beitt þeim brögðum sem þá voru nýjust í almennri tölvunotkun. Seinna lærði Ari stærðfræði og tölvunarfræði við Háskóla íslands og tók BS-próf í báðum greinum. Hann hélt síðan til Bandaríkjanna og tók þar doktorspróf í tölvunarfræði. Hann vinnur nú hjá bandarísku geimrannsóknastofnuninni NASA, meðal annars við þróun gervigreindar af því tagi sem hann fjallar um í svarinu. Höfundur síðara svarsins, Jakob Smári, er fæddur 1950 og er prófessor í sálarfræði. Hann vann við klínísk sálfræðistörf á geðdeild Landspítalans um árabil áður en hann réðst til Háskólans. Fyrir utan hefðbundin vísinda- og kennslustörf hefur hann ásamt öðrum ritstýrt tveimur veigamiklum bókum um sálarfræði og skyld efni fyrir almenning, og skrifað hluta af þeim sjálfur. Þessar bækur eru annars vegar Sálfræðihandbókin frá 1993 og hins vegar Árin eftir sextugt frá 1996. Reuters Spádómar um hjálpsöm eða illgjöm vélmenni með mikla gervigreind hafa ekki ræst. Hvað er gervigreind? SVAR: Orðið gervigreind hefur verið notað á ýmsa vegu í tímans rás, en í daglegu tali nú á dögum er yfirleitt átt við það að tölva geti skynjað og skilið umhverfi sitt og síðan tekið eigin ákvarðanir á svip- aðan hátt og manneskjur. Upphaf gervigreindar sem rannsóknar- verkefnis má rekja til ráðstefnu sem haldin var í Bandaríkjunum árið 1957 þar sem margir helstu frumkvöðlar í tölvunarfræðum komu saman og settu fram markm- ið og aðferðir um hvernig hægt væri að þróa gervigreind. Þetta hefur reynst hið erfiðasta viðfangs- efni og spádómar um hjálpsöm (eða illgjörn) vélmenni með mikla gervigreind hafa ekki ræst. Þrátt fyrir það hafa miklar framfarir orðið í gervigreind á þessum tíma, sem ef til vill bendir til þess að spádómarnir hafí verið óskhyggja frekar en raunveruleg markmið. Til gamans má geta þess að eng- in ástæða er til að takmarka gervi- greind við tölvur, heldur er vel hugsanlegt að gervigreind verði þróuð með öðrum aðferðum. Hins vegar eru tölvur ákjósanlegur kostur til þróunar á gervigreind, sökum þess hversu auðvelt er að breyta því hvernig tölva vinnur úr upplýsingum, einfaldlega með því að breyta forritinu sem tölvan keyrir. I tölvunarfræði er gervigreind rannsóknarsvið þar sem leitast er við að þróa aðferðir sem gera tölv- um kleift að skilja upplýsingar og nota þær til að taka ákvarðanir, svipað og mannfólkið gerir. í gróf- um dráttum má skipta grunnrann- sóknum í gervigreind í tvo hluta sem eru þó nátengdir. Annar, sem segja má að samsvari rökrænni hugsun, snýst um hvernig sé best að geyma þekkingu í tölvum þann- ig að þær geti notað þessa þekk- ingu til að leysa verkefni, taka ákvarðanir og bæta við þekking- una. Hinn snýst um það hvernig tölva getur skynjað umhverfí sitt, þar með talið mannfólk, og bætt þannig við þekkingu sína. Lítum fyrst á þann hluta sem samsvaraar rökrænni hugsun. Markmiðið er að þróa aðferðir til að geyma upplýsingar á formi sem tölva getur notað til að leysa vandamál og komast að niður- stöðum á svipaðan hátt og fólk gerir. Það sem meira er, markmið- ið er að gera þetta þannig að tölv- ur geti notað sömu aðferðirnar á mismunandi verkefni og aðstæður. Við þekkjum vel hvernig ákveðin forrit geta leyst ákveðin vandamál mjög vel, en þessi sömu forrit eru einskis nýt ef vandamálinu er breytt lítillega. Heimsins bestu skákforrit eru til dæmis óhæf til nokkurs annars en að spila skák. Ýmsar leiðir hafa verið þróaðar til að geyma og vinna með upp- lýsingar, með því markmiði að líkja eftir rökrænni hugsun. Grunnhug- myndin er þó yfirleitt svipuð: Upp- lýsingarnar eru geymdar á stöðl- uðu formi og reglur eru gefnar um hvernig tölvan geti notað upplýs- ingarnar til að komast að nýjum niðurstöðum. Til að leysa verkefni leitar tölvan að leiðum til að nota upplýsingarnar ásamt reglunum um samtengingu þeirra til að finna lausn á verkefninu. Annar hluti rannsókna í gervi- greind snýst um að gera tölvum kleift að skynja og skilja upplýs- ingar frá umhverfinu. Þessum hluta er oft skipt í tvo þætti, tölvu; sjón og skilning á tungumálum. I rannsóknum á tölvusjón er markmiðið að kenna tölvum að sjá hluti, afmarka þá, ákvarða hvað þeir eru og hvar. Að því er varðar skilning á tungumálum er reynt að gera tölv- um kleift að skilja ritað eða mælt mál. Hvort sem um sjón eða mál er að ræða, þá er ekki nóg að tölvan geti þýtt upplýsingarnar yfir á annað form; hún verður að geta notað upplýsingarnar og unnið með þær. Skynjun og skilningur eru því nátengd því hvernig upp- lýsingar eru geymdar og notaðar. Þó svo að gervigreind hafi ekki náð eins langt og vísindaskáldsög- ur og kvikmyndir hafa gefið í skyn, þá eru margs konar gervigreindar- forrit í notkun um allan heim. Sjálfvirk áætlanagerð, byggð á að- ferðum þróuðum fyrir gei'vigreind, er til dæmis notuð í stórum fram- leiðslufyrirtækjum eins og Boeing. Gervigreindarforrit eru líka notuð í hjálparforritum, eins og í Micros- oft hjálp, svo og í kennsluforritum. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af ótal mörgum um notkun á gervi- greind. Að lokum er vert að minnast á nýjustu þróunina í gervigreind þar sem henni er beitt í geimferðum. Hjá bandarísku geimferðastofnun- inni NASA hefur verið unnið að þróun gervigreindarforrita sem geta stýrt geimfari án afskipta frá jörðinni. Þetta er ekki eingöngu gert til þess að spara mannafla, heldur er gei'vigreind nauðsynleg til að kanna staði eins og Evrópu, eitt af tunglum Júpíters, þar sem hugsanlegt er að líf finnist undir kílómetrum af ís. í maí 1999, var stigið stórt skref í þessa átt þegar gervigreindarforritinu Fjarvitan- um (Remote Agent) var falin stjórn geimfarsins Deep Space 1. I þessari tilraun, sem stóð í tæplega viku, stjórnaði Fjarvitinn geimfar- inu án afskipta frá jörðu og tók eigin ákvarðanir um hvað þyrfti til að stýra geimfarinu á réttri braut. Arj K. Jónsson Hvers vegna verða sumir feimnir? SVAR: Þegar spurt er hvort fólk sé feimið eða ekki svarar að jafn- aði mjög hátt hlutfall fólks því til að það sé feimið, eða allt að 40%. Almennt séð er vafasamt að líta svo á að dálítil feimni sé endilega Draumar dauðans Draumstafir Kristjáns Frímanns ALLIR erum vér mennirnir mold, af moldu komnir og til hennar hverfum við aftur. Ytri tákn dauð- ans eru flestum augljós en þau innri vilja vefjast fyrir fólki. Draumarnir spegla dauðann og gera mörgum þann harm léttbærari sem ást- vinamissir er þegar sá hinn sami skilur tákn drauma sinna og tekur mark á þeim. En hver eru þessi tákn? Eru þau persónuleg og bund- in við dreymandann sjálfan eða samfélagsleg með víða skírskotun? í bók Grikkjans Artemidorusar frá annarri öld eftir Krist eru draum- tákn dauðans sögð tennur eða tannmissir og virðast þau lögmál gilda enn í dag. Sum mannanöfn eru sögð tákna dauða svo sem: Arnþór, Broddi, Beinteinn, Helga, Valgerð- ur og Vigdís enda byggja menn þær staðhæfingar á reynslu. Einn þeirra berdreymnu manna sem skráð hafa drauma sína og gefið út á prenti er Hallgrímur Jónsson (1875-1961), rithöfundur og fyrrum skólastjóri við Reykjavíkuskóla. í kveri sínu Draumar frá 1954 rekur hann drauma sína frá öldinni og túlkar þá, en hann tengir þá marga dauða eða óförum svo sem: „Það dreymdi mig aðfaranótt 14. marz 1928 að Helgi Hjörvar kom þangað sem ég var, en það hélt ég vera einhvers staðar á Suðurnesj- um. Var ég þarna staddur hjá nokkrum mönnum. Veður Helgi inn í hópinn og kyssir fjóra eða fimm þeirra.“ Túlkun Hallgríms. „Hinn 17. marz 1928 fórst fiskibátur frá Vog- um með sex mönnum. Helga nafn er mér fyrir dauða.“ „Það dreymdi mig aðfaranótt 31. júní 1935, að ég þóttist sjá yfir alla dali og alla byggð Strandasýslu og var sýslan öll í skínandi sólarljóma.' Túlkun Hallgríms. „Bankastjóri og fyrrum forsætisráðherra Tryggvi Þórhallssonn andaðist 31. júlí 1935, en hann hafði verið þing- maður Strandamanna og unnið sér vináttu þeirra og traust með ljúf- mennsku sinni og innileika.“ „Það dreymdi mig aðfaranótt 5. október 1941 að ég þóttist sjá feg- ursta stjömumerki himinsins, Or- ióninn, í norðvestri, voru margar stjörnur um kring.“ Túlkun Hallgríms. „Togarinn Sviði fórst í desember 1941; voru á honum 25 menn.“ Táknin í draumum Hallgríms virðast persónuleg og túlkanirnar gætu verið tilviljanir en séu merkin skoðuð nánar þá fylgir mikil birta dauðanum að sögn þeirra sem reynt hafa glímu við manninn með ljáinn. Orion mun hafa sérstök tengsl við jarðmenn og stjörnur líkt og stjörnuhröp vísa til andláts. Koss- inn er vel þekkt tákn dauðans svo sem koss Júdasar. „Draumspök kona“ sendir draum. Ég er stödd heima hjá mér og er að pakka niður fatnaði fyrir dætur mínar sem eru að flytja að heiman, þær eru um fermingu í draumnum og ég er óákveðin um hvernig ég eigi að skipta fötunum á milli þeirra. Ég er með íþróttatreyju sem er frekar dökk en mér finnst hún falleg, ég hugsa um að J fái hana en þá geri ég of mikið fyrir hana svo ég læt K hafa hana, svo er þarna rönd- ótt peysa síðan þær voru litlar, ég skoða hana og sé að ég hef bætt inn í ermarnar en snúningurinn er sá sami. Ég lít út um gluggann sem snýr í norðaustur, það er snjókoma í logni og ég horfi á snjóflyksur sein eru mjög stórar og breytast í stjörnur. Ég kalla á dætur mínar til að sjá þetta undur, þær koma. Hjá mér er gömul kona og ég er að setja niður í stóra tösku fyrir hana, í endahólf set ég augndropa, það eru þrjár sortir og þá þriðju sem er þykkur vökvi þekki ég ekki. Konan segist ekki hafa farið í ferð í 7 ár. Ég er komin út, það er auð jörð, grænt og nokkuð hár hóll fyrir enda hússins en brekka aftar. Ég er að taka við útilegudóti ofan af þaki. Ég horfi upp að hólnum, þar er margt fólk og ég geng af stað og ætla að kveðja það, þar er hola sem er full af mold, það er búið að stinga niður nokkrum sögum með höldin upp úr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.