Morgunblaðið - 25.03.2000, Síða 39

Morgunblaðið - 25.03.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 39 VIKU m Vill reglur um Ritalín Washington. AP. ' “ ■ ~~ Associated Press Hillary Clinton hefur ekki síst látið til sín taka á sviði heilbrigðismála í Bandaríkjunum auk þess að vera þekkt talskona barnavemdar. HILLARY Rodham Clinton, for- setafrú í Bandaríkjunum, vakti í vik- unni athygli á notkun Ritalíns og annarra geðlyfja tii þess að með- höndla hegðun ungra bama. Til- kynnti forsetafrúin um frumkvæði sem alríkisstjórnin hyggst taka, eftir að hafa átt fund með heilbrigðis- málaráðherra, landlækni og fleiri áhrifamönnum í málefnum er varða böm og heilbrigði. „Við erum ekki hingað komin til þess að fordæma notkun þessara lyfja,“ sagði Hillary Clinton. „En það er nauðsynlegt að spyrja alvarlegra spurninga um notkun lyfseðils- skyldra lyfja.“ Gerði hún grein fyrir áætlun um að fara fram á það við Matvæla- og lyfjaeftirlitið að það gefi út leiðbeiningar um notkun lyfja sem þessara fyrir böm yngri en sex ára. Þá lagði hún ennfremur til að gerðar yrðu fleiri vísindatilraunir á bömum, haldin yrði ráðstefna með haustinu um geðheilsu bama og gefnar yrðu út handbækur fyrir for- eldra og lækna sem meðhöndla böm þeirra. Forsetafrúin sagði það hafa hvatt sig til verka að nýverið leiddu athuganir í ljós mikla aukningu í lyfjatöku barna án þess að viðunandi rannsóknir hefðu verið gerðar á því hvaða lyf séu best fyrir böm sem enn eru ekki með fullþroskaðan heila. Athyglisskorts- og ofvirkniheil- kenni (ADHD) em yflrleitt greind í bömum á skólaaldri með því að taka viðtöl við þau og fylgjast með hegðun þeirra. Einkennin em m.a. þau, að bömin em óróleg og geta ekki setið kyrr og lesið, lært eða horft á sjónv- arp. Vægari tegundir þessara ein- kenna em algeng meðal bama og hafa sérfræðingar lýst áhyggjum sínum af því, að ADHD séu greind of oft. Ekki er til neitt nákvæmt, sam- hæft próf til að greina heilkennin, en tilraunir hafa verið gerðar með nokkur. Segja sérfræðingar að skortur á nákvæmni þýði að heil- kennin kunni að greinast annaðhvort of oft, eða ekki nógu oft. „Sumt af þessu unga fólki á við að etja vandamál sem em í rauninni ekki einkenni annars en bernsku eða kynþroskaaldurs," sagði Hillary Clinton. Samkvæmt læknaritinu Journal of the American Medical Association þrefaldaðist fjöldi útgef- inna lyfseðla á Ritalín fyrir tveggja til fjögurra ára börn frá 1991 til 1995. Ritalín inniheldur efnið methyl- phenidate, og er talið auka árvekni barna með því að auka magn tauga- boðefnisins serótóníns í heilanum. Engu að síður er lyfið umdeilt, fyrst og fremst vegna þess að ekki liggur fyrir fullkominn líffræðilegur skiln- ingur á áhrifum þess, þótt svo virðist sem það slái á einkenni ADHD. Sam- kvæmt rannsókn sem gerð var á veg- um Bandarísku heilbrigðismála- stofnunarinnar 1998 bendir ekkert til þess að námsgeta barna aukist ef þau taka Ritalín, þótt lyfið kunni að bæta hegðun þeirra í skólanum. Fjöldi þeirra barna sem taka geð- deyfðarlyf á borð við Prozac hefur tvöfaldast á sama tímabili. Lyfið er oft gefið börnum sem væta rúmið á nóttunni. Framleiðandi lyfsins sagði að það hefði aldrei verið ætlunin að lyfið væri gefið ungum börnum, og mælir ekki með því að það sé gefið fólki undir 18 ára. Hvað er víðáttufælni? Gylfi Ásmundsson sálfræðingur svarar spurníngum lesenda Spurning: Oft finn ég til vanlíðun- ar, kvíða eða ótta, þegar ég er einn á ferð á ókunnugum stöðum, jafn- vel þótt fólk sé í kringum mig. Eg reyni því að forðast slíkar kring- umstæður eftir bestu getu. Ég veit að þetta er einhvers konai- fælni, en vil gjaman fá að vita meira um hvað þetta er, af hverju það stafar og hvað er til ráða? Svar: Kvíði getur tekið á sig margs konar myndir. Fælni er ein af þessum birtingarmyndum kvíðans. Hún felst í því að forðast það sem viðkomandi er hræddur við eða er líklegt til að valda honum ótta eða jafnvel ofsakvíða (panik). Fælni er þó nokkuð algeng og af henni eru ýmsar tegundir eftir því hvað menn hræðast og forðast. Sumir eru hræddir við köngulær, aðrir við að lokast inni í lyftum, enn aðrir við að vera innan um fólk. Það síð- ast nefnda er félagsfælni, sem er ein algengasta tegund fælni. Sú gerð fælni sem á við fyrirspyrj- anda er líklega sú sem nefnd er víðáttufælni (agorafobia) og lýsir sér einmitt í ótta við að vera einn fjarri öryggi heimilisins eða stuðn- ingi vina og fjölskyldu. Hann er hræddur við að missa tök á þessu öryggisleysi og fá kvíðakast sem hann ræður ekki við og gerir hann gersamlega hjálparlausan. Að lík- indum hefur hann komist í slíkt ástand áður og óttast að það komi fyrir aftur. Þess vegna forðast hann slíkar kringumstæður og kemur það niður á frelsi hans til að ferðast eða almennt að lifa eðlilegu lífi. Hræðsla við víðáttuna er kjami þessarar fælni eins og nafnið bend- ir til. Undirrituðum er kunnugt um erlendan ferðamann, konu, sem var á ferð á Kili með hópi fólks. Frammi fyrir öræfunum og auð- ninni fylltist hún ofsakvíða, þannig að flytja þurfti hana til byggða hið snarasta. Víðáttan sem slík er þó ekki hið eina sem veldur óttanum og oft kemst fólk í slíkt ástand þótt það sé í margmenni, jafnvel vegna þess. Þá er það ekki síður óttinn við að verða sér til skammar og komast ekki í burtu áður en kvíða- kastið dynur yfir, sem veldur kvíð- anum. Það er einmitt óttinn við ótt- ann, sem einkennir fælnina. Sumir fyllast kvíða við að standa í biðröð, vera í mannþröng eða ferðast með strætisvagni. Stundum er erfitt að greina um hvers konar fælni er að ræða, því að kringumstæður sem fólk með mismunandi fælni reynir að forð- ast eru oft keimlíkar. Þannig er margt líkt með félagsfælni og víð- áttufælni. Hinn félagsfælni forðast að vera innan um fólk af ótta við að verða sér til skammar, en slíkt ger- ist einnig hjá hinum víðáttufælna, þótt óttinn við fólk sé ekki megin- einkenni fælni hans. Þeir sem hafa orðið fyrir áfallaröskun, t.d. af völdum náttúruhamfara forðast oft þá staði sem minnir þá á atburðinn, þótt víðáttan og öryggisleysið sem henni fylgir séu ekíd kveikjan að ótta þeirra. Margir sem eru haldnir fælni hafa fengið ofsakvíða (panik), sem viðheldur ástandi þeirra og veldur því að þeir forðast ámóta kring- umstæður og kvíðakastinu olli. Þó þarf ofsakvíði ekki að vera megin- einkenni fælninnar, heldur fyrst og fremst tilhneigingin til að forðast allt sem kynni að vekja hann. Ofsa- kvíði lýsir sér ekki síst með líka- mlegum einkennum, eins og örum hjartslætti, svita, skjálfta, köfnun- artilfinningu, ógleði, svima, en einnig ótta við að deyja eða missa vitið. Margar ástæður kunna að vera fyrir því að fólk fái fælni. Ef til vill er grundvallar öryggisleysi megin- orsökin. Einnig má stundum finna áföll í lífi fólks, t.d. í bemsku, sem hafa valdið því ógleymanlegri hræðslu eða ofsakvíða, sem skapar þeim viðvarandi ótta við ámóta kringumstæður eða getur jafnvel yfirfærst á aðrar og ólíkar kring- umstæður. Langoftast er óttinn sem veldur fælninni algerlega óraunhæfur. Meðferð við fælni er margskon- ar. Kvíðastillandi lyf eru talsvert notuð, einkum til þess að hjálpa viðkomandi til að mæta og takast á við óttavekjandi kringumstæður. Sálfræðilegar aðferðir hafa reynst árangursiíkar, en þær miðast við það að uppræta vandann. Sálfræði- leg viðtalsmeðferð er til þess fallin að grafast fyrir um tilfinningalegar orsakir fælninnar og hjálpa hinum fælna til að sjá ótta sinn í réttu samhengi, horfast í augu við hann og takast á við hann. Atferlis- meðferð hefur þó líklega gefið hvað bestan árangur á seinni árum. Þá er slökun gjarnan beitt og í því þægilega ástandi er sjúklingurinn látinn ímynda sér þær kringumst- æður sem valda honum að jafnaði ótta. í slökunarástandinu vekur það hins vegar ekki sama ótta og áður og smám saman yfirfærist þetta ástand yfir á raunverulegar aðstæður og óttinn dofnar. Hug- ræn meðferð hefur einnig gefið góðan árangur. Hún byggist á því að leiðrétta á kerfisbundinn hátt rangar hugsanir, en eins og áður segir eru ástæður fyrir óttanum oftast algerlega óraunhæfar. • Lescndur Morgunblnðsins getn spurt sál- fræðinginn um þnð sem þeim liggurá hjnrttí. Tekið er móti spurningum á virk- um dögum milli klukknn 10 og 17 ísímn 569110 og bréfum eðn símbréfum merkt: Vikulok, Fnx: 5691222. ALEXANDERTÆKNI Helga Jóakimsdóttir Hef opnað nýja vinnustofu á Þórsgötu 21a, Reykjavík Alexandertæknin nýtist vel þeim sem veikir eru í baki, hálsi, herðum og liðum. Einnig við raddvandamálum og streitutengdum sjúkdómum, auk |Dess sem hún bætir öndun. Meðferðin fer fram í einkatímum. Tímapantanir í síma 552 1851 og 698 1828. SPENMANDI ELETTAflJBRGUI I NANOQ Um helgina stendur yfir landsæfing Slysavamarfélagsins Landsbjargar. Á laugardag verður Landsbjörg með klettabjörgun í kl'rfurvegg Nanoq í Kringlunni. Sérþjálfaðir klifurbjörgunarhópar verða með æfingar á klukkustundar fresti frá kl. 10:00 til 16:00. Er þetta í fyrsta skipti sem almenningi gefst kostur á að fylgjast með æfmgum í nálægð. Komdu í hlýjuna, í Kringlunni, og fylgstu með spennandi æfingu Landsbjargar. SLYSAVARNAFÉLAQID LANDSBJÖRG Landssamband björgunarsveita Kringlunnl 4-12 • Slml 575 5100 www.nanoq.ls NANOQ+ Stjörnuspá á Netinu ^mbl.is rjrrn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.