Morgunblaðið - 25.03.2000, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 25.03.2000, Qupperneq 46
3*6 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ millj óna kj ölturakki Auðvitað er hægðarleikur að fá fólk til að leggja fram fé til að sauma skotheld vesti á hunda. A meðan hundasveitir lög- reglunnar eru klæddar í skotheld vesti fer þvífjarri að öll lögregluemhætti hafi slík- an fatnað fyrir lögreglumenn sína. • • 0 Eftir Hönnu Katrínu Friðriksen RLÖG Leos litla vöktu þjóðarathygli í Bandaríkjunum. Og vissulega voru þau dapurleg. Kona nokkur ók bílnum sínum aftan á annan, en tjónið reyndist minni háttar. Ökumaður fremri bílsins, ungur maður, snaraði sér út úr bíl sínum og gekk að bíl konunnar. Konan dró rúðuna niður, til að spjalla við manninn, en hann teygði sig inn um gluggann, greip VmiMRP litla, hvíta kjölturakkann hennar, Leo, og grýtti hon- um út á um- ferðarþunga hraðbrautina. Hvutti drapst, kon- an fékk áfall og maðurinn stökk inn í bílinn sinn og ók á brott. Það er ekki nokkur leið að mæla verknaði mannsins bót. Hann var fyrirlitlegt dæmi um umferðar- ofsa. Hins vegar hefur eftir- leikurinn eiginlega verið ömur- legri. Hundaeigandinn, eða hundafélaginn eins og þeir kallast gjarnan í Kaliforníu þar sem fáir gerast svo grófir að halda því fram að þeir „eigi“ hund, kom í útvarpið og lýsti atburðum. Það vakti heil- aga reiði útvarpshlustenda, sem voru ekki seinir á sér að senda inn peninga til höfuðs morðingjanum. Fljótlega eftir að Leo litli var rif- inn út um bílgluggann er verð- launaféð orðið um átta milljónir króna, tveir rannsóknarlögi'eglu- menn gera ekkert annað en að leita óþokkans og lögreglan hefur dreift teikningu af honum á alla fjölmiðla. Leitað var til lög- reglunnar í Virginíu og hún beðin um að senda myndir úr ökuskír- teinum allra þeirra, sem væru skráðir fyrir sams konar bíl og árásarmaðurinn, en vitni sögðu að bíll hans hefði verið með skráning- armerki frá Virginíu. Af einhverj- um ástæðum var lögreglan í því ríki treg til svara. Konan, „félagi" hundsins, er nánast daglega í viðtölum, þar sem hún lýsir því hve ómetanlegur vinur Leo hafi verið þau tíu ár sem hann lifði. Hann hafði gengið með henni í gegnum súrt og sætt, skilnað og giftingu. Fram kom að konan hefur leitað sér aðstoðar sálfræðings, móðir hennar flutti inn á heimilið til að veita henni styrk og eiginmaður hennar keypti nýjan hund, Stormy, af sama kyni og Leo. Konan sagði, að í þessum hörmungum öllum sam- an hefði Stormy verið eina hugg- unin og segir það. nú heldur auma sögu af nýja hjónabandinu og sambandinu við skilningsríka móðurina. Verðlaunaféð, átta milljónir króna, stingur mjög í stúf við þær upphæðir sem tekst að skrapa saman þegar leitað er upplýsinga um glæpi gagnvart mannverum. Fyrir þremur mánuðum hvarf sjö ára telpa á leið í skólann í Norður- Kalifomíu og hefúr ekkert til hennar spurst. Hverjum þeim, sem veitt getur upplýsingar um afdrif hennar er heitið 5,5 milljón- um króna. Af þeirri upphæð tókst fátækri fjölskyldu telpunnar að skrapa saman tæpar tvær millj- ónir, en Kalifomíuríki lagði fram mismuninn. Svipað var upp á ten- ingnum þegar ungur maður, ferðalangur í San Francisco, var myrtur þar í borg á síðasta ári. Þá tók heila þijá mánuði að skrapa saman tvær milljónir króna. Morðinginn hefur hins vegar ekki fundist enn. Hundar em greinilega í sér- stöku uppáhaldi. Fyrir nokkm var umfjöllun um lögregluhunda í sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum. Þar kom fram að hundarnir bjarga oft lífi lögreglumanna með því að ráðast á glæpamenn, en af- leiðingamar em stundum þær, að þeir verða fyrir skoti og drepast. I kjölfar þáttarins bmgðust hunda- vinir við hart. Sumir sögðu for- kastanlegt að nota hunda til lög- reglustarfa. Það væri siðferðilega rangt að láta þá gegna hættuleg- um störfum, þar sem ekki væri hægt að spyrja þá hvort þeir væra tilbúnir að fórna sér. En flestir hundavinimir vom raunsærri og viðurkenndu að líklega myndi lög- reglan halda áfram að þjálfa hunda til starfa, þótt það væri sið- ferðilega hæpin hegðun. Hvað var þá til ráða? Jú, að láta sérhanna og sauma skotheld vesti á dýrin. Og auðvitað er hægðar- leikur að fá fólk til að leggja fram fé til svo þarfra verkefna. Færri sögum fer hins vegar af því að á meðan hundasveitir lögreglunnar em klæddar í skotheld vesti fer því fjarri að öll lögregluembætti hafi yfir slíkum fatnaði að ráða fyrir lögreglumenn sína. Þetta sérkennilega verðmæta- mat ætti reyndar engum að koma á óvart sem fylgist reglulega með fréttum af framkomu þeirra sem telja sig vera að vinna vinum sín- um í dýraríkinu gagn. Nýjasta bólan á þeim vettvangi var auglýs- ingaherferð samtakanna PETA, sem em samtök fólks sem krefst mannúðlegrar meðhöndlunar á skepnum. Þessi samtök hafa m.a. vopnað félagsmenn sína málning- ardósum, til að skvetta á pelsa- klætt fyrirfólk. En núna em það ekki refir, úlfar og minkar sem eiga hug PETA. Það em blessaðar kýrnar. PETA telur nefnilega að það sé farið svo óskaplega illa með kýr þar sem bændur líti eingöngu á þær sem mjólkurframleiðsluvél- ar, ekki gæflyndar gáfuvemr. í samræmi við þetta hófu samtökin auglýsingaherferð til þess að fá fólk til að hætta að drekka mjólk. I stað slagorðs mjólkurframleið- enda í Bandaríkjunum, „Got Milk?“ þá spurði PETA íanda sína hvort þeir ættu bjór, „Got Beer?“. Héma þótti almenningi loksins of langt gengið og PETA dró auglýs- inguna til baka. I bili að minnsta kosti. Á meðan þjást kýmar. STEINUNN GISS URARDÓTTIR + Steinunn Gissur- ardóttir fæddist á Kröggólfsstöðum í Olfusi 23. nóvember 1906. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði hinn 5. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jónína Ásgrímsdótt- ir og Gissur Sigurðs- son, lengst af bóndi á Reykjahjáleigu í Ölfusi. Steinunn var yngst sex systkina. Þau voru Guðrún, Þorgeir, Ása, Guð- mundur og Sigurbjörg. Ása er ein eftirlifandi systkinanna, bú- sett á Hrafnistu í Reykjavík. Steinunn giftist 1928 Guð- mundi Jónssyni frá Hvammi í Landsveit, f. 8.9. 1899, d. 25.8. 1982. Þau áttu tvo syni. Þeir eru: 1) Jón, f. 15.5. 1929, forstjóri, kvæntur Marinellu Ragnheiði Haraldsdóttur, f. 14.09. 1933, og eiga þau fjögur börn, Harald Það verður ekki sagt um hana Steinunni ömmu mína að hún hafi ekki notið lífsins lifandi á meðan heilsan entist, sem hún gerði vel á nítugasta og þriðja ár. Hún hélt heimili og sá um sig sjálf fram til síð- asta vors, þegar hún lærbrotnaði og tapaði heilsu uppúr því. Starfsfólki á Hrafnistu, Landakoti og Landspítala sem annaðist hana eftir að heilsan brast, em færðar hugheilar þakkir fyrir vel unnin störf. Steinunn amma og Guðmundur afi bmgðu búi sínu í Hvammi í Land- sveit uppúr miðjum aldri og fluttust til Reykjavíkur. Þau héldu þó alla tíð tryggð við sveitina sína og ferðuðust um allt með tjaldið hvíta á Willys- jeppanum sínum. Eftir að Guðmund- ur afi dó fyrir tæpum sautján ámm, fluttist Steinunn amma í Garðabæinn og hélt áfram að ferðast, þótt með öðram hætti væri. Hún fór fjómm sinnum til útlanda eftir að hún náði áttræðisaldri og áttatíu og fimm ára gömul heimsótti hún mig og fjöl- skyldu mína til Bandaríkjanna ásamt foreldram mínum. Mér þótti merki- legt, að sveitakonan amma var miklu hrifnari af háhýsunum í Chicago en risatijánum umhverfis heimili okkar í Madison, og var jafnan vöknuð langt á undan okkur hinum og byrjuð að telja hæðimar í skýjakljúfunum, full undmnar og aðdáunar. Hún vílaði ekkert fyrir sér þegar ævintýri buð- ust, hérlendis og erlendis, alltaf til í allt. Uppá jökul og ofan í heitan pott, alltaf var amma til í að vera með. Mikil spilakona var hún, og stund- aði um tíma félagsstarf aldraðra í þremur sóknum, hæstánægð. Göng- ugarpur var hún líka og létt á fæti og lét sér ekki muna um að taka þátt í kvennahlaupinu tvívegis, þótt hún sneiddi hjá blaðasnápum senda sagði hún þeim ekkert koma það við þótt hún væri með. Morgunleikfimin átti sinn stað í skipulagi dagsins hennar, og mættum við sem yngri emm fara að fordæmi hennar í því, eins og svo mörgu öðra. Hún hafði alla tíð gaman af að „fara í flakk“ eins og þau afi kölluðu það, og naut þess vel síðustu árin eft- ir að hún flutti í Naustahlein, að fá sér morgungöngu yfir í næstu götu til Halla og Mundu, bróður míns og mágkonu, þar sem hún drakk morg- unkaffi og sagði sögur af hjartans lyst. Steinunn eignaðist tvo syni, Jón foður minn og Þóri. Hún var hreykin af afkomendum sínum og þakklát fyrir stóran hópinn sem útaf þeim Guðmundi afa kom. Við niðjar hennar hljótum í arf þá áskomn sem fólst í fordæmi hennar, að ganga til hvers dags af æðmleysi og lifa lífinu lifandi. Megi hún hvíla í friði eftir langa og farsæla göngu. Ragnheiður Jónsdóttir. Það var erfið tilfinning að fá fréttir yfir hafið um að hún Steinunn amma væri dáin. Að vera svona langt í burtu Reyni, Guðmund Steinar, Ragnheiði Jónu og Berglindi Björk. 2) Þórir, vél- gæslumaður, f. 17.11. 1936, kvænt- ur Bjarndisi Eygló Indriðadóttur, f. 14.8. 1939, d. 26.1. 1999 og eignuðust þau fjórar dætur, Guðrúnu, Steinunni, Aðalheiði og Krist- björgu. Langömmu- börnin eru þrettán. Stcinunn og Guð- mundur bjuggu í Hvammi í Landsveit lengst af, en brugðu búi 1955 og fluttust til Reykjavíkur. Eftir að Guðmund- ur andaðist flutti Steinunn i Garðabæ. Siðustu árin bjó hún að Naustahlein 9, Garðabæ. Utför Steinunnar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður í Skarðskirkjugarði í Landsveit klukkan 15. og geta ekki verið viðstödd kistulagn- ingu ömmu fannst mér þungbært. Um leið fann ég samt fyrir þakklæti fyrir það hve amma fékk að Ufa mörg góð ár. Hún dó á 94. aldursári og það var ekki fyrr en fyrir tæpu ári að henni fór að hraka i kjölfar lærbrots. Amma var alltaf bæði nett og létt á fæti og átti ætíð aðdáun margra fyrir fimi sína. Það em ekki mörg ár síðan hún gekk á milli bæjarfélaga til að heimsækja vini og vandamenn. Eg man líka eftir henni fyrir fáum ámm skríðandi um gólf að leika við lang- ömmubörnin. Hún var oftast úthalds- best við beijatínsluna þegar við fór- um í berjamó uppi í sumarbústað. Amma var mikill náttúraunnandi og naut þess vel að fara með foreldmm mínum í bústaðinn í Húsafelli. Amma var ævintýrakona og óhrædd við að prófa nýja hluti. Fyrir tæpum tveimur ámm fóram við fjöl- skyldan í ferð til Víkur í Mýrdal. Dúð- uð í appelsínugulan sjógalla skellti amma sér með okkur á hjólabát og snæddi fisk í fjömnni á eftir, 91 árs gömul. Amma var alltaf ung í anda og man ég eftir tilsvömm hennar þegar verið var að segja henni frá andláti manns á áttræðisaldri: „Já, hann var nú líka orðinn svo gamall," sagði amma um manninn þótt hann hefði verið tæp- um tuttugu ámm yngri en hún. Þetta lýsir henni vel því hún bæði átti oft hnyttin tilsvör og henni fannst hún sjálf vera miklu yngri en árin sögðu til um. Hún var sjálfstæð kona og sá að mestu leyti um sig sjálf í húsinu sínu þar til sl. sumar. Eg sendi þakklæti mitt til ömmu fyrir samfylgdina og bið þess að henni fylgi ljós og kærleikur inn í nýj- an heim. Berglind Björk Jónsdóttir. Það er með söknuði og trega sem ég sest niður til að minnast góðrar vinkonu minnar, sem ennfremur var langamma barnanna minna. Það var fyrir liðlega tuttugu og fimm ámm sem ég kom inn í fjöl- skylduna og kynntist Steinunni fyrst. Eftir því sem árin liðu urðu kynni okkar og samskipti meiri og nánari. Margar góðar stundir höfum við átt saman yfir kaffibolla í Sævangin- um eftir að hún flutti í Naustahlein- ina og urðum við þá líka góðir grann- ar. Ætíð ríkti gagnkvæm virðing okkar á milli. Margt brölluðum við saman þótt aldursmunurinn á okkur væri nærri hálf öld. Alltaf var hún til, hvort sem það var bæjarsnatt, jeppa- ferð upp á Langjökul eða að fara austur í Landsveit til að heimsækja sveitina sína og sveitunga. Nokkur haust tókum við saman slátur og kenndi hún mér réttu handtökin. Gaman var að hlusta á hana segja frá gamalli tíð. Margar skemmtilegar sögur sagði hún okkur. Hún hafði lif- að tímana tvenna, allt frá því að hafa búið við moldargólf í torfbæ til ný- tískulegra híbýla okkar tíma. Steinunn var frá á fæti og þótti ekki tiltökumál að ganga á milli bæj- arfélaga allt fram á síðustu ár. Hún var vel fróð um ætt sína og fylgdist alltaf vel með afkomendum sínum sem vom henni svo kærir. Steinunn var næm kona og meðtækileg á allar nýjungar. Hún var mikil félagsvera og dugleg að sækja samkomur sem í boði vom. Hún hafði mjög gaman af að ferðast um landið. Frásagnarhæfi- leiki hennar var mikill og allt varð Ijóslifandi íyrir manni, ekki síst þeg- ar hún lýsti ferðalögum sínum, lands- lagi og staðháttum. Með þessum orðum kveð ég góða vinkonu mína, eiginmaður minn ömmu sína og börnin mín langömmu sína, með kæm þakklæti íyrir sam- fylgdina. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fy’lgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Guðmunda Gísladóttir. Amma mín. Nú er kallið komið og kveðjustund mnnin upp. Ótal minn- ingar og söknuður sækja á huga minn. Ég hugga mig við að allt sem þú kenndir mér og allar minningarn- ar um þig mun ég ávallt eiga. Þakka þér fyrir allt, amma mín. Farþúífriði, friðurguðsþigblessi, hafðu þökk fyrir allt og allt GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Þín sonardóttir og nafna, Steinunn Þórisdóttir. Elsku langamma. Núna ertu dáin. Núna ertu engill hjá Guði í skýjun- um. Þú varst alltaf svo góð við okkur og glöð þegar við komum í heimsókn. Þú kitlaðir okkur og kysstir og bak- aðir bestu pönnukökur í heimi. Þegar við fluttum til Ameríku skrifaðir þú þessa bæn niður á blað og baðst mömmu fyrir hana, Guð myndi gæta okkar í hinum stóra heimi. Nú skrifum við þessa bæn nið- ur á blað fyrir þig í stóra ferðalagið þitt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginniyfirminni. (Sig. Jónsson.) Bless langamma, Elín Ósk og Helena Rut Amarsdætur. Elsku amma mín. Nú ertu horfin himnafoður okkar til. Þú sofnaðir ljúft og lygndir aftur augunum og englarnir umvöfðu þig örmum sínum. Nú ertu ein þeirra og vakir yfir og verndar fólkið þitt. Það er erfitt að kveðja þig en ég kveð þig með virðingu, þakklæti og djúpri ást. Þú varst okkur systrunum svo mikið. Þú varst fyrirmynd heilbrigðs lífem- is og heilsteyptrar hugsunar. Þú kenndir okkur svo margt og þú varst svo dugleg og kraftmikil amma. Við kölluðum þig alltaf súperömmu og montuðum okkur af því við vini okkar hvað við ættum hressa ömmu. Amm- an sem gerði sér lítið fyrir og tölti á milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar ef hún var í því skapinu. Stmnsaði hnar- reist um Garðabæinn þveran og end- ilangan eins og unglamb. Amman sem skellti sér út í fótbolta með litlu ömmustelpunum sínum og stóð sig eins og hetja. Þú kenndir okkur að biðja bænirnar okkar og minntir okk- ur á kristnina og góða siði. Dansaðir við okkur „Óla skans“ og söngst há- stöfúm með: „Óli, Óli, Óli skans, voða- legur vargur er hún Vala konan hans...“ Þú kunnir svo mikið af vís- um, málsháttum og ýmiss konar orðatiltækjum. Svo sagðirðu okkur alls kyns sögur; þjóðsögur, sögur úr sveitinni, sögur af pabba og fjölskyld-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.